Samvinnan - 01.09.1954, Side 15
fyrir, að útvega þyrfti fáeinum gist-
ingu í húsurn hjá Borgnesingum. Voru
allar frúrnar ánægðar með alla gisti-
staði að því er ég bezt vissi. Þegar
tími og veður leyfðu var gengið um
þorpið, en Borgarnes þykir mörgum
einkar viðkunnanlegur staður, og ekki
síst um hásumar, þegar baldursbráin
er í fullum blóma og af henni er mikið
þar. Skallagrímsgarður kvenfélagsins
er mikil bæjarprýði og að kvöldi er
harla fagurt við Brákarsund og Brák-
arey.
Um tíuleytið kom svo bíllinn frá
Fornahvammi til móts við okkur í
Borgarnes. Frúrnar, sem þar höfðu
gist, þurftu einnig að fá að litast um
í nesinu — og fara í búðir og eyða
þar nokkrum krónum. Og þær voru
ekki fáar, sem fengu sér dilkakjöt, til
að gleðja bændur sína með við heim-
komuna. Þegar búið var svo að smala
í bílana — það skal tekið fram, að sú
smalamennska var aldrei erfið — var
snúið baki við Borgarnesi og ekið
vestur yfir Mýrarnar, framhjá hinni
fornfrægu Borg Skallagríms og Egils
og svo vestur á Snæfellsnes.
Þar var alltaf áð í Fögrubrekku
undir Barnaborgarhrauni, ekki langt
frá Fagraskógarfjalli. Er það gamal-
kunnur áningarstaður síðan ferðalög á
hestum var eini möguleikinn til að
komast um landið. Fagrabrekka er að-
dáanlega fallegur staður, brekkan
nokkrar mannhæðir, vaxin hrísi, lyngi
og grasi og blágresi og sóleyjar um
. allt og mörg önnur blóm. Víðsýnt er
þaðan og sjást Reykjanesfjöll í suðri í
góðu skyggni. Heitt var mjög í brekk-
unni þegar sólin skein, og stundin
fljót að líða þar. Þaðan var svo ekið
í vestur og upp á Kerlingarskarð, þeg-
ar veður leyfði. Dysjar tvær á skarð-
inu minna á forna tíma og reimt þótti
þar víst lengi fram á okkar daga.
Steinkerling stendur þar hátt uppi í
fjalli, með poka á baki, hún varð of
sein á sér og dagaði uppi. Furðulegt
myndhöggvaraverk er hún frá hendi
náttúrunnar. Af Kerlingarskarðinu er
hin fegursta útsýn yfir Breiðafjörð og
Barðaströnd, eyjar og sker, yfir Klofn-
ing og Hvammsfjörð, Stykkishólm og
Helgafellssveit. Bjarnarhafnarfjall til
vinstri en hið marglita Drápuhlíðar-
fjall hægra megin. Þegar tærast var
loftið sáum við húsin í Flatey og á
Reykhólum, með berum augum. Af
skarðinu eru víst um 17 km. niður í
Stykkishólm. Eða 34—35 km. í við-
bót við okkar langa akstur og svo
minnst hálftíma viðstaða. Tvisvar
sinnum leyfðum við okkur þó að
skreppa niður í „Hólminn“, og veðr-
ið leyfði það í síðustu ferðunum í
sumar og í fyrrasumar. Þótti hús-
mæðrunum, sem komu þangað, mikið
til þess koma, sem vonlegt er, því að
Stykkishólmur er yndislegur staður á
sólbjörtum degi. Ber margt til þess,
landslagið og byggingar frá fyrri tím-
um, þegar Breiðfjörð var þar tíður
gestur hjá góðvinum og orti þjóðfræg-
ar rímur og skemmti sér við vínið og
kvenfólkið.
Kossa þiggja af klæða reim
kýs mín hyggja fremur seim.
Sæti byggja þétt með þeim
— þá er Siggi kominn heim.
Eða:
Þegar ég tók í hrunda hönd,
með hægu glingri,
fannst mér, þegar ég var yngri
eldur loga í hverjum fingri.
Mér finnst alltaf eitthvað af hug-
blæ Sigurðar Breiðfjörðs, Þuríðar
Kúld og Matthíasar Jochumssonar
halda sér kringum gömlu húsin í
Hólminum. Hvítfuglinn sveimar í
stórhópum yfir höfninni, síldinni er
ekið til vinnslu í verksmiðjuna. Það
er líf og fjör í Hólminum þennan dag
og allt of fljótt verðum við að
„smala“ og snúa við, því langt er í
Bifröst og lengra að Selfossi. Við hvíl-
um góða stund í Fögrubrekku á aust-
urleið og ökum síðan rakleitt í Bif-
röst og erum að vonum sein í matinn
eftir heimsóknina í Hólminn.
I Bifröst mættu alltaf, seinni dag-
inn, fulltrúar frá Sambandi ísl. sam-
vinnufélaga og ávörpuðu þeir hús-
mæðurnar um samvinnumál. Og að
lokinni máltíð var venja að segja
þeim frá leiðinni framundan og ýmsu
um Mýrar og Borgarfjörð, sjálfu hér-
aðinu og dálítið um íbúa þess að
fornu og nýju. Var öll fyrirgreiðsla í
Bifröst hin ágætasta. Venjulega var
lagt upp þaðan um kl. 7 eða 8. Var
ekið þvert yfir Stafholtstungurnar og
yfir Hvítá hjá Kljáfossi og þaðan í
Reykholt, heilsað upp á Snorra líkn-
eskið á hlaðinu, skoðuð Snorralaug
og kirkjan, ef tíminn leyfði. Var nú
fjrrir hendi lengsti áfangi leiðarinnar,
stanslaus akstur frá Reykholti til
Þingvalla og var það venjulega farið á
hálfum þriðja tíma. Var farinn Lund-
arreykjadalur, frjósamur neðra,
hrjóstrugur efra, og þegar efstu bæ-
irnir, Þverfell og Gilstreymi eru að
baki, tekur við Uxahryggjavegur yfir
óbyggðirnar. Var oft fagurt um að
litast þar uppi, dýrðleg fjallafegurð og
(Framh. d bls. 23)
15