Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 4
Á 60 ára afmæli sínu flutti Kaupf. Saurbæinga í nýtt og glæsilegt verzl- unarhús að Skriöulandi, en Salthólmavík tilheyrir nú sögunni og uppskipunarbátarnir standa einmana í fjörunni Séð og heyrt í Saurbænum Austurhluti Dalasýslu er sem kunnugt er fremur hrjóstrugur, að minnsta kosti meðfram þjóðveginum. Þegar Iialdið er lengra vestur á bóginn, er farið gegn um Svínadal og þá opnast breið byggð og einhver fegurst sveit á Islandi. Dalur- inn víkkar eftir því sem vestar dregur og áin, sem á upptök sín einhvers stað- ar inni á Svínadal, liðast um undirlendið og dreifir nokkuð úr sér fram við ósana. Þegar betur er að gáð, sést, að annar Minnismerkið um Ólafsdalshjónin, Torfa Bjarnason og Guðláugu Sakaríasdóttur. dalur skerst suður í fjöllin og mun sá heita Staðarhólsdalur. Fvrsti bærinn, sem komið er að ofan af Svínadalnum, er Bessatunga, kunnur bær fyrir þær sakir, að þar er Torfi í Ólafsdal upp- alinn og þar gerði hann fyrstu túnslétt- urnar með ristuspaða. I öðru lagi átti skáldið þjóðkunna, Stefán frá Hvítadal, þar heimili lengst af. Og Hvítidalur, þar sem Stefán átti heima um tíma, er spöl- korn neðar í dalnum. Vegurinn liggur fram hjá Hvoli, sem dalurinn ber nafn af og litlu síðar blasir við augum nýtízku verzlunarhús ofan við veginn, undir brattri fjallshlíð. Hér heitir Skriðuland og þar er heimili og aðsetur Kaupfélags Saurbæinga. Hér er um að ræða eitt af minni félögunum, en engu að síður mjög merkilegt félag og nú fyrir skömmu síðan náði það þeim áfanga að hafa starfað í sex áratugi. Félagssvæðið er Saurbæjarhreppur og nokkrir bæir úr Skarðshreppi. Á þessu svæði teljast vera 40 búendur, en félags- menn eru 86. Vestan við Skriðuland breikkar sveit- in enn. Þar eru vegamót og liggur önnur leiðin vestur með fjallinu og inn með Gilsfirði. Þar er á kafla bratt í sjó fram og vegurinn liggur eftir fjörunni og fer hann í kaf um háflæði. Nokkru innar með firðinum er sá kunni bær, Ólafs- dalur. Þar er mjög þröngt. há fjöll fyrir öllum áttum nema norðvestri. Þar er op- ið út á Gilsfjörðinn. Ólafsdalur er nyrzti bær á félagssvæði kaupfélagsins. Þar stendur stórhýsi, sem Torfi reisti um 1880. Hann fór þá sjálfur til Noregs og keypti viðinn og fékk skip með hann í Gilsfjörð. Búnaðarskólinn varð mjög kunnur, enda var liann hinn fyrsti þeirrar tegundar hér. Komu í þá tíð ýmsar nýj- ungar frá skólanum í Ólafsdal til hags- bóta fvrir íslenzkan landbúnað, sem þá bjó eingöngu að frumstæðum verkfær- um. í Ólafsdal er allt með svipuðu sniði og á síðustu árum Torfa, nema þar stendur dráttarvél á hlaðinu og framan við bæ- inn hefur Torfa og konu hans verið reist minnismerki. Rögnvaldur bóndi í Ólafs- dal segir, að Torfi hafi verið búinn að slétta allt og rækta, sem tök hafi verið á og það sé litlu við að bæta. Það er annars merkilegt, að Torfi skyldi velja fyrir skólasetur þessa jörð, þar sem ræktunarskilyrði eru mjög tak- mörkuð, fremur en til dæmis einhverja af hinum grösugu jörðum í Saurbænum. Engu að síður er starf Torfa í Ólafsdal stórmerkilegt og hans verður ævinlega minnzt sem mikils brautryðjanda. Salthólmavík er niðri við sjó, skammt frá Tjaldanesi. Þar hefur Kaupfélag Saurbæinga lengst af haft aðsetur, en margra hluta vegna var í það ráðizt. að flytja verzlunarhúsið upp að vegamót- unum við Skriðuland. Lendingarskilyrði voru mjög erfið í Salthólmavík og raunar ekkert reynt að nota þau upp á síðkastið. Þó að félagið ætti þar nokkurn landskika og íbúðar- hús, varð það þyngra á metunum að flytja verzlunarstaðinn nær miðju sveit- 4 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.