Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 31
eina úrræðið til svölunar þeirri þrá. — Á hvaða aldri eru nem- endurnir? — Flestir eru þeir á aldrin- um 16—30 ára. Annars er nú yngsti nemandinn 12 ára en sá elzti 72 ára. — Og hvers vegna heldur þú að 72 ára gamall maður sé að læra ensku? — Hann er að læra ensku til þess að geta talað við barnabörn sín í Ameríku, þegar hann fer þangað að heimsækja þau. — Hvort eru fleiri nemendur úr sveitum eða kaupstöðum? — Þótt virðast kunni ein- kennilegt, munu þeir vera fleiri sem stunda nám við skól- ann úr kaupstöðum en sveit- um. Þótt ekki séu enn ná- kvæmar tölur fyrir hendi í þessu efni frá s.l. ári, má geta þess, að á fjórða hundrað nem- enda munu nú vera úr Reykja- vík og Gullbringusýslu, nálægt 100 frá Akureyri og Eyjafirði og litlu færri úr Árnessýslu. En á öllum þessum landsvæðum eru stórir kaupstaðir. — Hvað kostar að stunda nám í Bréfaskólanum. — Það fer nokkuð eftir námsmagni í hverjum flokki og kostar frá 250 krónum upp í 650 krónur hæzt. Allmörg námsskeið kosta nú 450—500 krónur auk svarabókar sem kostar kr. 10.00 í hverjum flokki. Skólinn er ekki rekinn með fjárhagslegan hagnað fyrir augum, en er þó ætlað að standa undir tilkostnaði að verulegu leyti. — Hvað fleira vildir þú segja lesendum Samvinnunnar um Bréfaskólann? — Ekki hefur talizt fært að starfrækja víðtækara nám við Bréfaskólann en sem nægja myndi undir landspróf, gagn- fræðapróf eða hliðstæður þess. Nám við skólann gefur engin bein réttindi, þar eð ekki er unnt að sannprófa það né á- byrgjast að nemendur vinni úrlausnir sínar án aðstoðar. Að vísu er loforð um það hið einasta sem þeir eru beðnir að undirrita við inngöngu í nám. En námsefni nægir t. d. undir 30 lesta skipstjórnarpróf og hliðstætt vélfræðipróf, svo nokkuð sé nefnt. Bréfaskóla- nám mun nokkru seinfærara en nám við aðra skóla. Á hinn bóginn er hægt að lesa betur undir úrlausnir, þar sem nem- andi er ekki bundinn við bekkjartíma og kennari kall- ar ekki til yfirheyrslu að morgni. Má ég að lokum þakka nemendum góða og sí- vaxandi samvinnu, en hún á veigamikinn þátt í að sá meg- intilgangur skólans takist, að verða þeim að sem mestu og beztu gagni. BEDFORD! VIÐ ALLRA HÆFI Kaupendur vörubíla um allan heim völdu BEDFORD umfram alla aðra vörubíla árið 1964. Ástæðan: sérstak- ur léttleiki og lipurð í akstri, hagkvæmur rekstur og góð ending. BEDFORD hefur yfir 45% af öllum útflutningi brezkra vörubíla. BEDFORD! BEDFORD! er mest seldi vörubíllinn á fslandi, Finnlandi, Dan- mörku, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Belgíu og mörgum Asíu- og Afríkuríkjum. er mest seldur af brezkum vörubílum I Svíþjóð, Hollandi, Sviss, Noregi, Frakklandi og Austurríki. Gjörið svo vel og leitið nánari upplýsinga BEDFORD! Véladeild SfS, Ármúla 3. Sími 38900 SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.