Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 29
i ! Sjónvarp á íslandi! | Með hverju ári sem líður ryður sjónvarpið sér til rúms í fleiri og fleiri löndum. Hvenær kemur röðin að fs- landi? Pramtíðin mun skera úr því. — Framtíðin mun einnig staðfesta, að Samvinnutryggingar eru framtíðar- tryggingar. Á aðeins 7 árum hafa þær innt af hendi mikið brautryðjenda- | starf, og þær munu halda áfram að ! kappkosta að gefa enn betri þjónustu á sviði trygginganna. j í Sparið iðgjöldin og tryggið hjá eig- in tryggingarfélagi. j samvb MFTnnm'SíTE ©ni^aa/?. m Oruggustu, ódýrustu og hagkvæmustu tryggingarnar. spásagnir hinnar forspáu konu. Oddur læddist fram úr eldhúskróknum og settist við fætur völvunnar. Hann þurfti eigi að óttast að verða rekinn á brott, þar sem hvorki faðir hans eða bróðir voru viðstaddir. „Eg vildi, að Arngeir bóndi kæmi, því að hann myndi fýsa að heyra það, sem ég hef að segja,“ sagði völvan í skrækum rómi. Oddur mælti: „Hvorki faðir minn eða bróðir leggja hinn minnsta trún- að á orð þín, völva. Og fjölkynngi óttast þeir svo, að þeir grípa til grjótsins, þegar þeir fá grun um, að slíkt sé haft um hönd. En ég em fávís og fífl og því trúi ég á orð þín.“ Fólkið hló að orðum Odds. Völvan varð alvarleg á svip og sagði með þunga: „Fjölkynngi hef ég aldrei iðkað og engan töfrað — að því leyti, sem mér hefur verið sjálfrátt. En — einu sinni var ég ung . . . .“ Hún þagnaði allt í einu, en sneri sér svo að Oddi og hélt áfram eftir stutta þögn: „Þú ert sá, sem gifturíkastur verður ykkar feðga. En ýmislegt undarlegt á eftir að gerast . . . . “ I þessum svifum kom Arngeir bóndi inn í stofuna. Það var gustur á honum. Hann mælti: „Ef þú getur ekki annað en komið með hrakspár, því að gifta Odds sonar míns er öllum auðsæ og kannske allra mest þér, og því eru orð þín háð, þá er bezt að þú hypjir þig á brott sem fyrst, áður en ég neyðist til að gera skyldu mína sem höfðingi Sléttumanna, og þú veizt, hver hún er!“ Hann þreif í öxl Odds sonar síns og hrakti hann á und- an sér út úr stofunni. En þegar hann gekk inn aftur, lædd- ist Oddur á hæla honum og faldi sig bak við veggtjaldið. „Eigi fer ég með hrakspár eða háð og spott, Arngeir bóndi, en hugur minn er fullur af áhyggjum þín vegna,“ svaraði völvan stillilega, „því að sá, er svíkur heit sín, gefin í viðurvist vargs og bjarnar, verður aldrei gæfu- maður, og Þór sjálfan hefur þú svikið, sem allt annað.“ Arngeir setti dreyrrauðan. „Kastið galdranorninni út!“ hrópaði hann. „Slík er gestrisni þín, bóndi. En gerðu það, sem þér sýn- ist, því að hvít vættur úr norðrinu mun hefna fyrir það, sem mér er illt gert!“ Tveir af húskörlunum gengu að henni og gripu sinn í hvorn handlegg hennar og ætluðu að leiða hana nauðuga út, en í sama bili gekk Oddur fram undan teppinu og sló annan þeirra í höfuðið, svo að hann féll við, en hrinti hin- um frá sér með heljarafli. Síðan tók hann völvuna við hönd sér og leiddi hana til eldaskála. „Ég hirði aldrei, hvað faðir minn segir!“ sagði hann og beit á jaxlinn. í sama bili birtist Þorgils í skáladyrunum. Þegar hann sá, hvað um var að vera, dró hann sverð sitt úr slíðrum og æddi að Oddi. En Oddur brá við skjótt. Hann greip um meðalkafla sverðsins og sneri það úr hendi bróður síns. Svo hló hann hátt og gekk á eftir völvunni inn í eldaskál- ann. Arngeir tók um handlegg Þorgils og leiddi hann út með sér. Þorgils var náfölur og eins og lamaður. . Það þóttust menn merkja, að húsfreyju hefði líkað vel tiltæki Odds, því að hún bar honum og völvunni skyr og mjólk fram í eldaskálann um nóttina. Völvan sat við eld- inn og þuldi, en Oddur hlustaði með athygli á hvert orð hennar. Niðurl. næst. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.