Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 6
Samnorræn samvinnuráðstefna um rafeindavélar Dagana 10.—12. nóvember s.l. komu fulltrúar frá heildarsam- tökum samvinnumanna á Norðurlöndum (öðrum en íslandi) til ráðstefnu í Osló til að skiptast á upplýsingum, sem fengist hafa við reynslu af notkun rafeindagagnaúrvinnsluvéla. Var þetta fjórða ráðstefnan af þessu tagi, og kom skýrt í ljós að þörf er fyr- ir árlegar ráðstefnur. Hin hraða framþróun, sem á sér stað í raf- einda-gagnaúrvinnslu (elektronisk databehandling) hefur í för með sér, að nauðsyn er á að starfsmenn samvinnusamtakanna, sem um þessi mál fjalla, skiptist sem örast á upplýsingum, sem reynsla þeirra af meðferð vélanna veitir. Var ákveðið, að næsta ráðstefna yrði haldin i Kaupmannahöfn. Hjá öllum þeim samvinnusamtökum, sem hlut eiga að máli, er nú í ráði að auka sem mest notkun rafeindavéla þessara. Er því mikil þörf á sérmenntuðum mönnum um meðferð vélanna, og var þjálfun þeirra eitt þeirra mála, sem mest voru rædd á ráð- stefnunni. Þá var rætt um möguleika á sameiginlegum innkaup- um á ýmiskonar varningi varðandi vélarnar o. fl. í forsæti á ráðstefnunni var Carl-Axel Svedberg og ritari Gunnar Höglin, báðir frá KF, sænska samvinnusambandinu. STARFSMANNASKIPTI Dagur Þorleifsson Haral'dur Einarsson Jóhann Bjarnason Sú breyting verður á starfsliði Samvinnunnar nú um miðjan janúar, að Dagur Þorleifsson blaðamaður lætur af störfum sem fastur starfs- maður samkvæmt eigin ósk. Dagur hefur verið blaðamaður við Samvinnuna í sex og hálft ár og skrifað í blaðið fjölda greina auk þess sem hann hefur þýtt greinar og smásögur. Nú hin síðari ár hefur hann einnig séð um uppsetningu og niðurröðun efnis í ritið. Þá hefur hann og að langmestu leyti séð um útgáfu starfsmannablaðsins Hlyns. Samvinnan og Hlynur þakka Degi Þorleifssyni fyrir margra ára þjónustu og óska honum gæfu og gengis í hverju því, sem hann tekur sér fyrir hendur. Þá hefur í öðru lagi orðið sú breyting á, að Haraldur Einarsson, sem verið hefur starfsmaður Sambandsins í mörg ár, tók fyrir nokkru við störfum í Fræðsludeild og meðal annars afgreiðslu Samvinnunnar og Hlyns. Nokkur undanfarin ár hefur Jóhann Bjarnason fulltrúi í Bifröst — fræðsludeild og starfsmaður Bréfaskóla SÍS haft af- greiðslu ritanna með höndum, en gat það ekki lengur vegna mikilla anna. Samvinnuritin þakka honum fyrir þau störf um leið og Harald- ur Einarsson er boðinn velkominn til nýrra verkefna. Ritstj. Forsíðumynd: Háteigskirkja í Reykjavík. Arkitekt: Halldór H. Jónsson. Ljósm.: Þorvaldur Ágústsson. ■ a Efni: 2. Samnorræn samvinnuráðstefna um rafeinda- vélar. Starfsmannaskipti. 3. Við áramót, Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS. 4. Bréfaskólinn á tímamótum. 5. Að þykja vænt um hið gamla og fagna því nýja — sagt frá opnunarhátíð verzlunarhúss Kaupfé- lags Húnvetninga á Blönduósi. 8. Samvinnustarf í sjötíu ár á bökkum Blöndu, Páll H. Jónsson. 9. Krossgátan. 11. Kaupfélagsstjórafundurinn 1965. 12. Kveðið á skjáinn. 13. Minningarorð um Vigfús Guðmundsson, Páll H. Jónsson. Veraldarsaga Menntamálaráðs, Jónas Jónsson frá Hriflu. 14. Heimilisþáttur, Bryndís Steinþórsdóttir. 16. Herra Monroe sigrar leðurblöku, smásaga eftir James Thurber, Heimir Pálsson þýddi. 17. Föndurkrókurinn. Dægramunur, ljóð eftir Sigurð Jónsson frá Brún. 19. Barn, ljóð eftir Valborgu Bentsdóttur. Samvinnan JANÚAR 1966 — LX ÁRGANGUR 1. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll H. Jónsson. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavlk. Ritstjórnarsími: 17080. Verð árg.: 200,00 kr., í lausasölu kr. 20.00. Gerð myndamóta: Prentmót h.f. Prentverk: Prentsmiðjan Edda h.f. 2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.