Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 8
Ólafur Skagfjörð: Afmæliskveðja til Kaupfélags Saurbæinga 60 ára Lifandi orð í ljóð og sögu listaskáldin frónsku ríma í sagna þætti af hetjum horskum, er hrundu oki fyrri tíma verzlunar af vandamálum, er véla-prettum útlendingar beittu þjóð þá engin átti orku og dáð til leiðréttingar. Hæst þar ber í muna manna minning tveggja landsins sóma. Torfa og Skúla, er fyrstur færði falskan her til réttra dóma. Þá lyftu nýir lausnar tímar lifandi mætti’ í þjóðar anda. Og íslendingar einir tóku alla verzlun sér til hand. Tímar líða, Iandsins verzlun Iýðnum veitti misjöfn kjörin. Gekk þá fram og fylkti liði frömuður mennta og veitti svörin: Standið bændur einn með öllum eigin verzlun sjálfir byggið. Samvinnunnar sæmdar-merki setjið hátt og arðinn tryggið. Saman tengd var hönd og hugur. Hugsjón brást ei kempan slinga. Riddarans að ráði og snilli reis upp verzlun Saurbæinga. Hús var byggt við breiðan ægi. Búin skeið um eyjasundin fögur skreið með vöru og varning. Var þá leið til bjargar fundin. Þó svalur blési af sumum áttum svaraði stjórnin hvössum rómi. Saurbæingar saman standa og sinna ei neinum sleggju-dómi. Því hefur staðist strauma tímans. Stöðvað föll og sigur hlotið. Og margur hefur munnur svangur mildi þinnar stjórnar notið. Þá kveikt var ljós í hverjum ranni. Kvöldið varð að björtum degi. Um sextíu ár þau lýstu, og loga, nú ljóma slá á nýja vegi, er flytur byggð frá höfn og hafi að hlíðarrótum tignra fjalla. í nýjan skrúða, að nafni breyttu, njót þú heill um framtíð alla. Ólafur Skagfjörð, bóndi í Þurranesi. bæjarhrepp. Fyrir nokkrum árum seldi hreppurinn allar jarðirnar ábúendum þeirra, og eru þær nú allar í sjálfsábúð og þar með lokið margra alda lands- drottnakúgun. Þess sést ekki getið í gömlum heim- ildum að verzlunarstaður hafi verið í Saurbæ. Allt til ársins 1S86 að Verzlun- arfélag Dalamanna var stofnað, var því öll verzlun úr þessu byggðarlagi rekin á fjarlægum verzlunarstöðum, Stykkis- hólmi, Flatey á Breiðafirði og Borðeyri við Hrútafjörð. Til Flateyjar varð að- eins komizt sjóleiðis, en til Stykkishólms mátti fara landleið út Strandir að Kross- sandi og fá þaðan flutning á sjó til Stykkishólms, sem oftast mun hafa ver- ið frá Dagverðarnesi, Fremri-Langey eða Arnarbæli. Til Borðeyrar var landleið farin. Munu þá oft hafa verið farnar Sölvamannagötur upp úr Svínadal um Gaflfellsheiði til Hrútafjarðar. Sagt er að Sölvamannagötur beri nafn af sölvaflutn- ingum Hólabiskupa, því að Hóladóm- kirkja átti ítak í sölvafjöru fyrir Tjalda- neslandi. í hvern þessara staða, sem far- ið var, var um langar og torsóttar leiðir að ræða. A Skarðsströnd gat oft verið tor- sótt yfir ár í miklum vatnavöxtum, því að straumharðar og illar yfirferðar gátu þær Skarðsstrandarár verið, í miklum vatnavöxtum, sem oft vill bera við bæði vor og haust. Var því oft gripið til þess ráðs, að fara fjörur, en til þess varð að sæta sjávarföllum, því að aðeins verður farið um fjörur um lágsjávað, en á fjör- unum eru árnar oftast færar. þó að ófær- ar séu með lest hið efra. Til Flateyjar var aðeins sjóleiðin um hinar vandrötuðustu leiðir um Breiða- fjörð. Oft getur verið vont í sjó á þess- ari leið og víða harðir straumar og rast- ir. Oftast munu bændur hafa sameinazt um þessar ferðir og fengið til þeirra sem stærsta báta sem völ var á. áttæringa eða teinæringa. Jón Einarsson, er lengi var fiskiskip- stjóri frá Bíldudal, var eitt sinn nokkru fyrir 1880 staddur inni á höfninni í Flat- ey með skip sitt. Kom þá til hans Torfi Bjarnason, er þá bjó í Ólafsdal. með hlaðinn áttæring af vörum. Var erindið að biðja Jón að lána sér yfirbreiðslur yfir vörurnar í skipinu og fá því lagt aftur af skipi Jóns og í hans umsjá og varðveizlu um nóttina, þar sem veður hamlaði að þá þegar yrið lagt af stað. Tók Jón skipið til varðveizlu, og fór vel um vörurnar, enda var Jón hinn mesti hirtnismaður og ágætur sjómaður. Um morguninn snemma næsta dag, vatt Torfi sér upp á þilfar skipsins og þakk- aði Jóni fyrir hjálpina og vildi greiða fyrir. „Svona smágreiða erum við Vest- firðingar ekki vanir að selja“, sagði Jón. Þá er engin borgun var þegin skundaði Torfi ofan í bát sinn og sótti þangað tvær rommflöskur og færði Jóni og skips- höfn lians. Var það vel þegið, og kvödd- ust þeir Jón með virktum og sáust aldrei síðan. A þessu má sjá að ærið langsótt hefur verið í kaupstaðinn í þá tíð úr Saurbænum. Eins og áður hefur verið getið um, var Verzlunarfélag Dalamanna stofnað árið 1886. Var þetta æði umfangsmikið, náði yfir alla Dalasýslu meiri part Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu, Austur-Barða- strandarsýslu, Strandasýslu og Vestur- Húnavatnssýslu. Félag þetta bætti mjög hag almennings, og hafði mikil áhrif í þá átt að efla allskonar samtök. Upp- runalega var til félagsins stofnað vegna sauðasölunnar til Englands. En er tók fyrir sölu lifandi fjár dróst félagið smátt og smátt saman, enda þá komið í tals- verðar skuldir við L. Zöllner, stórkaup- mann, er var umboðsmaður þess og að- alveltufjárveitandi. Skipulag og starfs- hættir Verzlunarfélags Dalamanna voru þannig, að eigi var að búast við að slikt skipulag yrði til frambúðar. En þótt þetta mikla félagsbákn liðaðist sundur að lok- um, þá er vist að starfsemi þess hefur haft geysimikla þýðingu til eflingar fé- lagshyggju og sjálfsbjargarhvatar al- mennings. Enda má svo heita, að á stór- um svæðum í þessum héruðum sé nú ekki lengur um kaupmannaverzlun að ræða, svo teljandi sé. En fvrir stofnun þess var, sérstaklega í héruðunum í kringum Breiðafjörð algjör einokun kaupmannanna. A félagssvæði þessara miklu félags- samtaka eru nú starfandi 11 kaupfélög, og sum þeirra allstór. Það má því segja að jarðvegurinn hafi verið allvel undir- (Frh. á bls. 27). 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.