Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.03.1964, Qupperneq 6
UNDUR VERALDAR Pýramídarnir vi® Giza. Fjærstur er Keopspýramídinn, sem er stærstur þeirra, næstur honum pýramídi Kefrens og Ioks pýramídi Mykerínosar. Smápýramídarnir, sem einnig sjást á myndinni, voru ætlað'ir ættingjum faraóanna. Ekkert hinna sjö furðuverka fornaldar hefur komið ímynd- unarafli manna á aðra eins hreyfingu og pýramídinn mikli við Giza í Egyptalandi, er Keops kóngur lét byggja nálægt 2580 Kefren kóngur, sem byggja lét næststærsta pýramídann við Giza. Hann ber gerviskegg fyr- ir helgisiðasakir, og við hnakka hans situr Hórusfálki, sem verndar hann með vængjum sínum. Myndin er af styttu úr svörtum díorit, sem fannst árið 1858. árum fyrir Krists burð, enda er hann hið eina þeirra, sem cnnþá er varðveitt. Slíkt ó- grynni furðusagna hefur skap- ast utanum þetta kostulega steinbákn, að sjálfar hinar nöktu staðreyndir varðandi það hafa að vissu marki orðið að þoka í skuggann. En jafnvel þótt við aðeins höldum okkur við staðreynd- irnar, er pýramídinn sá arna ennþá stærsta bygging heims- ins af þeim, er reistar hafa verið sem minnismerki. Þessu sæti heldur hann ennþá, enda þótt hann í hundruð ára hafi jafnframt verið nytjaður sem steinnáma af landsins börn- um, sem sótt hafa í hann grjót í óteljandi moskur, hús, brýr og múra á gervöllu Kaírósvæðinu. Til að gera sér stærð þessa risavaxna minnismerkis betur ljósa, hafa menn oftlega brugð- ið upp ýmsum misjafnlega vel heppnuðum samlíkingum. Til dæmis kvað hafa verið reikn- að út, að pýramídinn gæti rúmað dómkirkjurnar báðar í Flórens og Mílanó, auk Pét- urskirkjunnar í Róm, West- minster Abbey og Sánkti Páls- kirkjunnar í Lundúnum. í sinni upprunalegu hæð gnæfði hann ofar öllum byggingum veraldar, að dómkirkjunni i Köln undanskilinni. Samkvæmt mælingum þeim, er J. H. Cole gerði á pýramíd- anum 1925, var hann uppruna- lega 147 metra hár, og hver hinna fjögurra hliða er 230 metra við grunninn. Þær eru miðaðar við heimshornin fjög- ur, og skakkar þar furðulega litlu á réttar mælingar, þegar höfð eru í huga þau frum- stæðu verkfæri, sem menn á þeim tímum höfðu til þess háttar starfa. Hafa það verið mjög svo einföld tæki, gerð með tilliti til stjarnfræðilegra athugana, en engu að síður hefur mönnum tekist að ná hornum pýramídans fullkom- lega vinkilréttum. Á álíka einfaldan hátt hefur hinum forn-egypsku byggingameistur- um tekist að fá grunnflötinn því sem næst láréttan, svo að suöausturhornið liggur aðeins hálfum þumlungi hærra en norðvesturhornið. Þá hefur sú niðurstaða feng- ist með útreikningum, að í pýramídann hafi farið um 2.300.000 steinblakkir, að með- altali 2V2 tonn að þyngd. Ein- staka hellur eru þó auðvitað miklu þyngri, allt upp í 50 tonn. Þetta er þó ekkert hjá sumum þeim völum, sem fóru í pýramída Mykerínosar, en þær stærstu þeirra vega allt að 200 tonnum. Grikkinn Heródót, sem skráði fyrstu mannkynssöguna, segir að 400.000 manns hafi verið 20 ár að byggja pýramídann handa Keops, en þar ýkir hann líklega sem oftar. Að vísu get- ur árafjöldinn staðist, en hitt er talið ólíklegt, að konungur hafi þurft nema svo sem 100.000 verkamenn til að ljúka smíðinni á þeim tíma, og hafi þeir jafnvel aðeins verið við verkið nokkurn hluta ársins. Mestur hluti kalksteinsins, sem notaður var í pýramídann, var sóttur í steinnámur í Mo- kattamfjöllum á austurbakka Nílar. Þar voru steinblakkirn- PÝRA- / ar, að því er talið er, losaðar úr bjarginu og tilhöggnar í hleðsluna, númeraðar, hífaðar með frumstæðum lyftistöng- um upp á trésleða, dregnar á þeim niður að Níl og fluttar yfir hana á bátum eða flekum. — Toppur pýramídans og klæðningin í ganga hans og herbergi var hins vegar úr granít, sem sótt var í námur við Assúan, næstum þúsund kílómetra suðurfrá. Lítt er nútímamönnum kunn- ugt um þær aöferðir, sem bygg- ingameistarar faraóanna not- uðu tilað koma níðþungum steinblökkum upp á pýramíd- ann og á sinn stað í hleðsl- unni, en helzt er talið að þeim hafi verið velt upp aflíðandi halla úr leirsteini, sem hrúg- að var upp við eina hlið pýra- mídans. Auðséð er að við byggingu Keopspýramída hefur verið vandlega fylgt fyrirfram gerðri áætiun, að minnsta kosti hvað ytra borð hans snertir. En um herbergin inni í honum gegnir öðru máli. Upphaflega hefur grafhvelfingin aðeins átt að vera ein, og henni þá komið fyrir undir grunninum, enda er þar að finna herbergi, sem Elzti pýramídinn er tröppupýramídinn svokailaði við Sakkara, byggður fyrir Djoser kóng um 2700 árum fyrir Krists burð. Hann er milliliður í þróuninni frá minni grafhýsum til hinna eiginlegu pýramída. 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.