Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 13
Herra Gene Folck, bóndi í Springfield, Ohio, í Bandaríkjunum, hagar hey- skapnum á nokkuð annan hátt en venju- legt er. í staðinn fyrir að bera áburð á tún og slá það, hefur Folck bóndi heii ósköp af hillum í fjósinu. Á þessum hill- um hefur hann grunna bakka. í bakk- ana blandar hann áburðarlegi, sem sam- anstendur af köfnunarefni, fosfór og pó- tassíum og nokkrum öðrum efnum. Á hverjum degi sáir hann nokkrum pund- um af spíruðu fræi í einhverja af bökk- unum og eftir sex daga eru 5 pund af fræi orðin að 25—35 pundum af ein- hverskonar fóðrL Hiti flýtir að sjálf- sögðu fyrir gróðrinum og sömuleiðis birta. Folck bóndi hefur flúrósent ljós í hillunum. Þetta kemur að sérstökum notum, þar sem hagar eru af skornum skammti og sumarið stutt, segir hann, og hillurnar taka mjög lítið pláss. Þessi að- ferð ætti að vera jafngóð, hvar sem er í heiminum og Folck hefur komið því svo haganlega fyrir, að hann kemst af með hálftíma vinnu á dag við fóður- framleiðsluna. H A G A R Á H I L L U M farið svo burt héðan að ég launi ekki með einhverju lítilræði. því svona yndislegar viðtökur fær maður ekki á hverju strái, og síðan leysti hún af sér þessa dásam- legu svuntu sem tilheyrði þjóðbúningn- um og rétti gömlu konunni. Þú þyggur þetta væna mín þó lítið sé. Ég á nú ekkert orð, leysir hún ekki af sér svuntuna og gefur mér, sagði gamla konan og starði gapandi á þennan dýr- lega dúk eins og æskudraumur hennar hefði skyndilega rætzt, sagði svo: Nei, ég á þetta ekki skilið. Láttu nú ekki svona góða mín, sagði frúin, tók svuntuna úr höndum gömlu konunnar og batt utan um hana. Svona. Ja, þú kemur mér í laglegan vanda. sagði konsúllinn og brosti fagurlega, aldrei veit maður uppá hverju kvenfólk- ið tekur, en þú skalt samt ekki leika á mig, bætti liann við eins og Iangreyndum stjórnmálamanni sæmdi, dró úrið sitt úr vestisvasanum og rétti bónda, að vísu ekki gullúr en laglegt samt. Þetta er mér ómögulegt að þiggja, sagði gamli maðurinn, en sá sem aldrei hefur haft efni á því að kaupa sér slík- an grip lítur hann hýru auga hvað sem varirnar segja. Jú, þú gerir það fyrir gamlan kunn- ingja, sagði konnsúllinn og sló létt og vel á öxl gamla mannsins. Þetta er aðeins lítill vottur þess hug- arþels sem við berum til vkkar. sagði frúin, en fvrir alla guðslifandi muni látið ekki neinn vita um þetta lítilræði, en það er svona þegar tilviljunin ræður, þá verð- ur maður að grípa til þess sem er hendi næst. Og svo ætla ég að athuga þetta með Kvenfélagið. Síðan kvöddu konsúlshjónin með ein- stakri hlýju og söknuði og héldu í bílinn. Það stóð heima, hann var orðinn sem nýr og þaut þegar af stað eftir veginum og hvarf bak við næsta leiti, en eftir stóðu gömlu hjónin á hlaðinu með sinn dýrgripinn hvort. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.