Samvinnan - 01.03.1964, Side 4
Jónas Jónsson frá Hriflu
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
um gerði Jónas Jónsson, fyrr-
verandi ritstjóri Samvinnunnar
það fyrir sitt gamla rit, að
skrifa grein um Hallgrím. Með
þessu vill Samvinnan minnast
og minna á sálmaskáldið, sem
enn þann dag í dag, 350 árum
eftir að það fæddist, er á per-
sónulegri hátt bundinn næstum
hverjum einasta Islendingi,
heldur en nokkurt skáld annað.
Tæpast finnst eitt einasta barn,
sem ekki kemst á einhvern hátt
í snertingu við sálmavers Hall-
gríms í frumæsku, og næstum
hver einasti karl og kona eru
kvödd hinstu kveðju með orð-
um hans, þrungnum andagift,
skáldlegri speki og trú. Og
sannast sagna er það, að á mis-
munandi langri leið á milli
þessara tveggja höfuðskauta
mannsævinnar, svífur andi
Hallgríms Péturssonar, og
snertir menn, hvort sem þeir
vilja eða vilja ekki, hvort sem
þeir trúa eða trúa ekki. Hann
er staðreynd í lífi þjóðarinnar.
P.H.J.
Þegar liðnar voru þrjár
aldir frá fæðingu Hallgríms
skálds Péturssonar, orti
Matthías Jochumsson um
hann það eftirmæli, sem bezt
hefur verið gert um nokkurn
íslenzkan mann. Vel fór á
því. Fram að þeim tíma hafði
skáldið í Saurbæ verið mest
trúarskáld íslendinga um
marga áratugi. Nú var Matt-
hías Jochumsson á bezta
aldri, fullur af orku og skáld-
legri andagift. Hann var að
setjast við hlið Hallgríms
Péturssonar sem annað trú-
arskáld íslendinga. Ekki er
þar um að ræða keppni milli
jafningja eins og bezt sést á
1 þessum mánuði er þess
minnst, að 350 ár eru liðin frá
fæðingu Hallgríms Péturssonar.
Fæðingardagurinn er ekki
kunnur, en fæðingarárið ekki
dregið í efa.
Samvinnunni þykir hlýða, að
helga með nokkrum hætti
minningu sálmaskáldsins hluta
af þessu hefti. Þess vegna var
farið til ekkju Einars Jónsson-
ar myndhöggvara, frú Önnu
Jónsson, og fengið Ieyfi hennar
til þess að taka ljósmyndir af
tveimur listaverkum manns
hennar, Minnismerki um Hall-
grím Pétursson; er mynd af því
á forsíðu, og andlitsmynd af
skáldinu. Fengin var til birt-
ingar mynd af líkani Hall-
grímskirkju, sem verið er að
reisa á Skólavörðuhæð, eftir
teikningu Guðjóns Samúels-
sonar, húsameistara og að lok-
Lágmynd af Hallgrími Péturssyni, gerð af Einari Jónssyni. Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson.
4 SAMVINNAN