Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Side 2

Samvinnan - 01.03.1964, Side 2
Minnismerki Hailgríms Péturssonar, gert af Einari Jónssyni, mynd- höggvara. Ljósm.: Þor- valdur Ágústsson. Samvinnan MARZ 1964 — LVIII. ÁRG. 3 Útg.: Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaðu.r: Páll H. Jónsson. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. 2. Raunsæi og bjartsýni, Páll H. Jónsson. 3. Til Ragnheiðar Bogadóttur, kvæði eftir Sigurð Breiðfjörð. Nokkur orð um kvæðið og skáldið, Sveinbjörn Beinteinsson. 4 1 Iallgrímur Pétursson, grein af tilefni 350 ára afmælis sálmaskáldsins, eftir Jónas Jónsson. 6. Undur veraldar: Pýramídar Egypta- Iands. 8. Vísindi hellenismans, önnur grein, Guðmundur Sveinsson. 9. Krossgátan. 11. Kveðið á skjáinn. 12. Samyrkju- og samvinnubú ! ísrael, eftir Sigurð Einarsson í Holti, fyrsta grein. 14. Rekkjunautar, smásaga eftir Friðjón Stefánsson. 16. Rússar í vesturvíking, Dagur Þorleifs- son. 19. Þriðja bréf til æskufólks: Sýnin í Guð- brandsdal, Páll II. Jónsson. 28. Af erlendum vettvangi: Viðsjár í Austur-Afríku. 29. Minningarorð um Ingimund Arnason, Páll H. Jónsson. Horfst í augu, ljóð eftir Sigurð Ein- arsson í Holti. 30. Spámenn og spekingar: Karl Bartb Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambands- búsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími er 17080. Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00. Gerð myndamóta annast Prentmót hf. Prentverk annast Preutsmiðjan Edda h.f Raunsæi og bjartsýni Hver sá, sem reynt hefur að hlusta á raddir stjórnmálamanna og félagslegra leiðtoga undanfarna marga mánuði, hefur ekki komizt hjá að draga af þeim nokkurn lærdóm um efnahagsástand, íjármál og verzlunarmál. Sannleikurinn er sá, að þjóðin á nú að búa við margs konar fjárhagslega örðugleika, og á það jafnt við um sjálfan ríkissjóð, félagssamtök og einstaklinga. Samvinnan mun leiða hjá sér að taka þátt í umræðum um það, hvað sé hverjum að kenna af því sem aflaga er gengiö, heldur reyna að ræða hlutina eins og þeir liggja fyrir á því sviði, sem ritinu er markaður bás. Hin fjölmennu og þýðingarmiklu félagssamtök, kaupfélögin, eiga nú við mjög mikla fjárhagserfiðleika að etja. Hin gífurlega dýrtíð og brennandi þörf fólksins, einkum bændanna, til aukinnar framleiðslu og af þeim sökum meiri og stærri bygginga og fullkomnari vélakosts, hefur gert það að verkum, að alltaf hefur orðið erfiðara og erfiðara við hvert uppgjör, að láta endana ná saman, standa í skilum með nauðsynlegar greiðslur og forðast verzlunarskuldir. Hin gjörbreyttu viðhorf i búskapnum, þar sem rekstrarfé er orðin undirstaða alls búskapar annars vegar, en skortur á tiltækum og viðráðanlegum rekstrarlánum hins vegar, hafa átt stóran hlut að erfiðleikunum. En þótt framleiðslunni sleppi, á hið svonefnda launafólk fullerfitt með að láta daglegar tekjur hrökkva fyrir daglegum útgjöldum, hvað þá meira. Eins og nú standa sakir er þetta regla, þótt til séu undantekningar. Þegar staðreyndir blasa við, er hið eina viturlega ráð að viðurkenna þær og sé um erfiðleika að ræða, að ráðast þá gegn þeim með hverju því móti er tiltækt þykir og sæmir. Kaupfélögin hafa verið þýðingarmikill þáttur í lífi fólksins í landinu í áttatíu ár. Þau hafa notið góðæris þegar gafst og goldið hallæris, þegar yfir gekk. Við- skiptakreppur hafa þjakað þau, eins og allt landsfólkið, þegar við þær var að búa. Hagstætt verzlunarárferði hefur orðið þeim lyftistöng, ef um það hefur verið að ræða. Víst er um það, að samvinnufélögin hafa fyrr séð syrta í álinn. Fjárhags- erfiðleikar og viðskiptakreppur eru ekki nýtt fyrirbrigði og eru þær að vísu ekki léttbærari fyrir það eitt. Hins vegar er reynzlan til þess að læra af henni og þess vegna er ekki úr vegi að horfa til þess tíma, sem var og hugleiða, hvernig fyrr hefur verið brugðist við vandanum. Heimsstyrjöldin fyrri var harður skóli. Sú kennslustund hófst með batnandi verzlunarárferði fyrir íslenzkan landbúnað. Verð á framleiðslunni stórhækkaði og var hæst í stríðslok og næsta ár á eftir. Vitrir menn sáu, að svo mundi ekki lengi standa. Þeir vöruðu við hættunni. Fáir gáfu hins vegar orðum þeirra gaum. Bændur stækkuðu bú sín eftir megni, svo dæmi sé tekið, til þess að hafa í fram- tíðinni meira og meira innlegg á hinu hagstæða verði. Svo kom afturkastið, með skyndilegt og gífurlegt verðfall, skuldir söfnuðust og urðu lítt viðráðanlegar. Þetta kom mjög hart niður á kaupfélögunum þá, eins og að vísu mörgum fyrirtækjum öðrum. Skyndilega stóðu menn frammi fyrir staðreyndum, sem ekki varð undan vikizt. Og hvað var til ráða? Dæmi skal tekið af einu kaupfélagi. Flestir félagsmenn voru bændur í góðri sveit. Kaupfélagsstjórinn hafði varað við hættunni, en fékk ekki við ráðið í tíma. Þegar til alvörunnar kom tók hann til sinna ráða. Hann kvaddi stjórnina til fundar. Skipulögð var sókn um allt félagssvæðið. Hún fór fram með fundahöldum meðal félagsmanna, en ekki var við það látið sitja: kaupfélagsstjórinn og trún- aðarmenn hans gerðu sér ferð heim til manna og ræddu málin. Á fundunum og í einkasamtölum var sýnt fram á, að ekkert gæti nú bjargað frá félagslegu hruni og frá örbirgð fjölda heimila, nema sameiginlegt stórt átak. Menn skildu, að ekki var unnt að eyða meiru en aflaðist. En það hrökk ekki til, verzlunarskuldirnar, sem safnast höfðu varð að greiða. Fyrr en svo væri gert, urðu hlutaðeigendur ekki frjálsir menn. Kaupfélagsfólkið skildi, að félag þess var í voða og það vissi af langri reynslu, að án þess mátti það ekki vera. Það vissi líka af langri reynslu hverrar kynslóðar af annarri hvílíkt böl skuldabyrðin var. Og kaupfélagsstjóranum og trúnaðar- mönnum hans tókst að tala kjark og áhuga í félagsmenn, jafnt konur sem karla. Fólkið skildi, að félaginu yrði ekki bjargað og efnahag þess sjálfs ekki séð far- borða, eins og komið var, nema með miklum fórnum. Stórum minnkandi tekjum varð að mæta með minni eyðslu. Og meira en það. Hinar litlu tekjur urðu einnig að hrökkva til þess að greiða áfallnar skuldir. Á ótrúlega stuttum tíma gerðist kraftaverk í þessu héraði. Almenn vakning fór um félagssvæðið, lífguð og studd af ráðum og dáð leiðtoga, sem hvort tveggja hafði til að bera. Samið var um skuldirnar og ekki stofnað til nýrra. Fólkið leið enga neyð, en neitaði sér þó um margt það sem óskir og jafnvel þarfir stóðu til. Sigur vannst. Margt er ólíkt um þetta dæmi og það sem nú er. Einkum gerir hin brennandi 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.