Samvinnan - 01.03.1964, Qupperneq 14
Mér er í fersku minni þegar
ég sá hann í fyrsta sinni, þetta
bankaritaraafstyrmi. Þeir komu
til okkar, þar sem við stóðum
þreyttir og úttaugaðir við að-
gerðina eftir langvarandi erf-
iði og vökur, og stikluðu á gljá-
fægðum skóm sínum milli
slorpollanna, tveir uppdubbaðir
ungir menn með hvítt um háls-
inn — hann sonur útgerðar-
mannsins og bankaritari að at-
vinnu, sem var fínt starf, og
frændi hans, einhver náms-
maður, sem var víst aðeins
staddur í plássinu í skemmti-
ferð, svo skemmtilegt sem það
mátti vera að flækjast í þess-
ari sóðalegu verstöð. Þeir, sem
gerðu það af öðru en illri nauð-
syn, hlutu að vera einkennilega
innréttaðir menn, fannst mér
að minnsta kosti. Nú, þessi út-
gerðarmannssonur hafði svo
sem líka átt að verða mennta-
maður. Hann, sem var jafn
montinn og hann var heimskur,
hafði verið rekinn áfram í
skóla eins lengi og nokkur kost-
ur var á, en auðvitað féll hann
á öllum prófum. Og þegar út-
séð þótti um, að hægt yrði að
klína á hann svo miklu sem
stúdentsnafnbót, lá ekkert
annað fyrir en gera hann að
bankaritara.
„Halló strákar! Þeir hafa
svei mér hitt í hann,“ sagði
drengurinn og fleygði hálf-
reyktri sígarettu í hausahrúg-
una. Ætli hann hefði verið al-
veg svona kampakátur yfir, að
þeir skyldu hafa hitt í hann,
ef það hefði verið hann en ekki
við, sem átti fram undan átta
til tíu klukkustunda aðgerð og
nú þegar komið kvöld.
Lotningarfullt bros færðist
yfir andlit landformannsins,
Barátta okkar Magga um hylli Pöllu varð
ce tvísýnni eftir því sem tímar liðu. En ...
Jjað er annars bezt ég skýri frá því, sem síðar
kom á daginn ...
REKKJUNAUTAR
Smásaga eftir Friðjón Stefánsson
næstum eins og hann stæði
frammi fyrir útgerðarmannin-
um sjálfum.
„Já, það er alltaf sami bless-
aður aflinn,“ sagði hann og
þáði hjá þeim sígarettu. Það
hafði hann aldrei gert hjá okk-
ur.
Spjátrungarnir héldu innar
eftir aðgerðarhúsinu, bentu
hanzkaklæddum fingrum á
fiskstakkana og skeggræddu
um, hve mörg tonn væru kom-
in í húsið. Mér var strax illa
við þá, án þess að þeir hefðu
unnið til þess á nokkurn hátt,
nema með þvi að spígspora
þarna í kringum okkur, sem
vorum að þræla. Gátu þeir ekki
þvælzt einhvers staðar annars
staðar?
„Þeir hefðu gott af að vaka
nokkrar nætur við aðgerð, þess-
ir andskotar,“ sagði ég ólund-
arlega um leið og þeir hurfu
út um dyrnar.
„Já, svona kóna þarf að taka
og slípa,“ sagði Maggi kojufé-
lagi minn og vinur.
Landformaðurinn leit á okk-
ur með umvöndunarsvip eins
og við værum staðnir aö
hneykslanlegri óháttvísi.
Þetta var laugardagskvöldið
fyrir dymbilviku og átti ekki
að róa daginn eftir til allrar
blessunar.
Við Maggi höfðum alltaf ver-
ið vinir frá því við kynntumst,
enda kojufélagar eins og ég tók
fram. Allt þangað til þessi
fjandi kom fyrir út af stelp-
unni — frammistöðustúlkunni
á matsölunni, þar sem við borð-
uðum.
Fyrst í stað hafði ég ekki
veitt henni neina sérstaka at-
hygli. En smátt og smátt —
eða allt í einu, veit ekki hvort
var — hafði ég uppgötvað, að
hún var í rauninni skrambans
ári lagleg. Og ekki nóg með
það, heldur var hún líka skyn-
söm og skemmtileg. Rödd
hennar og hvert eitt hennar
háttalag var unaðslegt. Sem
sagt, ég var orðinn dauðskot-
inn í henni, áður en ég vissi af.
Ég vissi ekkert um hug
Magga til hennar fyrr en á
Pálmasunnudag. Við vorum að
koma frá hangikjötsáti á þeim
helga degi. Þá sagði hann allt
i einu upp úr eins manns
hljóði:
„Gróflega er hún aðlaðandi
stelpa, hún Palla.“
Nú kom þetta að vísu yfir
mig eins og þruma úr heiðskíru
lofti, og ekki sérlega heppilegt
fyrir mig, þar sem Maggi var
allra gerfilegasti strákur. En
ekkert var fjær mér en gefa
honum hið minnsta tækifæri
til að renna grun í tilfinningar
mínar gagnvart stúlkunni. Ég
svaraði því mjög kæruleysis-
lega og gerði mér upp geispa:
„Ójá. Það væri vissulega þess
vert að reyna að ná henni á
löpp, áður en maður flækist
héðan.“
Hann sendi mér næstum
grimmilegt augnatillit.
„Palla er sko ekki stelpa, sem
maður tekur á löpp að gamni
sínu. Hún er greind og „stabíl“
stúlka."
Hann var þá orðinn svona
alvarlega skotinn líka, hugsaði
ég. Gæti orðið hörð samkeppni.
En á samri stundu varð mér
ljóst, að mér yrði það óbætan-
legt sálartjón, fengi ég ekki
að njóta stúlkunnar. Ég skyldi
berjast fyrir þvi af allri minni
getu og einskis svífast, hver
sem í hlut ætti. Ég lét sem ekk-
ert væri og sagöi:
„Naumast þú heldur hún sé
heilög."
„Þú ert skilningslaus asni,“
sagði hann. „Palla er sko
stelpa, sem maöur getur talað
við — til dæmis um skáldskap."
Maggi hafði fengið birt eftir
sig kvæði upp á þrjú erindi í
einhverju ómerkilegu tímariti,
en átti auk þess í fórum sinum
hálfa aðra stílabók af óprent-
uðum ljóðum og taldi sig til
skálda.
„Þú ættir að sýna henni stíla-
bækurnar þinar. Kannski hún
geti „inspírerað“ þig svo að
þú getir kreist úr þér annaö
prenthæft kvæði.“
Meira þurfti hann ekki til
þess að fyki i hann.
Og eftir þrjá daga kom aftur
hin langþráða hvíld. Það var
ekki róið á skírdag og föstudag-
inn langa. Við Maggi mættum
uppábúnir til máltíða, vorum
þaulsætnir og gripum öll tæki-
færi til að gera hosur okkar
grænar fyrir Pöllu, hvor sem
betur gat. Hann hafði boðizt
til að lána henni einhverjar
Ijóðaskruddur og þeim talaðist
svo til, að hún sækti þær til
hans. En fyrst þurfti hann að
hjálpa henni við uppþvottinn.
Það var þó starf, sem minn
maður hefði ekki lagt fyrir sig
undir öðrum kringumstæðum.
Ég þorði ekki annað en bíða
líka, reyndi að vera upprifinn
og leggja orð í b;lg um ljóða-
kveðskap, enda þótt hann sé
að mínum dómi ómerkust teg-
und bókmennta. Maggi gaf mér
illt auga en ég lét slíkt ekki á
mér hrína.
14 SAMVINNAN