Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 19
25 g. pressuger eða 2 14 tsk. þurrger (perluger) Gerið er hrært út í volgu vatni. Hveitið er sáldrað í skál, salatinu blandað saman við og vætt í með gerinu, feitinni og mjólkinni. Látið lyfta sér um stund. Hnoðað, skipt í tvennt og flatt út í tvær kringlóttar kökur, sem annað hvort eru látnar á smurða plötu eða í mót. Látið lyfta sér við yl áð- ur en fyllingin er sett í. Ávaxtakaka 200 g. hveiti 200 g. smjörlíki 1 tsk. edik 4—5 msk. vatn (kalt) Sáldrið hveitið og blandið smjörlíkinu saman við með hníf. Vætið í með ediki og vatni. Látið deigið bíða á köld- um stað 2—3 klst. Fletjið deig- ið út í þykka köku, leggið það saman og fletjið út, endur- takið nokkrum sinnum. Plat- S>^teiLtur u ar Nýr fiskur er mjög góður glóðarsteiktur. Fiskurinn er hreinsaður og þerraður, síðan steiktur á mismunandi vegu. 1. í heilu lagi t. d. síld, silung, smáýsu og skarkola. Fiskurinn er þá steiktur á grindinni eða í tvöföldu ristinni ýmist eins og hann kemur fyrir eða hann er smurður með olíu og velt úr brauðmylsnu. Smár fiskur þarf um 5—6 mín. steikingu. 1 dl. tómatkraftur 5 dl. vatn 1 msk. hveiti og 1 dl. vatn Skerið kjötið í smá bita og brúnað í feitinni ásamt laukn- um sem er skorinn í sneiðar eða saxaður smátt. Látið í pott ásamt kryddi og tómatkrafti. Vatnið er látið sjóða á pönn- unni og hellt í pottinn. Soðið í 2—3 stundarfjórðunga, jafn- að með hveitijafningi og kryddað ef þarf. Plipirp HfJ BH Pressugerskaka Ávaxtakaka Fylling I 100—150 g. litlar pylsur (cocktailpylsur) eða venju- legar pylsur skornar i bita. 4—5 tómatar nýir eða hraðfrystir 100 g. ostur, hvítlauksduft, salt 2—3 msk. brætt smjör eða matarolía Pylsum, ostsneiðum og tóm- atsneiðum er raðað yfir deigið, salti og hvítlauki stráð á og að síðustu er feitinni helt yfir. Bakað við 200° hita í 15—20 mín. Borið fram sem milli- réttur með hráu salati, öli eða te. Fylling II. 100 g. ostur 100 g. reykt svína- eða kindakjöt 100 g. nýir sveppir (eða lítil dós niðursoðnir, aspargus er einnig ágæt- ur) 1 msk. smjör, salt og pipar Ostsneiðarnar eru lagðar yf- ir deigið. Sveppirnir eru hrein- saðir, smækkaðir (með eggja- skera) og soðnir í smjörinu 5 mín., rjómanum bætt í og soð- ið nokkrar mínútur. Kryddað, kælt og hellt yfir ostinn og smátt skorið kjötið. Bakað á sama hátt og áður er nefnt. an er skoluð með köldu vatni og deigið flatt út í ferkantaða köku sem er lögð á plötuna. Deigafgangarnir eru skornir í ræmur og mótaðir í brún á kökuna (sjá mynd). Penslað með eggi og bakað við 200° hita þar til kakan er hæfilega bökuð, (10—15 mín.) Kæld og látin á fat. Eggjakrem: y2 1. mjólk, 2 tsk. kartöflu- mjöl, 2 eggjarauður eða 1 egg, 214 msk. sykur. Blandið öllu saman í pott og hitið að suðu. Hrærið stöðugt í á meðan, annars er hætt við að kremið aðskiljist. Kælt van- illu og 1 dl. af þeyttum rjóma blandað saman við. Aprikósumauki eða öðru súr- sætu mauki er smurt á tertu- botninn, þar yfir er kremið látið. Ávextirnir t. d. ferskjur eða mandarínur og ananas eru látnir á sigti. 3 blöð af matar- lími eru lögð í bleyti og brædd, blandað saman við 3 dl. af safa. Ávöxtunum er raðað yfir krem- ið, fallegt er að hafa vínber. Þegar ávaxtasafinn byrjar að hlaupa, er honum hellt yfir. Látið stífna áður en það er borið fram með þeyttum rjóma eða ís ef vill. 2. í sneiðum t. d. lax, heilag- fiski, steinbítur, o. fl. Raðað á rist eða í tvöföldu grindina. Steiktur efst í ofninum. 3. I flökum t. d. ýsa, þorsk- ur, skarkoli, síld og silungur. Fiskflök eru sérstaklega góð steikt í málmpappír. Pappírinn er þá smurður, flökin lögð á og krydduð með salti, sítrónu- safa og klipptri steinselju, þeg- ar hún fæst. Að sjálfsögðu eru fleiri tegundir af kryddi ágæt- ar. Flökin þurfa 4—6 mín. steikingu á hvorri hlið. Ath. Feitur fiskur er betri til glóðarsteikingar en magur. Fiskinn þarf að pensla með olíu. Kryddið að lokinni steik- ingu, nema ef steikt er í málm- pappír. bimtucla CfimatieÁi tt Kjötréttur meff spaghetti 500 g. nauta- eða tryppa- kjöt 2 laukar 2 msk. smjörlíki eða matar- olía 1 tsk. salt 3 piparkorn (heill pipar eða pipar í hnífsoddi) 1—2 lárviðarlauf Borið fram með soðnu spag- hetti, hrærðum kartöflum eða soðnum hrísgrjónum og rifn- um osti. Það bætir réttinn mik- ið að hafa í honum brúnaða sveppi. Súrmjólkurbúffingur 2i/2 dl. súrmjólk 50 gr. sykur 3 bl. matarlím 21/2 dl. rjómi Vi tsk. vanilla Þeytið rjómann og takið 2—3 msk. frá til að skreyta með. Þeytið súrmjólkina vel með sykrinum, þeytið 1—2 egg fneð ef vill. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn, hellið af því vatninu og bræðið það yfir gufu. Kælið matarlímið með nokkru af súrmjólkinni og hrærið síðan allt saman. Þeg- ar búðingurinn fer að þykkna, er rjómanum blandað saman við. Ávextir, ávaxtamauk eða annað gott mauk er látið á botninn í ábætisskálinni, búð- ingnum hellt yfir og skreyttur með rjóma og ávöxtum eða ávaxtamauki. Þessi búðingur er einnig góður með saftsósu, súkkulaðisósu eða karamellu- sósu, þá er ávöxtunum eða maukinu sleppt. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.