Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 7
ræktuð suðræn aldini upp við jökul-
rætur. Við eigurn meira ónotað fossafl
en flestir aðrir. Fiskauðlegðin er al-
kunn.
Mjög þrengist í búi um allan heim.
Hinar fjölmennu þjóðir búa í þraut-
ræktuðum löndum, þar sem öll nú-
tíma gæði eru löngu fullnýtt. Þar
vantar matvæli handa vaxandi fólks-
fjölda, vantar frjómold, frjóan sjó og
nýjar orkulindir. Hætt er við því, að
þær vilji seilast eftir allsnægtum okk-
ar.
Hér verður að vera á verði. Hugsast
gæti, að ábatavænlegt þætti að reisa
hér stóriðjuver við fossafl, sem þarfn-
aðist fleiri verkamanna en nú eru verk-
færir karlar á íslandi. En þótt við
höfnuðum slíku, má gera ráð fyrir all-
miklum óhjákvæmilegum innflutningi
fólks.
íslendingar hafa á seinni öldum og
allt fram á þennan dag sýnt ótrúlega
lítilsiglda undirlægni gagnvart erlend-
um tungum. Alkunna var það, að
kaupmennirnir dönsku og þeirra lið
dvöldu hér langa ævi án þess að læra
málið. íslendingar höfðu ekki metnað
til að halda að þessu liði máli lands-
manna. Þeim fannst framinn meiri að
„snakka“ „illa dönsku“ og auðlærða.
Ennþá helzt í horfinu forna. Eg hef
komið á heimili, þar sem erlend var
konan, en íslenzkur bóndi hennar, og
lærður vel. Útlenzkan var enn töluð
innan fjölskyldunnar og við stálpuð
börnin, sem hér voru fædd og uppal-
in. Ég hef verið í bíl með íslendingum
og erlendum manni, sem hingað var
kominn til þess að læra íslenzku og
skildi hana allvel. íslendingarnir allir,
nema ég, vildu við hann tala á hans
máli; þeim fannst fremd að sýna hon-
um sína kunnáttu. Ennþá eru hér út-
lendingar, sem dvalið hafa árum sam-
an og ekki geta fleytt sér í íslenzku.
Þetta er okkur að kenna. Virðingar-
leysi okkar fyrir móðurmálinu og und-
irlægjuhætti.
Það ætti að vera föst regla að tala
aðeins íslenzku við erlenda menn, sem
hér taka búsetu eða langdvalir. Það
er þeim sjálfum fyrir beztu og nauð-
syn að samlaðast, ef þeir vilja eiga við
okkur mök.
Hver erlendur maður, sem sezt hér
að, verður að læra íslenzku. Þegnrétt-
ur verður að vera bundinn því ófrá-
víkjanlega skilyrði og yfirleitt öll lang-
dvalarleyfi.
Erlenda herliðið á við landsmenn
margvísleg skipti. íslendingar eiga að
krefjast þess, að öll þau skipti fari
fram á íslenzku. Hermennirnir verða
annaðhvort að læra málið eða nota
túlka. Þótt stjórnarvöld kunni ensku,
eiga þau að geyma hana í handraða, er
við herliðið er samið. A íslandi á ís-
lenzka og einungis íslenzka að vera
hið löglega, opinbera mál við alla
samninga og viðskipti.
Oft heyrist, ef útlendnm gestuin er
fagnað í samkvæmum hérlendis, að til
þeirra er mælt á öðrum tungum en ís-
Hér hefur aldrei verið nein andleg „yfirstétt".
Hér hafa þeir, sem vinna hörðum höndum, einn-
ig verið „menntamenn“ i tómstundum sínum.
lenzku, þótt hávaði samkvæmisgesta
séu íslendingar. Þetta er ósiður. í ís-
lenzkum sainkvæmum ber að ræða á
íslenzku, en þýða, ef með þarf.
Sumum kann að finnast þessar kröf-
ur einstrengingslegar. En hér þarf að
vera stranglega á verði. Dæmi þess eru
mörg, að fámenn þjóð glatar máli sínu
í skiptum við aðra fjölmennari, af því
hentara þótti í viðskiptum stórþjóðar-
málið.
Ef þessi varðstaða okkar er árvökur,
mun íslenzkan halda sínu drottning-
arvaldi. Erlendir innflytjendur munu
samlaðast og hverfa inn í íslenzka
þjóðhætti. Ef slakað er á, getur dæmi
Keltanna á Bretlandseyjum verið til
varnaðar.
III.
Frændþjóðirnar á Norðurlöndum
glötuðu feðratungu með öðrum hætti.
Mállýzkurnar urðu þar norrænunni
að fjörtjóni. Framburður einstakra
hljóða breyttist í ýmsum landshlut-
um. Jótinn skildi ekki Sjálendinginn,
Skánverjinginn ekki Jamtann, Vík-
verjinn ekki Þrændann, þó að seinna
yrðu brædd úr mállýzkunum þrjú bók-
mál.
Mállýzka er hin róttækasta mál-
skemmd. Hljóðin breyta um hreim.
Bókstafirnir skipta um gildi. Venju-
lega „linast" hljóðin, verða líkari hvert
öðru, auðveldari í framburði, en jafn-
framt verður málið óskýrara, flatara,
dauðara og daufara. Þannig er t. d.
Kaupmannahafnardanskan leiðara mál
og linara að heyra en bókmálið bend-
ir til. Með eftirgjöf við linan framburð
þokast talmálið alltaf fjær bókmálinu.
í fyrra ræddi þáttarmaður útvarps-
ins um íslenzkt mál, ljóta mállýzku og
lina. Fræðihneigð hans hneykslaðist
ekki þarna.
íslenzkan hefur haldið sínu eðli bet-
ur en öll önnur mál, vegna þess, að
hér er lítið um mállýzkur. En engu að
síður þarf hér öfluga varðstöðu. Nú er
svo, að við höfum góð tæki til þess að
útrýma öllum mállýzkum, þar sem út-
varpið er og skólarnir. Hér verður að-
eins að taka föstum tökum.
Hér skal bent á nokkur háskaleg
mállýzkufyrirbrigði, sem svo að segja
daglega heyrast í útvarpinu, en eru þó
ekki búin að ná hefð um allt land.
1. Linmœli: t verður d: ,,eta“, „geta“
verður „eda“, „geda“, k verður g:
Reygjavig" o. s. frv.
2. Fldmæli: i verður e, u verður ö.
Þetta fylgir oft linmælinu: vita verður
veda. Minna ber á flámælinu u—ö.
3. Slappmœli: r eða aðrir stafir
hverfa í ending atkvæðis. Um tíma las
stúlka veðurfregnir, sem jafnan sagði
„suvestulann", „noðaustulann“ o. s.
frv. Þessi stúlka er nú horfin úr út-
varpinu, en slappmæli hennar eru ekki
horfin úr máli unga fólksins.
4. Blásturs-ess. Sumir veðurfregna-
menn, og nokkrir aðrir, sem erlendis
hafa dvalizt, bera í útvarpinu fram s
með blísturshljóði, sem ég hef aldrei
heyrt áður í íslenzku. Þetta þarf að
uppræta úr framburði.*)
*) Það er skoðun sumra útvarpsmanna, að
þetta ess-hljóð stafi af því, að viðkomandi menn
hafi falskar tennur og beri meira á blásturs-
hljóðinu í útvarpi en ella. Margir erlendir út-
varpsmenn kannast og við blástur hinna fölsku
tanna, svo að ekki er þetta einsdæmi hér á
landi. — Ritstj.
7