Samvinnan - 01.03.1964, Síða 30
SPÁMENN O G SPEKINGAR:
Karl Barth (f. 1886) er |
einn af kunnustu guðfræð-
ingum nútímans. Hann er
fæddur í Basel í Sviss, tók
ungur prestvígslu en gerðist
árið 1921 prófessor í guð-
fræði við háskólann í Gött-
ingen í Þýzkalandi. Síðar
tók hann við sams konar
stöðu í Bonn. Barth grund-
vallaði hina svokölluðu „día-
lektísku guðfræði", sem líka
hefur verið nefnd „barthi-
anisminn". Höfuðinntak
hennar er, að frá Guði og
niður til mannanna sé slík
6 bréf. Kennari SigurÖur Ingimundarson.
Námsgjald kr. 250.00.
5 bréf. kennari Þóroddur Oddsson,
námsgjald kr. 300,00.
óendanleg vegalengd, slíkt
hyldýpi, að óhugsandi sé
fyrir mennina að brúa það.
Guð er alger sannleikur og
ákveðinn vilji, en okkar
tímabundna jarðneska líf
stendur í engu beinu sam-
bandi við anda hans og
gerðir. Hið ómælanlega hyl-
dýpi milli Guðs og manna
gerir sérhverja trúarlega
reynslu óhugsandi. Guð stíg-
ur aldrei fæti á þessa jörð,
og þegar menn skapa sér
trúarbrögð í því augnamiði
að komast til skilnings á
guðdóminum, gera þeir sig
seka um fáránlegt stærilæti.
Jörðin er saurug og getur
aldrei orðið hrein, dauðinn
bíður okkar allra, engin fær
leið er til frá manninum til
Guðs, heldur aðeins frá Guði
til mannsins. Fyrir tilstilli
pínu og dauða Jesú hefur
Drottinn kunngert dóm sinn
yfir hinu syndumspillta og
uppreisnargjarna mannlífi.
Árið 1935 var Barth kraf-
inn um trúnaðareið Hitler
til handa. Lét hann það gott
heita, með því móti að bætt
K
A
R
L
B A R T H
yrði við eiðstafinn orðunum:
„þó með því skilyrði, að
ekkert stríði á móti Guðs
orði.“ Þetta líkaði nazistum
ekki og varð Barth að láta af
embætti. Hann yfirgaf
Þýzkaland og hóf störf við
háskólann í Basel. Var hann
eftir það harður andstæð-
ingur Hitlers og hvatti mjög
til allsherjarandstöðu gegn
allri þeirri óþverramennsku,
er nazistastjórninni fylgdi.
Sannkristnir menn, sagði
Barth, geta ekki verið hlut-
lausir í hinni alþjóðlegu
stjórnmálabaráttu. Heims-
styrjöldin hlaut að brjótast
út sem afleiðing af villu-
ráfi mannkynsins og ó-
hjákvæmileg úrslitahríð við
hið illa. — Að stríðinu loknu
tók Barth sekt og sektar-
vitund þýzku þjóðarinnar til
meðferðar bæði í ræðu og
riti, svo sem í bókinni „Wie
können die Deutschen ge-
sund werden? (Hvernig
mega Þjóðverjar heilbrigðir
verða?)“.
Bismarck
og hermaðurinn
Þýzkalandskeisari hafði
einhverju sinni fengið Bis-
marck, járnkanslaranum
fræga, það hlutverk að
hengja járnkrossinn á her-
mann nokkurn. Þegar her-
maðurinn kom tilað taka viö
orðunni, spurði Bismarck:
— Hvort viljið þér nú í
rauninni heldur — járn-
krossinn eða 100 dali? Þér
getið sjálfur valið.
— Hve mikils virði er
krossinn?
— Þriggja dala.
— Tja, sé yður sama, þá
tek ég krossinn og 97 dali.
Sérhver hugsandi einstaklingur leiðir hugann að hlut-
unum umhverfis sig — forvitnast um eðli þeirra og
háttu;
EÐLISFRÆÐI
ALGEBRA
tf)
17)
o
t/)
<
u.
UJ
Q£
OQ
EÐLISFFRÆÐI opnar yður veröld efnis og orku — !2
ALGEBRA er nauðsyn á tækniöld. 'W
BRÉFASKÖLISÍS býðuryður námskeið í Eðlisfræði ög
Aigebru. Námsefnið er miðað við landsprófskröfur.
Vinsamlegast útfyllið seðilinn hér til hægri og sendið
hann til BRÉFASKÖLA SÍS, Sambandshúsinu,
Reykjavík.
<Q
S
c
Eg undirritaður óska að gerasl nemandi í;
□ Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr._______________
Heimilisfang
30 SAMVINNAN