Samvinnan - 01.03.1964, Side 17
Vér Úlrika Eleónóra af Guðs
Náð Svíaríkis, Gauta og Vinda
Drottning, Stórfurstynja til
Finnlands, Hertogynja úti i
Skáni o. s. frv. o. s. frv.
Friðrik prins af Hessen-Kassel,
maður Úlriku drottningar og
æðsti yfirmaður Svíahers 1719,
árið eftir konungur Svíþjóðar.
Georg Heinrich von Görtz
barón. Hann bjó yfir stórkost-
legum fyrirætlunum, en missti
höfuðið áður en þær komust til
framkvæmda.
Rutger Fuchs, ofursti Sörm-
landshcrdeildarinnar, sem sigr-
aði Rússa við Baggensstáket.
Hann komst síðar til mikilla
metorða í stjórn landsins.
hvort norskur soldáti varð
banamaður hans eða leigusnati
fjandmanna Görtz við Stokk-
hólmshirðina. Víst er um það,
að sú klíka var snör í snúning-
um við lát konungs; lét hún
handsama Görtz og höggva af
honum höfuð, en setti í hásæti
Úlriku Eleónóru, systur Karls
heitins, og mann hennar þýzk-
an, Friðrik prins af Hessen-
Kassel, myndarnáunga til orðs
og æðis og gleðimann mikinn.
Hefur hann sjálfsagt hugsað
gott til glóðarinnar að gerast
nú ráðamaður ríkis, þar sem
karlmannafæð hefur verið orð-
in mikil vegna langvarandi
vígaferla.
Þau hjónin og þeirra full-
tingismenn höfðu engan áhuga
á vinmálum við Rússa, en settu
traust sitt þess í stað á Breta.
Líkaði Pétri keisara það stór-
illa, því sízt af öllu kærði hann
sig um brezka flotann inn á
Eystrasalt. Þar eð hann hafði
þá þegar hernumið öll lönd
Svía austan Eystrasalts að með-
töldum Álandseyjum, var hern-
aðarleg aðstaða hans góð. Á-
kvað hann því að taka upp
hætti eistnesku og vindversku
sjóræningjanna fyrrmeir og
sækja sænsku strendurnar
heim með báli og brandi.
Til slíkra aðgerða réð hann líka
yfir skæðu vopni, miklum flota
af galeiðum, skipum, sem ann-
ars voru fásén utan Miðjarðar-
hafsins. Hafði grískur maður,
ívan Botsis, kennt Rússum
smíði þeirra. Galeiðurnar, sem
voru grunnskreiðar og gengu
ekki síður fyrir árum en segl-
um, voru skæð vopn í sænska
skerjagarðinum, þar eð þær
gátu auðveldlega smogið inn-
um grunn sund og ála, sem
ófær voru stærri herskipum.
Þannig sá Pétur, að hann gat
leikið á brezka flotann, ef hann
gerði sig líklegan til atlögu.
Enda þótt rússneska keisara-
dæmið hefði til skamms tíma
haft sáralítinn aðgang að sjó,
hafði Pétri keisara af sínum
frábæra dugnaði þegar tekizt
að gera því myndarlegan flota.
Höfuðmarkmið hans var að
brjóta Rússum leið úr því fang-
elsi tartarískrar einangrunar og
cmenningar, er þeir höfðu búið
við allt síðan á dögum Djengis
Khans, og sjóleiðin gegnum
Eystrasalt átti að verða höfuð-
vegurinn að því takmarki. Að
vísu var hinn nýi floti harla
sérkennilegur í sinni röð. Þar
eð Rússar sjálfir voru að vonum
iítt kunnandi um sjómennsku,
hafði Pétur orðið að fylla skip-
rúm sín að verulegu leyti með
margskonar lausingjalýð vest-
an úr löndum. Þar voru Þjóð-
verjar, Frakkar, Englendingar,
Hollendingar, Danir, Norðmenn
og jafnvel sænskir og finnskir
liðhlaupar, og mál allra þessara
þjóðflokka og fleiri blönduðust
saman i einn babelskan hræri-
graut, þegar sjófólk keisara
ræddist við. Sjálfur talaði Pét-
ur jafnan hollenzku, þegar
rússneskan kom ekki að gagni,
enda kunni hann ekki önnur
mál. Hollenzkuna hafði hann
lært, er hann þrælaði sem
timburmaður í skipasmíðastöð
í Hollandi, til að geta síðar
kennt löndum sínum að byggja
skip.
í júnílok árið 1719 var mikill
hluti rússneska flotans saman-
kominn við Hangöskaga á
Finnlandsströnd, reiðubúinn til
Svíþjóðarsiglingar. Rússar
hafa löngum þótt ágætir
drykkjumenn, og svo var einn-
ig í þennan tíma. Þótti þeim
hið mesta óráð að byrja nokk-
urt meiriháttar verk án þess
að drekka sig vel fullan fyrst.
Var það trú þeirra — og er
kannski enn — að áfengið fylli
manninn orku og sigurvilja.
Bindindissemi þótti því jaðra
við landráð, sérstaklega á
hættutímum sem þeim, sem nú
gengu yfir hið heilaga Moskóví.
Leiðangurinn var því vígður
með ofboðslegri drykkjuveizlu,
sem stóð svo dögum skipti. En
Bakkus krafðist sinna fórna
sem fyrr. Pétur keisari hafði
sjálfur ætlað að stýra leiðangr-
inum, en þegar þessi hollenzk-
menntaði timburmaður vakn-
aði að morgni brottfarardags-
ins, ólmuðust heimsins skelfi-
legustu timburmenn af fullum
krafti innan í höfði hans.
Hann gat ekki svo mikið sem
reist höfuð frá kodda og varð
að senda aðmírál sinn, Aprak-
sín að nafni, af stað með flot-
ann. — Hvort Apraksín þessi
var nokkur sjómaður, er ekki
vitað, enda munu hin raun-
verulegu völd hafa verið í
höndum útlendra ævintýra-
manna, sem vel kunnu til verka
á sjó.
Galeiðurnar sjálfar voru yfir
hundrað og þrjátíu að tölu,
stærsti floti af því tagi, sem
nokkru sinni hafði sést. Þær
voru flestar um þrjátíu metra
langar, sex metra breiðar,
höfðu innbyrðis tvær fallbyss-
ur og hundrað og fimmtíu til
Framhald á bls. 23.
SAMVINNAN 17