Samvinnan - 01.03.1964, Page 28
Af erlendum vettvangi:
VIÐSJÁR í
AUSTUR-AFRIKU
Undanfarið hefur fáa heims-
hluta borið jafnoft á góma í
fréttum og Austur-Afríku, það
svæði sem ýmsir nútíma mann-
fræðingar vilja kalla frumbyggð
mannkynsins, gagnstætt því
sem áður hefur verið haldið.
Eitt er víst, að lönd Austur-
Afríku eru allsérkennileg hvað
fólk og náttúru snertir; þar
hefur landslag meiri fjöl-
breytileik en algengt er í Suð-
urálfu, nægir í því sambandi
að nefna hálendi Eþíópíu, Ke-
níafjall, sem Kíkújúar tilbiðja,
vötnin miklu í lægð þeirri, er
klýfur álfuna frá norðri til
suðurs og margt fleira mætti
telja. Hvað fólkið snertir, þá er
það sumpart allfurðulegur sam-
runi hvíta og svarta rasans,
sem varla á sér hliðstæðu ann-
ars staðar meðal mannkynsins,
nefnist sá kynþáttur eþíópídar
á máli mannfræðinga. Er það
fólk fremur vörpulegt álitum,
alldökkt á hörund, en hefur
hár- og skeggvöxt mikinn líkt
og hvítir menn. I andlits-
falli minnir það fullt svo mik-
ið á hvíta menn og svarta.
Kynþáttur þessi er ríkjandi
meðal fólks i Eþíópíu og Só-
malílandi, en áhrifa hans gætir
víða í ýmsum nágrannalönd-
um. Sunnar og vestar gætir
negranna meira; í Keníu og
Úganda ráða Bantúmenn
mestu og í Tanganjíku eru þeir
allur þorri íbúanna. Hvað
tungumálin snertir, er fjöl-
br.ytnin ekki minni; í Eþíópíu
og Sémalílandi eru töluð sem-
ísk og hamísk mál, en sunnar
eru Bantútungur ríkjandi.
Okello, byltingarforingi í Sansí
bar. 1 útvarpsávavpi hótaði
liann öllum þeim, er rrsa kynnu
gegn veldi hans, að þeir yrðu
„hengdir uppí tré eða stefktir
sem kiúklingar".
Raunar eru málfræðingar enn
þá engan veginn á einu máli
um hvar í flokka beri að skipa
mörgum þeirra tungna, sem
talaðar eru í umræddum heims-
hluta.
Þrátt fyrir þann yfirþyrm-
andi svip fátæktar og villi-
mennsku, sem enn má segja að
einkenni Austur-Afríku, verður
ekki annað sagt en hún hafi
haft dágóða aðstöðu til að til-
einka sér betra líf; allt frá
efstu dögum heimsmenningar-
innar bárust áhrif hennar suð-
ur Nílardalinn til þessara
landa frá Egyptalandi, og yfir
Rauðahafið frá Arabíu; þaðan
komu endur fyrir löngu for-
feður Amhara, herraþjóðar
Eþíópíu, beint úr byggðum
drottningarinnar af Saba, enda
rekja Eþíópíukeisarar enn ætt-
ir sínar til hennar og Saló-
mós. Arabar stofnuðu aukin-
heldur ágætar verzlunarborgir
víða með ströndum fram; varð
Sansíbar þeirra helzt. Þaðan
fóru kaupskip um gervallt Ind-
landshaf.
En meginástæðan til írægðar
Austur-Afríku þessa dagana
er ekki saga hennar forn, held-
ur skálmöld sú, er yfir lönd
hennar hefur gengið, nærri öll
samtímis. Kvað svo rammt að,
að ríkisforkólfar þriggja fyrrver
andi brezkra nýlendna, Tanga-
njíku, Keníu og Úganda, urðu
að grátbiðja sína fyrri kúgara
um hjálp gegn eigin soldátum.
Þakkað veri Bretum urðu því
ekki bl.ðsúthellingar að ráði í
þessum þremur ríkjum, en verr
fór í eyríkinu Sansíbar, sem er
aðeins þriðjungi fjölmennara
en Island. Þar gerðu negrarnir,
sem eru meginhluti íbúanna,
uppreisn gegn hinni arabisku
yfirstétt og kvistuðu hana niður
í hundraðatali. Forystumaður
byltingarmanna var Okello
nokkur, sem stærir sig af því
að hafa verið í flokki Mau-mau-
illþýðisins í Keníu, en að baki
honum standa menn, er sagðir
eru hafa numið í Moskvu og
Peking. — Sem dæmi um
menningarástand þessara afr-
ísku fjölnismanna má nefna, að
í sigurgöngu um stræti Sansí-
barborgar skreyttu þeir bifreið-
ar sínar með afskornum hreðj-
um sinna fyrri drottnenda. —
Þetta háttalag virðist annars
vera töluvert almsnnt með
Austur-Afríkönum; sums stað-
ar í Suður-Eþíópíu fær enginn
yngissveinn að ganga í heilagt
hjónaband, nema liann færi
unnustunni að gjöf kynfæri
karlmanns af einhverjum ná-
grannaættbálki. Og þegar Me-
nelik Eþíópíukeisari gersigraði
ítalskan innrásarher skömmu
fyrir aldamótin, lét hann skella
undan öllum stríðsföngunum
og sendi þá svo heim, svo þess-
ir afkomendur Rómverja gætu
þó sýnt þjóð sinni, að þeir
hefðu í styrjöld komið.
Annar blóðvöllur oftnefndur
um þessar mundir er landa-
mæri Eþíópíu og Sómalílands.
Gera Sómalir kröfu til allstórra
svæða, sem nú tilheyra Eþíó-
píu og Keníu; segja sem satt er,
að þau séu byggð Sómölum. En
hvorki Júdaljón í Addis Abeba
né Hið logandi sverð í Naíróbí
eru líkleg til að taka tillit til
þess háttar smámuna, að
minnsta kosti ef máttarminna
ríki á í hlut.
Sómalir eru nú eina hamíska
þjóðin, sem ræður sér sjálf, og
er þá lítill orðinn vegur þess
þjóðabálks, er hvað fyrstur varð
til að upphefja kyndil þeirrai
heimsmenningar, sem við stát-
28 SAMVINNAN