Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 28

Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 28
grandskoðaði mig frá hvirfli til ilja, án þess að svara. Þeg- ar hann hafði svalað forvitni sinni um mig, leit hann eins á fylgdarmann minn, sem bar að í þessu. Eg sá, að fylgd- armaðurinn fölnaði og varð sýnilega mikið niðri fyrir. Ogæfufundur, hugsaði ég, en skynsemin bauð mér þegar að láta ekki á mér sjá neinar áhyggjur. Ég steig því af baki. Ég sagði fylgdarmanninum að taka beizlin af hest- unum, kraup við lindina, baðaði hendur mínar og andlit, lagðist síðan endilangur og teygaði vatnið, eins og her- menn Gideons gerðu forðum. Ég gaut hornauga til ókunna mannsins og fylgdarsveins míns. Hinn síðarnefndi virtist tregur til að koma nær okkur, en ekki varð séð, að sá ókunni bruggaði okkur nein launráð. Hann hafði nú sleppt hesti sínum og byss- an, sem áður var miðað á okkur, sneri nú til jarðar. Ég taldi ekki ástæðu til að móðgast af hinum viðhafn- arlausu móttökum, teygði úr mér í grasinu, og spurði hinn ókunna, hvort hann gæti kveikt í vindli fyrir mig. Hann sagði enn ekki orð, en tók upp tinnu sína og kveikti þeg- ar í vindlinum. Hann var sýnilega að róast, því að hann settist andspænis mér, enda þótt hann héldi enn á byss- unni. Þegar ég hafði sogað eld að mínum vindli, valdi ég þann bezta, sem ég átti eftir, og spurði manninn, hvort hann reykti. „Já, senor,“ svaraði hann. Þetta voru fyrstu orðin, sem ég heyrði hann segja, og ég tók eftir því, að hann bar ekki s-ið fram eins og Andalúsíubúar, og dró ég af því þá álykt- un, að hann væri ferðamaður, eins og ég, enda þótt hann væri ef til vill ekki eins fornfræðilega þenkjandi og ég. „Þetta er nokkuð góður vindill,“ sagði ég og rétti hon- urn ósvikinn havanavindil. Hann kinkaði kolli, kveikti í vindlinum af mínum, kinkaði svo aftur kolli í þakklætisskyni og tók að reykja af mjög augljósri ánægju. „Aha,“ sagði hann, þegar hann blés fyrsta reykjar- stróknum úr nösum. „Það er langt síðan ég hef reykt!“ Þegar menn gefa og þiggja vindil á Spáni, tengir það þá sömu böndum gestrisni, sem brauð og salt skapa í Austurlöndum. Vinur minn reyndist vera ræðnari en ég hafði átt von á. Það leyndist mér þó ekki, að hann þekkti harla lítið til Montillahrepps, enda þótt hann segðist eiga þar heima. Hann vissi ekki nafn á þessu yndislega gili, sem við sátum í; hann kunni ekki skil á neinu þorpi í ná- grenninu, og er ég spurði, hvort hann hefði nokkru sinni séð veggjarústir, breiða tígulsteina eða útskornar hellur í nágrenninn, játaði hann að hafa aldrei gefið slíkum hlut- um minnsta gaum. Hins vegar reyndist hann vera hinn fróðasti um hesta, gagnrýndi klártetrið nritt (sem ekki var erfitt verk!) og lýsti fyrir mér ætt síns hests, sem var af hinu fræga Cordovakyni. Þetta var sýnilega ein- stakur góðhestur, svo þolmikill, að hann hafði, að sögn eigandans, farið 30 mílur á einum degi, ýrrist á stökki eða brokki alla leiðina. Þegar ókunni maðurinn var að segja þessa sögu, var sem hann y^rði hugsi andartak, — fyndist hann hafa sagt of mikið. „Mér lá mjög á að komast til Cordova,“ bætti hann við, dálítið feimnislega. „Ég þurfti að ná til dómaranna varðandi málaferli.“ Þegar hann tal- aði, leit hann á Antonio, fvlgdarmann minn, sem horfði til jarðar. Það var svo yndislegt og svalt við lindina, að ég mundi eftir nokkrum sneiðum af forláta reyktu svínakjöti, sem vimr mínir í Montilla höfðu sett í farangur fjdgdarsveins míns. Ég bað hann að taka fram kjötið og bauð hinum ókunna að neyta þessa lítilfjörlega hádegisverðar nteð okkur. Ef hann hafði ekki reykt í langan tíma, þá virtist mér hann sannarlega hafa fastað í fjörutíu og átta stund- ir í það minnsta. Hann át eins og soltinn úlfur, og það hvarflaði að mér, að koma mín hlyti að vera hvalreki fyrir vesalings manninn. Meðan á öllu þessu stóð, borðaði fylgdarmaður minn lítið og sagði ekki orð, enda þótt bann befði verið nresta blaðurskjóða fyrr í ferðinni. Honum leið sýnilega ekki vel í nærveru gestsins, og það skapaðist milli þeirra gagnkvæmt vantraust, sem ég skildi ekki til fulls. Síðustu brauðmolarnir hurfu og hver sneið af kjötinu. Við reyktum báðir annan vildil, og ég hafði sagt fylgdar- manni mínum að setja beizlin á hestana, þegar gestur okk- ar spurði, hvert ferð okkar væri heitið. Áður en ég tók eftir því, að fylgdarmaðurinn var að reyna að gefa mér merki, svaraði ég, að við værum á leið til Venta del Cuervo. „Það er slæmur gististaður fyrir hefðarmenn eins og yður, herra! En ég er á leið þangað sjálfur, og ef þér vilj- ið leyfa mér að ríða með yður, getum við orðið samferða!“ „Með ánægju,“ svaraði ég og steig á bak. Fylgdarmað- ur minn, sem hélt í taumana, leit framan í ntig og gretti sig á ný. Ég svaraði með því að yppta öxlum, til þess að sýna honum, að mér væri fyllilega rótt innanbrjósts, og við lögðum af stað. Mér var þegar ljóst, af merkjum fylgdarmanns míns, augljósum áhyggjum hans og sumu því, sem gestur okk- ar hafði sagt, sérstaklega um reið hans til Cordova og hinni ófullnægjandi skýringu hans á því ferðalagi, að ekki var allt með felldu unt hinn nýja félaga minn. Mér varð ljóst, að ég var annað hvort samferðamaður smyglara eða ræningja. En hvað kom mér það við! Ég þekkti'Spán- verja nógu vel til þess að vera viss um, að mér stafaði engin hætta af manni, sem hafði borðað með mér og reykt með mér. Samfylgd hans mundi einmitt vernda mig gegn nokkrum óæskilegum samfundum. Auk þess var mér það sérstök ánægja að sjá, hvernig ræningi leit út. Maður rekst ekki á hverjum degi á slíka menn og það er að vissu leyti fróun í því að vita af sjálfum sér í nærveru hættu- legra manna, sérstaklega þegar hinn „hættulegi“ rnaður er með einmunum tamur og indæll. Ég vonaðist til þess, að hinn ókunni yrði smám sam- an ræðnari og tryði okkur fyrir einhverju um sjálfan sig. Þess vegna leiddi ég talið að stigamönnum, þrátt fyrir að- vörunarmerki fylgdarsveinsins. Ég þarf varla að taka það fram, að ég talaði um stigamennina af mikilli virðingu. Um þessar mundir herjaði frægur ræningi Andalúsíu, og hét sá José-María, og voru sögur af afrekum hans á hvers manns vörum. Ef þetta væri nú Jósé-María, sem ríður við hlið mína, hugsaði ég með mér. Ég sagði allar sögur, sem ég kunni af þessari hetju, og þær voru vissulega allar hon- um í hag. Ég lét óspart í ljós hrifningu mína á örlæti hans og hreysti. 28

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.