Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 21
Föndurkrókurinn ÆÐARBLIKINN er sagaSur út úr 5 mm. krossviði. — Sagið rólega og reynið að fylgja útbrúnum nákvæm- lega. — Slípið síðan með sandpappírnr. 80. — Teikn- ið á bakhlið fuglsins sömu mynd ogeráframhlið hans. Tapparnir X ganga niður í hæfilega stóran pall, sem smíða þarf undir blikann. Pallurinn mætti vera úr 8 mm þykkum krossviði. — Lakkið að síðustu með Cellouloselakki, hæfilega útþynntu. Gauti Hannesson. — ,“ rödd hans varð ó- greinileg, því að hann var kominn langt undir sæng með höfuðið. „Ég heyri ekki, hvað þú segir, elskan,“ sagði frú Monroe. Hann skaut höfð- inu út undan. „Ég var að spyrja, hvað yrði langt þangað til hún færi.“ „Hún hlýtur að fara að hanga kyrr á fótunum og sofna rétt strax,“ sagði kona hans sefandi röddu. „Hún meiðir þig ekki.“ Þessi síð- ustu orð höfðu furðuleg á- hrif á herra Monroe. Hann varð meira að segja hissa á því sjálfur, en allt í einu sat hann uppi í rúmi sínu, all- reiður. Leðurblakan gómaði hann líka núna, burstaði hár hans, og um leið heyrð- ist ofurlítið „Hviss“. „Hæ,“ æpti herra Mon- roe. „Hvaff er þetta, elskan?“ sagði frú Monroe. Hann stökk fram úr rúminu, utan við sig af skelfingu og hljóp til herbergis konu sinnar. Hann komst inn, lokaði á eftir sér, og þarna stóð hann. „Komdu uppí til mín, elskan," sagði frú Monroe. „Það er allt í lagi með mig,“ hreytti hann reiðilega út úr sér. „Mig vantar bara eitthvað til að vinna á þess- ari skepnu með. Ég fann ekkert í mínu herbergi.“ Hann kveikti Ijósið. „Það er ekkert vit í, að þú farir að þreyta þig á að berjast við leðurblöku,“ sagði kona hans. „Þær eru ógurlega snarar í snúning- um.“ Það sýndist bregða fyr- ir glampa í augum hennar. „Ég er líka ógurlega snar,“ rumdi herra Monroe, og reyndi af öllum mætti að leyna því, að hann skalf, meðan hann vafði saman dagblað í eins konar kylfu. Hann fetaði til dyra með það í hendinni. „Ég skelli á eft- ir mér, svo að hún komist ekki inn til þín,“ sagði hann. Hann gekk út og lokaði vendilega á eftir sér, lædd- ist hægt gegnum forstofuna, að sínu eigin herbergi. Hann dokaði við og hlust- aði. Leðurblakan var enn að. Herra Monroe hóf papp- írskylfuna á loft og lét feiknahögg ríða á dyra- karminn að utan. „Bang“, heyrðist undan högginu. Hann barði aftur. „Bang.“ „Hittirðu hana, elskan?“ kallaði kona hans. Röddin var óskýr, þar eð dyrnar voru lokaðar. „Allt í lagi,“ hrópaði mað- ur hennar, „ég hitti hana.“ Hann beið drykklanga stund. Síðan læddist hann á tánum að bedda, sem stóð í forstofunni, miðja vega milli herbergja hans og konu Dægramunur Nóttin veitir verkafriÖ vinnustundir margar, enda hef ég unað við andvökur til bjargar. Þœr hafa gert mér hlátraheim hraunum af og söndum, ímyndun mín út’ á þeim unaö gróðurlöndum. En er birtir öllu breytt er í grjót aö nýju: brunahraun að öllu eytt: ilmi, mýkt og hlýju. Sigurffur Jónsson frá Brún. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.