Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 3
SAMVINNAN Hafi nokkur maður nokkurs staðar efast um, að islendingar væru sjálfstætt fólk, hlýtur sá efi að hafa horfið eins og dögg fyrir sólu fyrstu dagana í september. Þá stóð þessi vopnlausa smáþjóð teinrétt framan við fallbyssukjafta stórveldis — og neitaði að beygja sig. Þjóðin neitaði vegna þess, að hún trúði á rétt sinn, trúði á sanngirni og nauðsyn þeirra ráðstafana, sem hún hafði gert, trúði að þrátt fyrir mátt vopna og stærðar væri þroska mannkynsins svo langt komið, að smæðin og vopn- leysið gætu sigrað, þegar réttlætið er þeirra megin. Og viti menn: Það var ekki hleypt af fallbyssum. Þegar á hólminn kom, var vopnum ekki treyst til að leysa deiluna um 12 rnilna landhelgina. Menn sáu og skildu, að íslendingar létu ekki kúgast og málstað þeirra mundi vonlaust að brjóta niður með fallbyssubátum. í þessu var falinn mikill sigur fyrir okkur. Útfærsla landhelginnar og þeir atburðir, er fylgdu í kjölfar hennar, voru djarfleg og hættuleg skref að stíga. Löggjafi hefur enginn verið til fyrir fjöldskvldu þjóðanna, og því er ekki hægt að fletta upp í lögbókum þjóðréttar á sama hátt og lagasafni. Þjóðarétturinn er flækja samninga, hefða og sam- þykkta, sem mjög erfitt er að greiða úr. Skapminni þjóð en íslendingar hefði beðið svo sem áratug eftir frekari staðfest- ingu á því, að tólf mílur væru ótvíræður þjóðaréttur. En þá er hætt við, að með vaxandi ásókn togara og verksmiðjuskipa væru fiskistofnarnir okkar farnir að rýrna hættulega. Þess vegna mátti ekki bíða Iengur, enda búið að fullnægja öllum skyldum gagnvart umheiminum og sýna fyllstu þolinmæði. Lýðræðisþjóð þarf ekki að óttast skoðanamun og jafnvel deilur um þjóðmál og má ekki vera feimin við slíkt. Einmitt þess vegna er það aðalsmerki, hve sammála íslendingar hafa verið um kjarna þessa mikla máls. Þar hafa allir aðilar staðið saman og hver reynt að gera sitt. Samvinnumenn eiga sér vini og skoðanabræður um allan heim. Þeim þótti líklegt, að þeir mundu skilja afstöðu Islands í þessu máli, ef útskýrð væri. Því sendi Samband íslenzkra samvinnufélaga bréf um málið til allra samvinnusambanda heims og hvatti þau til að styðja íslendinga í þeirri viðleitni að fá viðurkenningu á 12 milna fiskveiðitakmörkunum sínum. Svipað bréf sendi Sambandið öllum viðskiptavinum sínum. I bréfi þessu segja forráðamenn SIS, að deilan um land- helgina verði aldrei leyst með vopnavaldi. Aðeins með því að kalla herskip sín heim og viðurkenna 12 mílna fiskveiðilög- sögu fslendinga geta Bretar bætt fyrir það tjón, sem þeir hafa þegar gert með ofbeldi sínu. Því fyrr, sem þeir skilja þetta, því betra fyrir alla aðila. , Kjósi Bretar að þrjózkast, verður að hafa það. Tíminn vinn- ur með íslendingum í þessu máli. Málstaður þeirra mun ör- ugglega sigra, hvort sem það verður fyrr eða síðar. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.