Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 15
Kaupfélagsstjóra- fundurinn 1965 Það hefur verið fastur liður í starfsemi kaupfélaganna og Sambandsins í milli 20 og 30 ár að efna til sameiginlegra funda kaupfélagsstjóranna, framkvæmdastjórnar SÍS og fleiri trúnaðarmanna Sam- bandsins. Eru fundir þessir venjulega haldnir í nóvember. Tuttugasti og þriðji kaup- félagsstjórafundurinn var haldinn dagana 19. og 20. nóv- ember 1965 í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Áður fyrri var á fundum þessum fjallað um málefni kaupfélaganna á all- breiðum grundvelli. Nú hin síðari ár hefur sá háttur ver- ið á hafður að taka fyrir á- kveðin málefni, sem aðalmál fundanna og fá um þau ýtar- legar umræður og ályktanir. Eftir að framsöguræður hafa verið fluttar, skiptast fundar- menn í umræðuhópa, og hver hópur tekur til meðferðar á- kveðin málefni og semur á- lyktanir. Þykir þessi tilhögun gefast vel. Að sjálfsögðu er það föst venja, að við upphaf fund- ar flytur forstjóri Sambands- ins erindi um rekstur þess yf- irstandandi ár og kemur víð- ar við. Kaupfélagsstjórafundurinn 1965 var vel sóttur og sátu hann flestir kaupfélagsstjórar Sambandsfélaganna, auk fyrr- nefndra starfsmanna Sam- bandsins. Fjórir umræðuhópar skiluðu ályktunum, sem sam- þykktar voru, tveir um fjár- hagsmál og tveir um þjálfun starfsfólks, en það var aðalmál fundarins að þessu sinni. Verð- ur hér aðeins drepið á hið helzta í ályktunum þessum. í ályktun um fjármál var bent á nauðsyn þess að sett- ar verði reglur um útlán kaup- félaganna hjá þeim félögum, sem ekki hafa þegar slíkar regl- ur. Að reynt verði að halda vörubirgðum félaganna í skefj- um og bent á þá möguleika sem Birgðastöð Sambandsins gefi í þessum efnum. Að reynt sé að koma í veg fyrir vörurýrnun, og bókhaldi og kassaeftirliti sé hagað þannig að hægt sé að fylgjast með henni að stað- aldri og gera ráðstafanir þegar ástæða þykir til. Að innláns- deildir séu efldar og stuðlað að aukfium sparifjárinnlögum í Samvinnubankann og útibú hans. Þá var bent á hversu æskilegt væri að kaupfélögin hvert um sig gerðu áætlanir fram í tímann um nauðsynleg- ar fjárfestingar, og kannað Framh. á bls. 18. Efsta mynd: I heimboði forstjórafrúar (t. f. v.): Hildur K. Jakobsdóttir, Hvammstanga, Kristín Sturludóttir, Suðureyri, Margrét Ásmundsdóttir, Haganesvík, Friðrikka Bjarnadóttir, Króksfjarðarnesi, Rósa Jónsdóttjr, Hellissandi, Sesselja Krist- insdóttir, Hólmavík, Björg Á. Kristjánsdóttir, Grafarnesi, Val- gerður Þórðardóttir, Vestmannaeyjum, Ásdís Magnúsdóttir, Fá- skrúðsfirði, Anna Ingadóttir, Blönduósi, Sigurlaug Helgadóttir, kona Gunnars Grímssonar, forstöðumanns Starfsmannahaíds SIS, Ásthildur Tómasdóttir, einkaritari forstjóra, Helga Einars- dóttir, kona Odds Sigurbergssonar, forstöðumanns Hagdeildar kaupfélaga, Stella Ólafsdóttir, Seyðisfirði, Lilja Sigurðardóttir, Brúarlandi, Guðrún E. Bjarnadóttir, Reykjavík og Margrét Helgadóttir, kona Erlendar Einarssonar, forstjóra SÍS. — Mið- mynd: Jakob Frímannsson, kaupfélagsstjóri KEA og formaður stjórnar SÍS, og Óli Vilhjálmsson, fyrrv. framkvæmdastjóri. í baksýn má þekkja Finn Kristjánsson, kaupféfagsstjóra á Húsavík og Vilhjálm Jónsson, framkvæmdastjóra Olíufélagsins h.f. — Neðsta mynd: Þrír yngstu kaupfélagsstjóranna við borð í fundarsal, þeir (t. f. v.): Steinþór Þorsteinsson í Búðardal, Birgir Hallvarðsson, Seyðisfirði og Jónas Hólmsteinsson í Stykkishólmi. — Myndirnar tók Þorvaldur Ágústsson. SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.