Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Side 7

Samvinnan - 01.03.1964, Side 7
Gæsirnar frá Medum skammt frá Kaíró, óvenjulega lifandi og fallegt málverk frá timum Gainla ríkisins egypska, en á þeirri tíð' voru stærstu pýramídarnir byggðir. Málverkiff fannst í gröf hefffarkonu nokkurrar. EGYPTA- LAHDS aldrei hefur verið fullgert. Því áður en svo varð, var bygging- aráætluninni breytt, og hafist handa um byggingu nýs her- bergis í miðbiki pýramídans. Það varð þó aldrei fullgert heldur, en er samt kallað því virðulega heiti Drottningar- herbsrgið. Þriðja vistarveran í pýramídanum er geysistórt herbergi, nærri 47 metra langt og átta og hálfs metra breitt, en hæðin til lofts er allt að níu metrum. Frá þessum mynd- arlega sal liggur þröngur Hinn frægi Sheik-el-Beled (þorpsfógetinn effa yfirprest- urinn). Þessi tréskurðarmynd er eitt kunnasta listaverkiff, sem varffveitt er frá tímum Gamla ríkisins egypska. Hún fannst í gröf einni viff Sakkara. gangur til hinnar eiginlegu grafhvelfingar, sem er 10.47 x 5.23 m. að stærð, og lofthæð 5.82 metrar. Til þess að létta þunganum af þaki grafhvelf- ingarinnar, hefur verið komið fyrir ofan við hana fimm skil- rúmum úr granít, og er þak fjögurra hinna neðstu flatt, en hins efsta vafflaga. Útbúnaði þessum er komið fyrir af því- líkri snilld, að einsdæmi þykir í sögu byggingalistarinnar. — Líkt og flestar aðrar forngraf- ir hefur Keopsgröf verið rupl- uð þegar í fornöld, og er nú aðeins í henni að finna lok- lausa líkkistu úr granít. Enda þótt hvorki fyrr né síðar hafi verið hörgull á mönnum, sem talið hafa pýra- mída tjáningarform háspeki- legs vísdóms, er fullkomlega ljóst, að þeim var fyrst og fremst ætlað að vera gröf kon- unga, en auk þess hafa forn- fræðirannsóknir sýnt og sann- að, að allir þeir pýramídar, sem enn eru varðveittir, hafa að- eins verið miðdeplar heilla byggingasamstæðna, sem bundin hafa verið hinni kon- unglegu dauðradýrkun. Auk pýramídans sjálfs var þar um að ræða grafarmusteri með görðum og súlnagöngum, upp- hækkaðan og stundum yfir- byggðan veg, sem náði niður að fljótinu og hægt var að flytja lík kóngsins eftir án þess almenningur sæi; sérstakther- bergi neðanjarðar, þar sem aðstaða var til að smyrja lík faraós og veita því annan þann umbúnað, er nauðsynlegur og viðeigandi var talinn; nokkrir litlir pýramídar, er ætlaðir voru kvenfólki úr konungs- fjölskyldunni; sérstakt graf- hýsi, sem geymdi innýfli fara- ós, en þau voru fjarlægð úr líki hans við smurninguna o. fl o. fl. Þessi margbreytilegi arki- tektúr átti sér auövitað langa þróunarsögu að baki. Má vel rekja hana frá tröppupýra- mídanum við Sakkara, sem byggingameistarinn ímhótep reisti fyrir herra sinn, Djoser konung. Þaðan er auðrakin slóðin til risapýramídanna þriggja við Giza, og þaðan til pýramída fimmtu og sjöttu Þar er að finna, skráðan með helgirúnum, elzta texta trúar- legs eðlis, sem til er í heimin- um. Þótt undarlegt mætti heita, misstu faraóarnir áhuga á þessum stórkostlegu dauðra- höllum þegar veldi þeirra var hvað mest, á tímum tuttugustu og áttundu konungsættar. Fyrsti konungur af henni, Amósis, er talinn síðasti fara- konungsættar, sem að vísu eru miklu minni, en þeim mun listilegar skreyttir að innan. óinn, er pýramída lét byggja. Hins vegar gerðist það meira en 800 árum síðar, að núbiskir höfðingjar, nábúar Egypta í suðri, tóku að byggja sér pýra- mídalagaðar grafir í nágrenni borganna Meroe og Napata, og má þar enn sjá töluverðar leif- ar þeirra. Það segir sig sjálft, að þar eð drjúgum hluta af listrænni, tæknilegri og fjárhagslegri orku heillar þjóðar var um meira en þúsund ára skeið var- ið til byggingar svo risavax- inna grafhýsa, hlýtur þýðing þeirra fyrir Egyptana að hafa verið meira en lítil. Enda var trúin á guðlegan uppruna ein- valdanna allt annað en yfir- borðskennd í hugum þeirra, heldur grundvöllur ríkishug- myndarinnar sjálfrar. Ekkert var sparað til að tryggja hin- um sálaða faraó lif hinumeg- in, því aðeins fyrir hans til- stilli gátu þegnar hans gert sér vonir um þvílíkt líf. Pýramídarnir eru þannig fjarri því að vera vitni um stórmennskubrjálæði og hroka þjóðhöfðingja, heldur talandi vitni um trúarlega viðleitni sinna tíma, og þola að þvi leyti samanburð við hinar gotnesku dómkirkjur Evrópu. Þverskurffur af Keopspýramída. Sjást þar öll herbergin, sem getiff er um í greininni, svo og gangarnir milli þeirra. Þeir eru affeins rúmlega meter á hæff. Punktalínurnar tvær niffur í kon- ungsherbergiff tákna loftrásir, sem gerffar voru meff þaff fyrir augum að sál hins andaffa konungs hefffi greiffan aðgang að múmíu hans. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.