Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Side 24

Samvinnan - 01.09.1954, Side 24
Heklu Ackkarnir eru sterkir, fallegir, þægilegir Biðjið ávallt um Heklu-sokka! t- (Z hxeinsai, verndar; mýkir og fegrai húðina — Biðjið um RÓSA-SÁPU. Betri búnaðarhættir, betri verzlun, betra líf Merkilegt æfistarf írska samvinnufrömuðsins Horace Plunkett HORACE PLUNKETT, fremsti braut- ryðjandi bændasamvinnu á írlandi og raunar víðar, fæddist fyrir réttri öld 26. október næstkomandi. Hann var sonur landeiganda á írlandi, en hlaut menntun sína í Englandi, þar á meðal við háskólann í Oxford. Var þetta á þeim tíma, er fyrstu raddir umbótamanna tóku að heyrast vegna þeirra afleiðinga, þess stór- fellda misréttis, sem leiddi af hinu hömlulausa auðvaldsskipulagi, sem þá ríkti í almætti. Varð Plunkett þá þegar fyrir áhrifum, sem hann bjó að alla ævi. HEILSA hins unga landeigandasonar var ekki sem bezt og læknar réðu honum að fara frá írlandi, þar sem hið votviðrasama loftslag gerði hon- um tjón. Hélt hann þá í vesturveg, til Bandaríkjanna, og kom hann á fót miklu nautgripabúi í kúreka- landinu Wyoming. Varð hann á þessum árum auðugur maður. Þegar hann var 35 ára, varð hann af ýms- um fjölskylduástæðum að snúa aft- ur heim til írlands. Voru bændur landsins þá rétt að fá allmiklar rétt- arbætur, komast yfir eigin land- skika og leiguliðafjötrarnir, sem bundið höfðu þá öldum saman, voru að bresta. Plunkett sá, að það var bændunum engan veginn nóg að verða eigendur jarða sinna. Þeir þurftu að gera meira til að bæta lífskjör sín — og hann sá þá leið, sem mundi reynast þeim farsælust. Það var samvinnan. FYRSTA TILRAUN Plunketts var að koma á fót samvinnuverzlun á búi föður síns. En sú tilraun gaf ekki sérlega góða raun. Bændurnir báru ekki skyn á verzlun og vildu margir ekki við hana fást, en félagið vakti mikla gremju kaupmanna. Þá datt Plunkett í hug að reyna samvinnu- hugsjónina í framleiðslu bændanna. Kom hann á fót fyrsta samvinnu- rjómabúi landsins og tókst sú til- raun með ágætum. Smjör var ein aðalútflutningsvara íra og spruttu nú samvinnurjómabú upp um allt landið, og gerðu með sér samtök, sem innan skamms urðu svo um- fangsmikil, að Plunkett varð um megn að stjórna þeim einn, enda hafði hann ýms fleiri járn í eldin- um. SAMVINNAN var ekki einfær um allt og Plunkett leit svo á, að við hlið samvinnufélaganna ætti hið opin- bera að gera margvíslegar ráðstaf- anir til þess að efla hag og auka hamingju bændastéttarinnar. Hann gekkst fyrir því, að sett var upp landbúnaðarráðuneyti fyrir írland og byrjað var að kynna bændum vis- indalegar nýjungar, sem þeim kynnu að koma að gagni. Slagorð hans var: „Betri búnaðarhættir, betri verzlun, betra líf.“ Þá lagði hann mikið í sölurnar fyrir aukna fræðslu, ekki sízt fyrir húsmæður í sveit, sem höfðu í þá daga fá tæki- færi til upplýsingar. PLUNKETT var maður starfsamur og lagði margt fyrir sig. Á æskuárum var hann mikill veiðimaður, og allt fram á síðustu ár var hann að kynna sér nýja hluti. Tók hann til dæmis flugpróf 77 ára gamall! Þegar hann lézt, lét hann allar eigur sínar renna til stofnunar, er skyldi verða upp- lýsingamiðstöð um samvinnumál í hinum enskumælandi heimi. Hefur sú stofnun starfað mikið og vel, gef- ið margt út um samvinnumál og nýtur mikillar virðingar. 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.