Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Síða 27

Samvinnan - 01.08.1953, Síða 27
C A R M E N EFTIR PROSPER MÉRIMÉE 1. Þegar sögumaður hitti ræningjann. Það hefur alltaf verið grunur minn, að landfræðingar færu með mestu fjarstæðu, þegar þeir héldu því fram, að orrustan við Munda hefði verið háð í Bastuli-Poenihrepp, skammt frá þeim bæ, sem nú heitir Monda, nokkrum míl- um norðan við Marbella. Það hefur verið mín skoðun, að hin eftirnrinnilega við- ureign, þegar Caesar lagði til úrslitaorrustu við lýðveldis- menn, hafi farið fram í nágrenni við Montinna, og þá niðurstöðu byggi ég á texta hins óþekkta höfundar Bell- um Hispanese, svo og á upplýsingum, sem ég fann í hinu ágæta bókasafni hertogans af Ossuna. Þegar svo vildi til, að ég var í Andalúsíu haustið 1830, fór ég alllanga ferð til þess að ganga úr skugga um nokk- ur vafaatriði í huga mínum um þetta mál. Kg mun innan skamms gefa út ritgerð, þar sem ég vona, að allar efa- semdir heiðarlegra fornleifafræðinga um þetta mál verði hraktar. Áður en sú ritgerð birtist, og leysir þetta land- fræðilega vandamál fyrir alla lærða menn í Evrópu, lang- ar mig til að segja ofurlitla sögu. Hún mun engin áhrif hafa á hið athyglisverða vandamál um staðsetningu orr- ustunnar við Munda. Eg leigði mér fylgdarmann og tvo hesta í Cordova og lagði af stað án þess að taka nokkurn farangur nerna nokkrar skyrtur og Commentaries eftir Caesar. Dag einn vorum við á leið um hærri hluta Cachenasléttunnar, sár- þreyttir, örmagna af þorsta. Ég bölvaði sonum Caesars og Pomeusar af einlægni. Þá kom ég skyndilega auga á græn- an blett framundan, við troðninginn, sem ég fór. Þar voru grös og blóm, og benti þetta til þess, að lind væri þarna nærri. Þegar ég nálgaðist sá ég, að þetta var mýri, og í hana rann lækur, sem virtist renna fram úr gili Sierra di Cabra, — og hverfa svo í mýrina. Ég hugsaði með mér, að legði ég leið rnína að lækn- um, mundi þar sennilega minna um pöddur og froska en í mýrinni, og ef til vill dálítill skuggi af klettunum. í gjármynninu hneggjaði klárinn, sem ég reið, og ann- ar hestur, sem ég ekki sá, hneggjaði á móti. Þegar ég kom rúmlega hundrað skrefum nær, blasti gilið við mér eins og hringleikahús frá náttúrunnar hendi. Klettaveggirnir köstuðu skugga um gilið allt og varla varð á dásamlegri áningarstað kosið fyrir ferðamanna. Undir þverhnýptu klettabeltinu spratt lindin upp úr jörðunni og rann vatn- ið úr henni í örlitla tjörn. Bakkar hennar voru sandur, hvítur sem mjöll. Fimm eða sex mjmdarleg eikartré stóðu þarna, í skjóli fyrir vindum og nutu svala lindarinnar. Þykkar krúnur trjánna voru sem laufþak við lindina. Um- hverfis trén var þéttvaxin grasflöt, sem var ferðamanni betri hvílustaður en nokkuð nálægt gistihús gat boðið. En ég naut ekki heiðursins af því að finna þennan gósenblett. Maður nokkur lá þar og hvíldist, og hefur án efa sofið, áður en mig bar að. Hann hafði vaknað við hnegg hestanna, hlaupið á fætur og fært sig nær reiðskjóta sínum, sem hafði gætt sér á grasinu, meðan húsbóndi hans hvíldist. Maðurinn var ungur og fjörlegur, meðalmaður á hæð, en þreklega vaxinn, en bar stolt og torttyggni í svip sínum. Hörund hans, sem kann einhvern tíma að hafa verið fagurt, var steikt af sólu og orðið dekkra en hár hans. Hann hélt annari hendi í tauma hestsins, en hafði skammbyssu í hinni. Ég verð að játa það, að mér brá örlítið í fyrstu við að sjá grimmdarsvipinn á manninum og bj^ssuna, sem hann hélt á. En ég hafði heyrt svo mikið um ræningja, án þess að rekast nokkru sinni á þá, að ég var hættur að trúa á tilveru þeirra. Auk þess hafði ég séð svo marga bændur búast vopnum, áður en þeir fóru til markaðs, að byssan gaf mér í sjálfu sér enga ástæðu til að efast uin heiðar- leik mannsins, sem á henni hélt. Auk þess hugsaði ég með mér: Hvað mundi ræningi gera við skyrturnar mínar og Elzevír útgáfuna af Caesar! Eg kinkaði því vingjarnlega kolli og spurði, hvort ég hefði truflað hvíld hans. Hann 27

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.