Samvinnan - 01.09.1954, Page 17
ir hann, að lengdin hafi sérstaklega
gengið óþarflega langt síðustu ár og
munu bílarnir næstu ár styttast aftur
20—30 cm. Gleggsta merkið um
breytingarnar á hugsunarhætti fólks
varðandi útlit bíla megi sjá í lit vagn-
anna, því að nú fyrst er farið að nota
alla regnbogans liti, oft fleiri en einn
á sama bfl.
Það er margt, sem takmarkar starf
bílateiknarans. Verkfræðingarnir, sem
bera ábyrgð á vél, styrkleik og smíði
bílanna, láta þar mjög til sín taka.
Þá verður að gæta fyllsta öryggis og
taka tillit til laga og reglugerða. Eru
víðast hvar ströng ákvæði um Ijós á
bílum, svo að dæmi sé nefnt, og geta
því teiknararnir lítið hreyft við þeim.
Margt fleira kemur til greina, og
loks ráða háttvirtir viðskiptavinir
mestu. Það er nákvæmlega fylgzt með
bug fólksins, sem kaupir bíla, hvers
konar gerðir það vilji helzt og hvað
þyki kostir og gallar við hverja nýja
bílgerð. Eru meðal annars hafðir all-
margir sálfræðingar í þjónustu GM til
þess eins að hjálpa til við að meta
og vega hug fólksins og reyna að
segja fyrir um, hvernig ein eða önn-
ur nýung muni líka.
Að sjálfsögðu verða bílahugsuðirn-
ir að vera langt á undan tímanum,
þ)ví að undirbúningur að nýrri gerð
tekur langan tíma, fyrst í teikni- og
tilraunastofunum og síðan í verk-
smiðjunum. Hefur hver hópur starfs-
manna ákveðinn hluta hinna nýju
Eifreiða með höndum og reyna stöð-
ugt að endurbæta þá. Síðan eru hin
•endurbættu tæki búin til í fullri stærð
og þrautreynd eftir því sem hægt er.
Loks eru hinir fyrirhuguðu bílar smíð-
aðir í fullri stærð og reyndir, unz allir
eru ánægðir með þá. Er þá eftir að
vita, hvað bifreiðakaupendur segja.
Stundum fer illa, eins og með Buick
1929, sem var almennt kallaður „ó-
létti bíllinn“, en stundum gengur allt
vel og bílarnir seljast betur en nokkru
rsinni.
Það er með bílateikningu eins og
alla hugsun, að því eru engin takmörk
sett, hvaðan góðar hugmyndir koma.
Earl kann margar sögur af slíku.
Hann fylgist vel með bílaþróun í Ev-
rópu og telur, að Ameríkumenn eigi
að læra þar allt, sem þeir geti. En
:sennilega hefur hann sjálfur fengið
(Framh. á bls. 23)
Bein Páls biskups í steinkistunni
Fornleifafumiimir i Skálholti siðastliðið sumar hafa vakið óskipta athygli, enda hinir merkustu
slikir fundir hér'á landi um langt skeið. Sérstaka athygli vakti þó steinkista Páls biskups Jóns-
sonar, sem sat i Skálholti 1195—1211. Þegar kistan var opnuð, blasti við sú sjón, sem myndin sýn-
ir. Bein biskups, gulnuð af elli, og stafur biskups við hœgri öxl honum. Telur þjóðminjavörður,
Kristján Eldjárn, fund stafsins einan hinn merkasta, enda þótt ekki rœttust vonir manna um að
finna vigsluhring biskups. Til fóta i kistunni er beinarusl, likt og brunnin bein vœru, og þykir
það benda til þess, að kistan hafi verið opnuð áður. (Ljósm. Sigurður Guðmundsson.)
17