Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 17
SAMVINNUMENN Vigfús Guðmundsson Fæddur 25. febrúar 1890 Dáinn 24. nóvember 1965 Vigfús Guðmundsson var bóndasonur og fæddist að Eyri í Flókadal í Borgarfirði. For- eldrar hans voru Guðmundur Eggertsson og Kristín Kláusdóttir kona hans. Vigfús ólst upp við venjuleg sveitastörf og mikla vinnu. Skólagöngu naut hann ekki nema nokkurra vikna bamafræðslu fyrir fermingu og síðan stundaði hann nám í Bændaskólanum á Hvanneyri 1911 og 1912. Áður hafði hann unnið það afrek að hafa með höndum fjárgæzlu fyrir Hvanneyrarbúið á vorin, frá miðjum maí til júníloka, aleinn á heiðum uppi og bjó í tjaldi. Var hjörðin n. I. 500 og skilaði hann öllum lömbum mörkuðum og hverri kind rúinni. Haust 1913 fór hann til Noregs og stundaði fjár- hirðingu hjá stórbónda á Jaðrinum, en hélt næsta vor til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði fjárgev'rislu og kúrekastörf í þrjú og hálft ár á hásléttum við Klettafjöll- in. Síðasta veturinn fyrir vestan stundaði hann veiðar í Mani- tobavatni, ferðaðist nokkuð um byggðir íslendinga og hélt síðan heim. Eftir heimkomuna sneri Vigfús sér að gistihús- rekstri fyrst í Borgarnesi, síðan að Hreðavatni og stundaði slíka jjjónustu í n.l. 40 ár. Hin síðari ár var hann í Reykjavík á vetmm en stundaði atvinnu- grein sína á sumrin. Hann var mjög víðförull og ferðaðist um þveran og endilangan hnöttinn. Skrifaði hann tvær bækur um þau ferðalög. Auk jiess skrifaði hann endurminningar sínar í tveim bindum. Vigfús Guðmundsson var félagshyggjumaður af lífi og sál. Hann var ungmennafélagi og sam- vinnumaður og kom mjög við sögu í stjómmál- um. Hann var dæmigerður fulltrúi þeirrar valcn- ingar sem kennd er við aldamótin síðustu og hélt sinni „bamatru' á hugsjónir ungmenna- félaganna og samvinnuhreyfingarinnar alla ævi. Ræktun lýðs og lands var kjörorð hans. Það sannaði hann með þátttöku sinni meðal brautryðjenda í stofnun ungmennafélags, kaupfélags og skóla. Ilann var fórnfús athafnamaður. Vigfús Guðmundsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Guð- rúnu Bjömsdóttur frá Bæ í Borgarfirði missti hann eftir stutta sambúð. Síðari kona hans var Sigrún Stefánsdóttir frá Eyja- dalsá í Bárðardal. P.H.J. Veraldarsaga Menntamálaráðs Menntamálaráð hefur fyrir nokkrum árum hafizt handa um að gefa út á íslenzku fræg- ustu, fullkomnustu og bezt gerðu veraldarsögu sem til er á nokkru tungumáli. Höfund- urinn, Will Durant, er víð- frægur fræðimaður. Ungur setti hann sér það mark að skrifa sögu sem ætti erindi jafnt á heimili ríkra og fátækra, voldugra og vesalla. Þá ritaði hann bók um tíu frægustu heimspekinga menntaþjóðanna. Hún var les- in með hrifningu í húsum spekinga, vísindamanna, auð- manna, hafnarverkamanna og háseta. Síðan tók hann sér fyr- ir hendur að rita veraldarsögu í tíu bindum. Hún nær frá upphafi vega að stjórnarbylt- ingunni miklu 1789. Níunda bindið er nýlega út komið og von um hið síðasta að ári. Saga Durants er nú þegar þýdd og gefin út á tíu tungu- málum. Menntamálaráð valdi Rómverjasöguna sem forystu- verk á íslenzku. Það er ævisaga stórþjóðar um þúsundáraskeið. Síðara bindið kom út í fyrra. Tíu ritdómarar skrifuðu um Rómverjana með samúð, viður- kenningu og aðdáun. Upplagið er nú að kalla má uppselt í þúsundum eintaka og vel geymt á hinum fjölmörgu og vinsælu heimilisbókasöfnum landsmanna. Jónas Kristjáns- son skjalavörður hefur þýtt sögu Durants frábærlega vel, svo að þetta verk þykir minna á Bessastaðaþýðingar Svein- bjarnar Egilssonar og læri- sveina hans um miðja 19. öld. Menntamálaráð lætur nú vinna að tveim nýjum bindum af alheimssögu Durants. Þar er rakin fornsaga Grikklands á frægðartíma þjóðarinnar. Telja fræðimenn að á þeim tíma hafi þar í landi verið stundaðar allar greinar menn- ingarlífs eins og þær þekkist nú á dögum, ef frá eru taldir þeir þættir, sem byggja á gufu- orku og rafkrafti. Jónas Kristjánsson skjala- vörður ætlar að þýða þessar tvær miklu sögubækur. Notaði hann sumarleyfi sitt í ár til að fara kynnisferð til sögustaða í Grikklandi og kynnast landi og lýð suður þar með dvöl í landinu. íslendingar hafa verið kall- aðir söguþjóð. Er þetta rétt- nefni um fortíðina. Vel man þjóðin fornritin og skáld og fræðimenn seinni alda. Þar á þjóðin Hallgrími í Saurbæ, Bjarna á Möðruvöllum og langa röð snillinga í ljóðum og sögum fram til yfirstandandi tíma. Lestrarfús þjóð eins og íslendingar búa í þessum efn- um vel um fornrit og nútíma- skáldskap í bókaskápum sín- um, en lítt sópar hér á landi að nýjum úrvals bókmenntum um mannkynssögu. Hér hefir Menntamálaráð hafið stórsókn í fræðslu- og uppeldismálum þjóðarinnar. Saga Durants get- ur lagt grundvöll að nýju þroskatímabili í alþjóðlegri sögu á Islandi. Jónas Jónsson frá Hriflu. ☆ SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.