Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Síða 11

Samvinnan - 01.09.1954, Síða 11
Þessi saga hófst fyrir nokkrum ár- um í litlum fjallabæ í Suður-Ítalíu. Ég lief engu breytt nema nöfnum sögu- persónanna. Allt annað er satt. Luccia Gazzoní var tvímælalaust glæsilegasta og fríðasta stúlkan í bæn- um. Sannkölluð fegurðardís, dökk- liærð, og augun tindrandi svört og fjörmikil. Fjöldi ungra manna hafði kropið að knjám hennar, vottað henni ást sína og hrifningu, en allir hlotið hryggbrot. Hún hafði gaman að ást- leitni þeirra, gekk gjarnan spöl með þeim, en aldrei þeim sama til lengd- ar. En þótt þeir hlytu ekki laun fyrir hlaup sín, bar þó enginn þeirra þung- an hug til hennar, þvert á móti. Þeir héldu sókn sinni áfram, enda þótt þeir vissu, að það væri til lítils. Og ekki var það fyrir þá sök, að Luccia væri illa innrætt, þótt sú skrýtna tilfinning gerði vart við sig hjá henni, að hafa nokkurt gaman af biðlum sínum. Satt að segja var hún ekki ánægð, ef hún vissi af einhverjum, sem ekki kraup að knjám hennar eða dáðist að fegurð hennar og yndisþokka. Hún vildi hhafa þá alla á nafnaskránni, sem hún hélt yfir biðlana. Og þarna í bænum var einn, sem hafði ekki haft sig í frammi í þessum efnum. Það var Giuseppe Silva. Hann naut reyndar ekki hylli kvenn- anna fyrir fegurðarsakir, þótt fáir eða jafnvel engir væru jafn eftirsóttir og hann. Kom þar til listfengi hans og handbrögð. Giuseppe var klæðskeri, og bar nafn með rentu. Hann var að dómi kvenna eini mað- urinn, sem hægt var að láta sauma kjól og kápu. Og þær voru á einu máli um það, að jafn snjall maður fyndist ekki einu sinni í Neapel, og var þá langt til jafnað. Það var undravert, hvað hon- um tókst að gera með skærum og mál- bandi. Giuseppe var lítill maður vexti, þrekinn og kubbslegur. Andlitsfríður var hann ekki, en augun, sem voru skýrleg og góðleg, bættu lítilsháttar upp hið ófríða andlit. Þótt Giuseppe hefði ekki fríðleik- ann til að státa af, vildi Luccia eigi að síður fá hann í biðlahópinn. Vorið var gengið í garð. Vormarkaðurinn hófst, og þá var alltaf margt til skemmtunar og gam- ans. Á stóru svæði var komið fyrir tjöldum og smá söluhúsum. Svo var þar hringekja og fleiri leiktæki. Daginn áður en markaðurinn hófst, kom Luccia inn í verzlunina hans Giu- seppe, og var erindi hennar að kaupa sér tvinnakefli. En það leit ekki út fyr- ir, að hún væri neitt að flýta sér, því að hún staldraði við og fór að spjalla við meistarann. „Ekkert skil ég í yður, signor Giu- seppe, að þér skulið geta dvalið í fá- sinninu hérna og tilbreytingarleysinu. Þér mynduð brátt fá nóg að starfa í Neapel og þéna þar mikla peninga." „Ég hirði ekki um eignast meira fé en ég hefi.“ „Já, en hugsið þér ekkert um frægð- ina, góði maður?“ „Ég hef aldrei hugsað um þá hluti. Tel það ekki hyggilegt að keppa að því, sem ég get ekki hreppt.“ „Og ég sem hélt, að sá hlutur væri vart til, sem þér gætuð ekki hreppt.“ Þessu svaraði Giuseppe ekki, en vann þögull af kappi. Eftir litla stund spurði hún blíð í máli: „Viljið þér bjóða mér með yður á markaðinn á morgun?" Hefði hún lagt slíka spurningu fyrir einhvern biðlanna, mundi sá hinn sami hafa stokkið í loft upp af gleði og ímyndað sér, að nú væri lokatak- markið í nánd. En Giuseppe varð ekki uppnæmur. Hann virtist vera hugsi litla stund, líkt og hann yfirvegaði svarið: svo kom það, látlaust og án nokkurs feg- inleika: „Það myndi verða mér óblandin gleði, signoríta." Svo rann dagurinn upp, heiður og fagur. Allt í ríki náttúrunnar tjaldaði sínu fegursta, og allir voru í hátíða- skapi. Luccia þaut eins og sviflétt fiðrildi búð frá búð. Og Giuseppe fylgdi henni trúlega eftir. Þegar hún benti á ein- hvern fallegan hlut, keypti hann hlut- inn og gaf henni. Hann var ósínkur á fé, og hafði það fram yfir flesta biðla hennar. En hann þvertók fyrir að fara með henni í ekjuna. Honum hefur víst fundizt hann vera af unglingsaldri og því ekki henta sér að þjóta á tréhesti með geisihraða, svo að Luccia varð að fara án hans. Hann vildi heldur standa meðal áhorfendanna en fara í þessa þeysireið. En það var þarna, sem fundum þeirra Lucciu og Roberts Belline bar fyrst saman. Hann sat reiðskjótann, sem var við hlið hennar, og hann hló að henni, þegar hún þóttist ver að sál- ast úr hræðslu. En hann studdi hana styrkri hendi, og það var gott. Hún kannaðist við hann af orðrómi. Vissi, að hann var eins konar umboðs- sali fyrir ýms ítölsk og frönsk iðn- og verzlunarfyrirtæki, en var aðeins staddur í bænum í kynnisför hjá frændum og vinum. Og hið mikla ímyndunarafl hennar starfaði með miklu fjöri í þessari hröðu hringferð á tréhestinum. Var þetta ekki einmitt sveinninn, sem fær væri í það stóra og þráða verk að nema hana á brott? Fara með hana út í hinn ókunna og stóra heim? Þannig hugs- aði hún, og eigi stóð á jáyrði hennar, er hann spurði hana, hvort hann mætti heimsækja hana þá um kvöldið. Foreldrum hennar skildist strax, að þessi glæsilegi maður hafði ákveðinn 11

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.