Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.09.1958, Blaðsíða 5
arinnar. Þar að auki er nokkur ferða- mannastraumur um Vesturlandsveginn og nýtur kaupfélagið góðs af því þar sem það er nú, en annars ekki neitt. Ekki voru allir á einu rnáli um flutninginn. Það er eins og vanalega, þegar þarf að breyta rótgrónum hlutum. Nú eru hins- vegar flestir ánægðir með breytinguna, þegar hún er um garð gengin. RÆTT VIÐ FORMANNINN. A sléttlendinu vestur af Skriðulandi er Stórholt og mér er sagt, að þar búi for- maður kaupfélagsins, Páll Theódórs. Hann tók við af Þórólfi í Fagradal, sem sagði af sér í vor eftir að hafa verið for- maður samfleytt í 14 ár og alls í 16 ár. Páll kveðst vera fæddur þar í Stórholti 1919 og alltaf hafa átt þar heima. Hann er bróðursonur Péturs Theódórs, fyrrum kaupfélagsstjóra á Blönduósi, en Guð- mundur faðir Páls var um tíma kaup- félagsstjóri á Salthólmavík, en bjó þó alltaf í Stórholti. Páll tók við búi 1943. Hann segir, að jörðin sé ein hin bezta þar í sveitinni. Þeir voru komnir með 380 fjár eftir fyrri niðurskurðinn og nú er það orðið 280 eftir þann síðari. Meðalvigt dilka hefur verið um 15 kg. Páll segir, að bændur þar hafi byrjað á mjólkursölu í fvrra og nú sé mjólkin flutt á hverjum degi alla leið í Borgarnes. Það sé langur flutning- ur og ákaflega dýr. Hinsvegar vanti sumarbeit fyrir féð, afréttarlönd séu léleg, en heimalönd of létt til beitar. Þess vegna telji menn mjólkursöluna þýðingarmikið atriði. Nú taki menn almennt allan heyskap á rækt- uðu landi og ræktun fari mjög vaxandi. Dráttarvélar eða bílar séu nú nálega á hverjum bæ og sumstaðar hvort tveggja. Um flutninginn á kaupfélaginu sagði Páll, að hlotið hefði að koma að því fyrr eða síðar að skipt yrði um stað. Enda hefði mikill meirihluti verið fylgjandi því á almennum fundi, sem haldinn var um málið. EIGNIR KAUPFÉLAGSINS OG REKSTUR. Nýja verzlunarhúsið að Skriðulandi er ein hæð 166 fermetrar að flatarmáli. Hús- ið er teiknað á teiknistofu SÍS, en fé- lagsmenn í kaupfélaginu hafa að mestu leyti byggt það sjálfir. Yfirsmiður var Gestur O. Gestsson úr Flatey. í húsinu er sölubúð, skrifstofur, vörugeymslur og aðstaða til að taka á móti ferðamönn- um. Innréttingar í búðinni eru smíðaðar á trésmíðaverkstæði Kaupfélags Arnes- Séð inn Hvoldal í Saurbæ. Bærinn, sem sést á myndinni heitir Saurhóll og þar er talið að landnámsmaðurinn hafi búið. SAMViNNAN Ólafsdalur í Gilsfirði. Þar hélt Torfi Bjarnason hinn fræga búnaðarskóla og hann var til húsa í þessari byggingu, sem Torfi reisti árið 1880. Hvítidalur í Saurbæ. Þar átti Stefán skáld heima um tíma og kenndi sig við bæ- inn æ síðan. Annars bjó Stefán lengst af í Bessatungu, innar í dalnum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.