Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Side 20

Samvinnan - 01.09.1954, Side 20
í þann stíl, sem ég tel tungunni eigin- legan: — „Hann fyrirleit tilfinningasemi og var álitinn hörkutól." — „Sigurbjörn kom heim frá vinnu að kveldi. Esíkíel þeysti heim traðirn- ar.“ — „Bergur kom í búðina og beiddist áheyrnar kaupmanns.“ Ég segi það efni, sem loðlopastíll- inn segir í 68 orðum, í 26 orðum. Efn- ið er allt hið sama og jafn glögglega sagt, þegar lesandi er kunnur efninu, sem á undan er ritað. Þannig mætti stytta flestar skáldsög- ur og frásagnir hinna yngri höfunda og megin allra annarra skrifa, oft um þriðjung og stundum um helming eða meira, eins og hér er sýnt fram á, ef menn athuguðu, hve mörg orð frásögn- in þarfnast til þess að koma fram glögg og skýr, og bættu engu þar við. Nú er pappír að vísu ódýr og tækni mikil að vélrita og vélprenta. Getan er meiri að kaupa langar bækur og dýrar. En öllu má ofbjóða. Margar bækur, sem ritaðar eru í þrem bindum, sómdu sér betur, ef takmörkuð væri ioðmælgin og efninu þjappað í eitt bindi. Nútíminn er fleygur og allir virðast í önnum. Svo er komið, að minna er lesið en áður, bækur og bók- lestur minni þáttur á heimilum. Lang- ar bækur verða flestum leiðar og of- viða, bæði til að kaupa og lesa. En mestu skiptir þó: Loðlopastíllinn er fjarri íslenzku tungutaki. Með sigri hans glatast margir tals- hættir og orðhættir, sem áður lágu á hraðbergi, og mjög styttu málið, gáfu því lit og líf, skópu því myndauðgi. VI. Mörg vafamál og vandamál eru nú á vegi tungunnar. Eitt þeirra eru mannanöfnin. Löggjöfin er þar íhalds- söm, en oft er hún sniðgengin. Ný ættarnöfn eru raunar bönnuð að lög- um, en fjöldi manna notar þó föður- nafn sem ættarnafn. Þannig karlkenna flestar erlendar konur sjálfar sig, ef þær giftast íslendingum og segjast vera synir tengdafeðranna. Þetta þolir ekki óspillt íslenzkt eyra; það er í senn bros- legt og ambögulegt, að konur séu syn- ir. Skárri voru þó „sen“arnir dönsku, þótt slæmir væru. Ýms ráð önnur eru eðlileg, þar sem blandað er þjóðerni í íslenzku hjóna- bandi. Eðlilegast er, að erlenda konan riti sig sem dóttur föður síns og kenni sig við skírnarnafn hans. Hitt má líka vera, að hún haldi ættarnafni sínu er- lendu. íslenzkan þekkir enga kröfu um samhljóðan í nöfnum hjóna. En ef konan vildi endilega bera sama nafn og maður hennar, væri sýnu nær að maðurinn tæki ættarnafn kon- unnar, en að bæði gerðu sig að skrípi með nýju nafni. íslenzk kona, sem gift- ist erlendum manni og heldur hér bú- setu, á alveg efalaust að lialda áfram að vera dóttir föður síns. Þá er mikil málspilling á ferð um meðferð skírnarnafna. Að vísu eru börnin ekki skírð lakari nöfnum en áður. Afdráttarnöfnin eru hinsvegar liið mesta athlægi og afskræmi. Sigga, Gunna, Dóri og Steini bera jafn ís- lenzkan hreim og þjóðlegan blæ sem skírnarnafnið. Þessi fornu afdráttar- nöfn hverfa óðfluga, einkum í kaup- stöðum. í staðinn kemur Sí-sí, Bo-bo, Do-do og Lo-lo o.s.frv., eins og hér byggju svartir Mao-mao menn en ekki hvítir íslendingar og kynbornir. Mikil ringulreið er á notkun pers- ekki til í íslenzku. í fornmálum sést, nema þegar til þeirra var talað sem fulltrúa allra liirðar. „Norvegur úr hendr þér konungur", sagði Einar Þambarskelfir við Ólaf Tryggvason. Þéranir er dönsk-þýzk málspilling og og órökvísar, en þar sem íslenzkan er lirein og gagnsæ til uppruna, þolir Iiún illa öll þau spjöll, sem særa rök- hugsun svo sem þéranir og ,,sonar“ nöfn á konum. Eftir því sem meira er gert að slíku sljófgast eyrun fyrir rök- vísi málsins, þokar af leiðis. Þjóð okk- ar er fámenn og rannar er hér stétt- laust þjóðfélag, Iieita má að hver þekki annan. Hér hefur verið og er enn meiri menningar- og lífsvenju- eining en í nokkru öðru landi. Tvennskonar ávarpsform eru alveg ástæðulaus. — Enskan hefur ekki slíka málvenju er skiptir þeim er samneyti hafa í tvo flokka. Þetta er lýðræðislegt hjá þeim, þéranirnar rnunu upprunn- ar frá lénsdrottinsvaldinu í Mið- Evrópu. Þúanir fara nú mjög í vöxt. Heilar stéttir þúast, þar á meðal nær allir bændur. Stórir félagshringir hafa þúanir á stefnuskrá. Sagt er mér að hávaði hins yngra fólks í Reykjavík þúist, og fari þúanir vaxandi. Ef nokkuð stór hópur þess fólks, sem tísku ræður í Reykjavík, tækju upp þúanir innbyrðis og út á við, væri björninn unninn. Þéranir féllu alveg úr málinu á fáum árum. Þessi langæja, rök- lausa þýzk-danska málspilling hyrfi. Allt samkvæmislíf yrði frjálsara, svo sem múrveggir brotnuðu milli stétta og félagshópa. íslenzkan hafði að fornu þrjár „töl- ur“ persónufornafna, eintölu, tvítölu og fleirtölu: Ég við vér, þú þið þér. Þetta er alveg horfið úr daglegu máli og saknar enginn. Tvítalan „við“ og „þið“ er alveg komin í stað fleirtöl- unnar „vér“ og „þér“. Þessi breyting er alveg rökrétt, engin greinarmunur er nú gerður á öðrum sviðum málsins milli tvítölu og fleirtölu. Margir prestar og ýmsir aðrir lærðir menn, nota enn fleirtölumyndirnar „vér“ og „þér“ í riti og af ræðustól. Þessi hátíð- leiki og fjálglegi háttur ætti að hverfa. Honum fylgir einhver sjálfbyrgings- blær, sem verður að múrvegg milli þess er talar og hins sem hlustar. Á öllum sviðum verður þess að gæta, að málið sé eitt og samt meðal fornu horfi, þar sem unnt er. En við eigum ekki að berja höfðinu við stein- inn og spyrna móti eðlilegri þróun. Utrýming „þéringa" og „véringa" er eðlileg afleiðing af lýðræði nútímans og menningar eining. Bent hefur verið til þess sem varast ber og stefnir afleiðis, um verndun tungunar. En varnir eru nú betri en nokkru sinni. Útvarpið svarar til þess, að öll þjóð- in sitji saman í baðstofu og hlýðir sömu lestrum og ljóðum. Máttur þess til einingar málsins verður eigi full- metinn, til böls eða bóta. Hækkuð hafa verið gjöld á hlust- endum. Sagt er að megin þess fjár fari til að launa simfóníuhljómsveit. Hvað sem líður göfsri hinnar há- spenntu og langdregnu hljómlistar, er það víst að hún er ekki vinsæl af al- menningi í útvarpi. Hún er öll önnur, þegar hlustendur sitja i algeru næði í leikhúsi, heldur en í útvarpi, þar sem hún hljómar yfir ys og annaþys heim- ilanna. Ég býst við að slík meðferð á hljómkviðum snillinganna, geri þann almenning fráhverfan „æðri hljóm- list“, sem aldrei hefur færi á að njóta hennar á annan hátt. Hljómkviðurnar njóta minnstra vinsælda í sveitum alls útvarpsefnis. 20

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.