Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 25
Landbúnaðarsýningin á Selfossi Búnaðarsamband Suðurlands varð 50 ára á þessu ári og efndi til landbúnaðarsýningar á Selfossi í því tilefni. Sýningin tókst með ágætum og sóttu hana alls um 17 þúsund manns. Ýmis fyrirtæki, sem framleiða eða verzla með landbúnaðartæki, áttu deildir á sýningunni. Véladeild SIS átti þarna mjög myndarlega véla- og verkfærasýningu. Á efstu mynd- inni t. v. sjást heimilistæki frá Véladeildinni. Þar er hægra megin sjálfvirk Westinghouse þvottavél og þurrkari við hliðina. Opni kassinn er frystikista, þar sem frysta má marga kjötskrokka og hvaðeina ann- að. Á myndinni þar fyrir neðan sjást sýningargestir skoða Massey-Ferguson dráttarvél með jarðtætara. Næst neðst sést yfir sýningarsvæðið með Selfoss- kauptún í baksýn. Efst t. h. er mynd af sýningu Iðnaðardeiklar SÍS: Framleiðslu- vörur Fataverksmiðjunnar Heklu. Á landbúnaðarsýningunni var aff sjálf- sögffu sýnt búfé. Þaff voru affeins úrvals- gripir og hér er einn þeirra: Gylta meff grísi. — Til vinstri: Massey-Ferguson dráttarvél meff snjóbeltum af sömu gerff og Hilary notað á Suðurskautinu. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.