Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 6
Aðsetur Kaupfélags Saurbæinga var nýlega flutt frá Salthólmavík að Skriðulandi, uppi við þjóðveginn. Þar var byggt nýtt verzlunarhús og sést það hér á myndun- um. Það er, eins og sjá má, í nútímastíl, allt á einni hæð og vel skipulagt. Neðri myndin er úr sölubúðinni. Skúli Norðdahl arkitekt teiknaði húsið. inga. Húsinu fylgir 1 ha. eignarlóð úr landi Máskeldu. Aðrar eignir Kaupfélags Saurbæinga eru íbúðarhús kaupfélagsstjóra að Ásum við Salthólmavík ásamt 10 ha. af Iandi, sem að nokkru er ræktað. Þar á kaup- félagið einnig vörugeymslu, sláturhús og þrjá báta. Tveir þeirra voru notaðir til uppskipunar og auk þeiiTa var einn mótorbátur. Nú er í ráði að selja þá, vegna þess, að bryggjugerð í Skarðsstöð gerir að minnsta kosti óþarft að eiga þá alla. í Skarðsstöð var byrjað á bryggju fyr- ir tveim árum og nú er hún hálfgerð eða rúmlega það. í vor sem leið var skipað þar upp sementi og timbri úr millilanda- skipum, bæði fyrir Kaupfél. Saurbæinga og Kaupfél. í Króksfjarðarnesi. í Skarðs- stöð er ætlað að verði útflutningshöfn fyrir Dalasýslu. Kaupfélagið á stóran Henchel-vöru- bíl og með honum eru mikið til allar vörur til félagsins fluttar. Svínadalur verður oft ófær og þá er vegurinn rudd- ur, ef bíllinn þarf að komast eftir nauð- synjum. Aftur á móti er leiðinni yfir Bröttubrekku yfirleitt haldið opinni. Gamla búðin í Salthólmavík var rifin í sumar. Hún var byggð 1914. Á sínum tíma var það gott hús, en óupphitað og þess vegna var erfitt að geyma i því vörur. Timbrið úr húsinu verður að nokkru leyti notað til að byggja gevmslu yfir sekkjavöru á Skriðulandi. I Salt- hólmavík á félagið einnig verkamanna- hús, sem notað er til þess að hýsa menn í sláturtíð. Guðmundur Hjálmarsson, kaupfélagsstj. Páll Theódórs, Stórholti, formaður K.S. Lárus Daníelss., Fr.-Brekku, í stjórn K.S. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.