Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 14
í SÍLDARLEIT með Ingvari Pálmasyni Grein og myndir: Gísli Sigurðsson „Ég kann ekki við mig annars staðar Úti fyrir Austfjörðum var bræla og skipin lágu flest inni. Góð aflahrota var nýafstaðin, en svo hafði snúizt til norð- austanáttar og þá er ekki að sökum að spyrja. A bryggjunni á Seyðisfirði voru staflar af síldartunnum. Það hafði verið tjaldað yfir þær með striga, svo að sólin skini ekki á þær. Nýja síldarverksmiðjan gekk stöðugt og reykinn úr henni lagði upp í bratt og grýtt fjallið. Inni á firð- Ingvar heldur hér á „Ióðningum“ úr dýpt- armælinum. Efst er lína, sem sýnir yfir- borð sjávar og neðar á blaðinu sést botn- iínan. Svörtu lóðréttu strikin, rétt fyrir neðan yfirborð, eru litlar síldartorfur. inum var bezta veð- ur og ókunnugum fannst mjög ein- kennilegt að sjá síldarskipin liggja við bryggju, en sjó- mennirnir vissu, að úti fyrir fjarðar- mynninu var suddi. Það var tekið að skyggja og það en á sjó“. skyggir fremur fljótt á Seyðisfirði. því að kvöldsólar nýtur þar ekki. Bærinn bar merki um landlegu, sjómenn hér og sjómenn þar. Ball í fé- lagsheimilinu í kvöld, kannske bíó líka, allavega nóg að gera. Eg hafði um daginn hitt Ingvar Pálma- son, sem stjórnar síldarleitinni á Rán, og það talaðist svo til, að ég kæmi með þeim félögum lít í fjarðarkjaftinn með kvöldinu. Ingvar stjórnar síldarleitinni fyrir ríkið og rásar um miðin allt frá Halamiðum og austur að Gerpi. Það er ekki meiningin, að síldarleitinni sé hætt, þótt hann bræli, og það var aðeins til þess að ná í kost, að þeir höfðu komið inn á Seyðisfjörð. Rán lá þar við bryggju. Það er 60 tonna skip, splunkunýtt og fagurt. Skip- stjóri er Jóakim Hjartarson frá Hnífsdal. Skipið er líka þaðan og Jóakim á hlut í því. Skipverjar eru átta og þeir eru ráðn- ir upp á meðaltal af 15 aflahæstu skip- unum á vertíðinni. lngvar Pálmason er landskunnur sjó- sóknari og aflakóngur. Hann er fæddur á Norðfirði 1897. Faðir hans var Pálmi Pálmason bróðir Ingvars alþingismanns Pálmasonar. Ingvar hefur verið á sjó frá blautu barnsbeini og skipstjóri var hann fyrst 17 ára gamall. Upp frá því kveðst Ingvar ævinlega hafa haft yfir mönnum að segja. Fyrst var það á árabátum, síð- an á alls konar vélbátum og stærri fiski- skipum. Ingvar hafði samt ekki ótak- mörkuð réttindi þar sem hann hafði ekki verið í Sjómannaskólanum. Þegar hann var 51 árs gamall lét hann það ekki aftra sér lengur og fór í skólann og lauk hon- um á fjórum mánuðum. Ingvar hefur ævinlega verið á síld á sumrum og oft verið aflakóngur eða með þeim hæstu. Það var hann sem fann Hvalfjarðarsíldina frægu 1946. Hann var þá að leita þar og fann hana fyrst í Ingvar með átuháfinn. Hann er látinn dragast á eftir skipinu. Sjórinn streymir gegnum hann, en átan, ef einhver er, verður eftir í poka á endanum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.