Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 28
samvinnufélaganna. Verður þar fjallað um kjörbúðir, búð- arstörf í samvinnuverzlunum, deildarstjórn, vandamál í sam- bandi við vörurýrnun og verk- stjórn í frysti.húsum. Þá verða einnig samin kennslubréf í sögu samvinnuhreyfingarinn- ar íslenzku og um mannleg samskipti (Public Relations). Almennt fræðslu- og náms- efni verður eftir sem áður veigamikill þáttur í starfi skól- ans og verður fyrst um sinn sniðinn við undirbúnings- menntun unglinga, miðað við landspróf. Hitt gera forustu- menn skólans sér vonir um, að í þeim efnum verði innan tíðar hægt að færa út kvíarn- ar eða taka upp breytingar og að menn geti að lokinni skóla- göngu stundað framhaldsnám í Bréfaskóla SÍS og ASÍ. Til viðbótar við hið sérstaka framlag verkalýðshreyfingar- innar og samvinnuhreyfingar- innar til fjölbreytni og efling- ar skólanum, verður brotið upp á ýmsum nýmælum öðrum í starfsemi hans. Þar má sér- staklega nefna: a) Aðstoð við fjölmenn heildarsamtök, b) aðstoð við fræðslumálastjórn- ina, c) aðstoð við starfshópa, d) stuðningur við úrbætur þjóðfélagsvandamála. Flest þessara mála eru á frumstigi og enn til umræðu. Þó hefur tveim fjölmennum heildarsamtökum verið gefinn kostur á að fá gefna út kennslubréfaflokka, er orðið gætu þeim til stuðnings og nytsemdar. Það eru Ung- mennasamband íslands, kennslubréf um ýmsa þætti æskulýðsmála, og Kvenfélaga- samband Islands, bréf um að- ild konunnar og breyttar að- stæður í nútíma þjóðfélagi. Þá hafa ákveðnir starfshópar snú- ið sér til Bréfaskólans um fyr- irgreiðslu, t. d. starfsfólk í bönkum. Enn er áformað að gefa út svo fljótt sem verða má kennslubréfaflokka um Bifreiðina og samskipti manna við hana og Öryggis- og trygg- ingamál. Hefur þegar verið tryggð aðstoð Véladeildar SÍS og Samvinnutrygginga. Er þarna um þjóðfélagsvandamál að ræða, sem krefjast úrbóta með almennri vakningu og fræðslu. Bréfaskóli SÍS hefur nú um aldarfjórðungs skeið verið merkilegur aðili í fræðslumál- um þjóðarinnar og unnið sér álit og traust. Það er ánægju- legt að hann heldur nú upp á afmæli sitt með því að auka svo starfsemi sína og ganga t:l samstarfs við verkalýðs- hreyfinguna um eflingu al- mennrar menntunar og úrbæt- ur í vandamálum þjóðfélags- ins. Sjálfsnám .hefur jafnan ver- ið nokkurs metið hér á landi, erda var sú tíð að fæstir áttu völ skólagöngu og urðu því að svala menntaþorsta með sjálfs- rámi. Nú er aðstaðan að vísu breytt og skólar margir. En j'egar á allt er litið eru þó skólar einungis dýrmæt ot rauðsynleg hjálpartæki. Allt hið raunverulega nám byggist eft'r sem áður fyrst og fremst á starfi og hæfileikum nem- endanna sjálfra. Kennari nokkur, sem um margra ára skeið stundaði starf sitt h'f gjarna sína fyrstu kennslu- sturd á haustin með því að segja við nemendur sína: Ég get því miður ekkert kennt ykkur, en ég get hjálpað ykk- rr til þess að læra og það vil ég svo sannarlega gera. Eins er það víst að þið getið kennt mér marga hluti. Okkur er ætlað að vinna saman í vet- ur og þetta samstarf, sem nefnt er kennsla og nám, ber því að- eins árangur, að við leggjum fram krafta okkar og vinnum af einlægum huga og löngun til þess að verða vaxandi menn og konur. Nám er vinna. Skól- inr, kennarinn og námsbæk- rrnar eru sú hjálp, sem þjóðfé- lagið leggur ykkur til. Ykkar er að nota þá hjálp og nema. Bréfaskóli er í fullu sam- ræmi við reynzlu þjóðarinnar af sjálfsnámi og ómetanlegt hjálpartækl í þeim efnum. Með aðstoð hans geta stundað nám hver sem er og hvenær sem er meðan ævidagar endast. ☆ Vegir í Japan eru víöa slæmir, líkir því sem viö eigum aö venjast. Japanir hafa því orðið að leggja sérstaka áherzlu á framleiðslu sterkra og góðra hjólbarða, sem henta þarlendum malarvegum. Hér á landi hafa japanskir hjólbarðar frá Yokohama gefið mjög góða raun. Fáanlegir í ýmsum mynztrum og af mörgum gerðum undir flest farartæki. Einkaumboð Samband ísl. samvinnufélaga, Ármúla 3, sími 38900 24 SAMVINNAN Eins og áður er sagt, annast Jóhann Bjarnason allan dag-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.