Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 26
megin, að langmestu leyti í beinum eða óbeinum tengslum við samvinnufé- lögin bæði og starfsemi þeirra og með þeim mynd- arbrag, sem raun ber vitni. Árið 1961 byggði Kaupfé- lag Húnvetninga svo útibú í þorpinu vestan Blöndu. Er það matvörukjörbúð. Framanritað segir aðeins brot af sögu Kaupfélags Húnvetninga í 70 ár, en við það verður að sitja. Vitan- lega háði félagið margs háttar baráttu við illt ár- ferði, óhöpp, erfitt verzlun- arárferði, kreppur og margs konar árekstra innan dyra og utan. Það hafa öll kaup- félög gert. En þegar litið er á sögu þess í heild kemur í ljós, að það hefur verið far- sælt og unnið sér traust og trúnað héraðsbúa, sem stað- ið hafa fast saman um félag sitt. Það hefur verið heppið með forustumenn. Því hefur tekizt að vera hjálparhella og bjargvættur og átt drjúg- an þátt í umbótum og fram- förum í fögru og frjósömu héraði. Því hefur verið stjórnað af framsýni og gætni. Við þessi merku tímamót horfir kaupfélags- fólkið yfir farinn veg og sér í' sögu félags síns margar sannanir fyrir yfirburðum samvinnuhreyfingarinnar og horfir fram á veginn björt- um augum og trúað á mátt samvinnu og bræðralags. (Heimildir: Tímarit fyrir samv.fél. 16. árg., Samvinn- an 1946 og óprentuð handrit að sögu samv.fél. í Húnav.- sýslu eftir Jónas Bjarnason.) Bréfaskólinn Framh. af bls. 4. og mennta, að ekki sé mögu- legt að hljóta undirbúning eða þreyta námsbraut til enda í bréfaskólum þar í landi. Sænska Samvinnusamband- ið stofnaði bréfaskóla árið 1919 undir forustu hinnar miklu samvinnuhetju og menntafrömuðar í samvinnu- fræðum, Haralds Elldings, en hann byggði síðar upp mennta- setur samvinnumanna í Vár gárd við Saltsjöbaden. Bréfa- skóli sænska Sambandsins náði þegar miklum vinsældum og mikilli fullkomnun. Hann var í upphafi stofnaður til þess einkum að auðvelda menntun og þjálfun starfsfólks sam- vinnufélaganna. En ekki leið á löngu þar til að hann færði út starfssvið sitt og varð menntastofnun, sem veitti al- hliða menntun. Hóf þá Ellding máls á því, að fleiri þjóðhreyf- ingar en samvinnuhreyfingin yrðu virkir aðilar að rekstri skólans. Leiddu þær umræður til þess, að verkalýðshreyfingin og bindindishreyfingin urðu tengdar Bréfaskólanum og rekstri hans og námsefni var hagað í samræmi við það. Fleiri aðilar komu síðar til sam- starfsins, þótt smærri væru. Eftir sem áður var skólinn rek- inn af sænska Samvinnusam- bandinu í orði kveðnu, en að- ild annarra meira óbein, allt til ársins 1949. Það ár var skólanum breytt í samvinnu- félag allra fyrr nefndra aðila. Óx nú enn starfsemi hans, nýir aðilar bættust við, rekstrar- grundvöllur var tryggður og 22 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.