Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 28
manna konungs var sízt minna en margra landnámsmanna
hér.
Þegar frá leið sætti Arngeir sig þó við það, sem orðið
var. Og brátt kom svo, að Sléttan, sem honum hafði virzt
útnes eitt, varð honum jafn kær og ættarslóðirnar í Nor-
egi. Bú hans og landseta hans blómguðust, og menn komu
úr fjarlægum héruðum og föluðu land af honum. Hann
var réttdæmur í málum manna og svo mikill friðsemdar-
maður, að hann sætti hvert mál, sem undir hann var bor-
ið. Sverðin voru slíðruð og spjótin fest á vegg. En til voru
þeir menn, sem eigi voru ánægðir með slíkt ástand og töldu
það lítt sæmandi hraustum, vígdjörfum drengjum.
Arngeir var nú tekinn fast að eldast. En þótt allt virt-
ist vera í bezta gengi, var sem einhver skuggi lægi fast á
hug hans og rændi hann gleði sinni. Það átti rót sína að
rekja til hluta, sem mennirnir eru eigi herrar yfir. Oddur
sonur hans var orsök þess, að gamli maðurinn fann eigi
hina sönnu gleði og frið, sem jafnan fylgir ævikvöldi góðra
drengja og djarfhuga manna.
Oddur var verrfeðrungur, eins og faðir hans orðaði það.
En aðrir kölluðu hann blátt áfram fíflið á Arngeirsstöðum.
Og sannleikurinn var sá, að framkoma Odds var fíflsleg.
Hann lá jafnan í eldaskála og gantaðist við griðkonur, en
nennti eigi neinu því, að gerir manninn að sönnum manni.
Þóttust menn þó merkja af ýmsu, að eigi skorti hann vit.
Annan og yngri son átti Arngeir, er Þorgils hét, og dóttur,
er Þuríður hét. Hún var allra kvenna vænst, en undarleg
í skapi. Þorgils var hinn efnilegasti maður, fríður sýnum
og drengur hinn bezti. Vopnfimur var hann f bezta lagi,
þótt sjaldan gæfist tækifæri til að neyta fræknleiks á ann-
an hátt en í meinlausum skilmingum, þar sem blóð mátti
eigi úthella. Nú voru þeir feðgar orðnir ásáttir um, að Þor-
gils færi í víkingu að vori komanda, til að afla sér fjár og
frægðar sem aðrir ungir menn.
Oddur var alger andstæða bróður síns í útliti, sem og
að andlegu atgjörvi. Hann var lágur og boginn og svartur
á brún og brá. Þeim Þorgilsi og föður hans var hin mesta
raun að Oddi. Lengi reyndi Arngeir að telja sjálfum sér
trú um, að Oddur væri gæddur einhverri þeirri gáfu, sem
gæti vegið upp á móti gæfuleysi hans á öðrum sviðum. En
skáld var Oddur eigi og heldur eigi vitringur. Faðir hans
sneiddi því hjá honum svo sem hann gat. Hann leyfði Oddi
aldrei að koma inn í skálann, þegar gestir voru, og vildi
helzt aldrei sjá hann. Og Þorgils sýndi bróður sínum hina
mestu lítilsvirðingu og gekkst hvergi við frændsemi þeirra,
þar sem hægt var að koma því fram.
Arngeir harmaði það oft, að hann skyldi eigi strax eftir
fæðingu Odds hafa séð, að hann myndi aldrei verða að
manni, en hann hafði verið svo öruggur um heilbrigði ætt-
ar sinnar, að hann hafði ekki skoðað barnið nógu ná-
kvæmlega. Hefði þá verið hægt um hönd að bera það út
sem önnúr misheppnuð börn. En hann hafði gleymt að
skoða augún í barninu, og sökina á því átti Þorgerður
'Högnadóttir, búanda f Sogni.
■ Arngeir hafði þekkt hana fyrir tveimur áratugum. Hún
hafði verið af löngum ættum og sumir sögðu, að hún væri
af Finnum komin í móðurætt. En fegurð hennar átti ekki
sinn líka.
Arngeir mundi samskipti þeirra eins og allt væri ný-
skeð. Hann varð snortinn at fegurð hennar og töfrum og
undi með henni heila nótt úti í myrkviðnum, meðan birn-
ir og vargar voru á ferli allt í kringum þau. Þorgerður hafði
veitt honum af fegurð sinni og töfrað hann svo, að hann
gleymdi sjálfum sér. En þegar dagur reis og hann kom
heim, hafði kona hans fætt honum son. Það var Oddur.
Hann varð svo glaður við þetta, að hann gleymdi öllu öðru
og ævintýrið í myrkviðnum vék um set í huga hans fyrir
þessari gleði. En Þorgerður gleymdi ekki. Hún hafði lagt
hug á Arngeir, og þegar hún varð þess áskynja, að hann
vildi eigi bindast henni, sór hún þess dýran eið að hefna
smánar sinnar. Arngeir trúði því statt og stöðugt, að ógæfa
Odds væri af völdum hennar.
I mörg ár hafði Arngeir ekki frétt neitt af Þorgerði,
þangað til nú fyrir skemmstu. Hann frétti, að hún væri
komin hingað til Islands og ferðaðist um héruð og hefði
ofan af fyrir sér með því að segja fyrir óorðna hluti. Gekk
hún undir nafninu Þorgerður völva. Arngeiri þóttu þetta
ill tíðindi. Sumar völvur voru fjölkunnugar og það voru
lög, að galdrakonur skyldi grýta í hel á þingi, og sú skylda
hvíldi á herðum Arngeirs, ef hún yrði sönn að sök um fjöl-
kynngi innan goðorðs hans. En hann fann, að uppfylling
slíkrar skyldu var þó meira en hann gæti borið. Hann ósk-
aði þess heitt, að Þorgerður völva legði leið sína fram hjá
Sléttunni hans.
En meðan öllu þessu fór fram, hélt Oddur til í eldahúsi
með griðkonum og ambáttum. Hans mesta yndi var að
tefja stúlkurnar frá verkum og erta þær á allan hátt. Mesta
skemmtun hafði hann af því að rífa í hár þeirra og klípa
þær og kreista.
„Þú ættir heldur að hypja þig á brott og vera ekki þræl-
um verri,“ sagði Þorgils eitt sinn, er hann kom að bróður
sínum að þessu starfi.
Oddur hló stórkarlalega að honum og sagði:
„Slíkt geymi ég mér til vorsins, því að þá fer ég í víking
með þér, bróðir.“
„Aldrei skal það henda mig, að ég færi slíkt fífl með mér
á fund höfðingja,“ anzaði Þorgils og varð skapfátt.
„Þá mun hvorugur okkar fara,“ sagði Oddur.
Þorgils hafði aldrei fundið eins sárt til þess og í þetta
sinn, hvílík örlög það voru, að eiga slíkan bróður, og nú
varð hann ennþá öruggari í þeim ásetningi sínum, að láta
Odd gista Hel. Hann hafði verið að hugsa um það undan-
farið, að það væri ekki nema velgerningur gagnvart ættinni
að losa sig við þetta fífl.
2.
Þorgerður völva hagaði ferð sinni einmitt á þann hátt,
sem Arngeir hafði kviðið mest, því að hún kom á Sléttuna
um haustið síðla. Arngeir frétti, að henni væri hvarvetna
vel tekið og fólkið trúði fast á spásagnir hennar.
Síðasti bærinn í héraðinu, sem hún sótti heim, var Arn-
geirsstaðir. Það var þó engu líkara en að henni stæði ein-
hver beygur af höfðingjasetrinu. Arngeir bóndi gekk til
hofsins, þegar hann sá hana koma kjagandi, styðjandi sig
við birkistaf og með malpoka um öxl sér. Hann vildi eigi
hitta hana. En húsfreyja hans tók förukonunni tveim
höndum og veitti henni ríkulegan beina. Um kvöldið, þeg-
ar allir höfðu matazt, kom fólkið í stofu til þess að hlýða á
28