Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 27
Holts g □ □ .VW'JC’!* :•.*» Leitið upplýsinga um meira en 6 0 viðhalds- og viðgerðarefni s Móðulausar rúður Strjúkið rúðurnar einu sinni með móðuklútnum og þær haldast hreinar og móðufríar í lengri tíma. Klútarnir geymast lengi í plastpoka, sem fylgir. Anti-Mist Cloth Isvörn í rúðusprautur Mátuleg blöndun á sprautu- geyminn kemur I veg fyrir að I honum frjósi Losar snjó og ísingu og heldu þeim hreinum og tærum. Winter Screenwash S t ö ð v a r vatnskassaleka Ein áfylling af Redweld vatns- kassaþétti er varanleg viðgerð, sem miklar hitabreytingar eða frostlögur hefur engin áhrif á. Radweld R y ð o 11 a á sprautubrúsa Inniheldur grafít; sem gefur langvarandi ryðvörn. Hentugt til að úða með hluti, sem erfitt er áð ná til. Rustola Holts vörurnar fást á stærri benzínstöðvum, hjá kaupfélögunum og Véladeild SlS Ármúla 3 nýjar kröfur um námsefni komu til sögunnar. Vegna Irnnar miklu tækniþróunar, sem orðið hefur í Svíþjóð á síðari árum, hefur aukning skólans orðið mest í iðn- og tæknifræðum. Fyrir nokkru hófu trúnaðar- menn Sambands íslenzkra samvinnufélaga máls á því við stjórn Alþýðusambands ís- lands, .hvort ekki væri tíma- tært að feta í fótspor Svíanna eftir fyrirmynd Elldings, og hefja samstarf þessara tveggja þjóðhreyfinga um rekstur bréfaskóla, með sjónarmið þeirra beggja fyrir augum auk almennra sjónarmiða. Umræð- ur og athuganir á málinu hafa leitt til þess, að samkomulag náðist um rekstur Bréfaskól- ans og nú um áramótin verð- ur hann sameignarstofnun samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar. Heit- ir hann hér á eftir Bréfaskóli SÍS og ASÍ. Reglugerð fyrir sameignarstofnunina hefur verið lögð fyrir stjórnarfundi beggja sambandanna, Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga og Alþýðusambands ís- lands og var hún samþykkt á báðum fundunum. Bréfaskóli SfS og ASÍ á sam- kvæmt reglugerð „að veita að- stöðu til menntunar og fræðslu með bréfakennslu eða á annan hátt, sem æskilegt þykir og tiltækilegt. Aðaláherzla hvílir á eftirfarandi: a) Félagslegri og hagrænni (ökonomiskri) fræðslu. b) Atvinnulífi íslendinga og hagnýtri menntun í tengsl- um við það, c) Almennri menntun. Öll kennsla á vegum skólans skal vera hlutlaus í trúmálum og stjórnmálum.“ Þótt skólinn verði nú sam- eignarstofnun samvinnuhreyf- ingarinnar og verkalýðshreyf- ingarinnar, heimilar reglugerð- in „að veita öðrum samtökum á íslandi aðild að rekstri skól- ans.“ „Þau samtök verða að vera lýðræðisleg og í þágu al- mennings,“ segir í reglugerð- inni. Samkvæmt reglugerð þeirri, er nú hefur verið samþykkt, er skólanum stjórnað af þriggja manna framkvæmda- nefnd. Einn fulltrúi er frá hvorum aðila, samvinnuhreyf- ingunni og verkalýðshreyfing- unni og skal tilnefndur til tveggja ára í senn. Forstöðu- maður skólastarfs á vegum samvinnuhreyfingarinnar á sæti í framkvæmdanefnd, en hann er jafnframt skólastjóri Bréfaskólans. Framkvæmdanefndin hefur verið skipuð og eiga sæti í henni Erlendur Einarsson, for- stjóri SÍS, Hannibal Valdi- marsson, forseti ASí og Guð- mundur Sveinsson, skólastjóri. Sú breyting, sem verður á Bréfaskólanum nú með aðild ASÍ, verður einkum fólgin í því, að skólinn færir út starfs- svið sitt og kennslubréfaflokk- um (námsgreinum) fjölgar. Alþýðusamband Islands mun hið fyrsta láta semja kennslu- bréf í fjórum greinum: a) Hag- ræðingu, b) bókhaldi verka- lýðsfélaga, c) vinnulöggjöf, eins og hún horfir við verka- lýðshreyfingunni og beinist að henni, d) sögu verkalýðshreyf- ingarinnar á Islandi. Samband íslenzkra sam- vinnufélaga undirbýr kennslu- bréf í nýjum greinum, einkum þeim er varða undirbúnings- menntun og þjálfun starfsfólks SAMVINNAN 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.