Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 16
Dagur Þorleifsson, blaða- maður hjá Samvinnunni hringdi til heyranda í holti og taldi að nú hefði hann haft sumarfrí alllangt og væri því kominn tími til að fara að hlera kveðskap. Heyrandi tautaði fyrir munni sér: Dagskipunin drífur að: Dugir sízt að slóra, finndu l holti felustað og farðu að kveða á Ijóra. Sigurður frá Haukagili var samferða milli bæja þeim systkinum Halldóru B. Björnsson og Sveinbirni Beinteinssyni. Snjór var yfir öllu og ófærð nokkur. Sig- urður gekk fyrir og óð snjó- inn. Honum varð að orði: Mikið skratti hefði ég getað orðið góður forustusauður. Um það orti Halldóra: Okkur slóð um ófœrð skóp yfir hjarn á vetri. Sá hefði orðið í sauðahóp sauðum öllum betri. Um Sigurð er þetta kveð- ið: Andvaka lá ég og orti um M9 til einskis — en seinna mig dreymdi, að breiddirðu kálfskinnu- blað oná mig og blekið úr pennanum streymdi. Steingrímur í Nesi í Aðal- dal getur verið glettinn á stundum. Stöku þessa kvað hann í vísnabók ungfrúar: Meydómurinn mesta þykir hnoss meðan hann er þetta kring- um tvítugt, en verður mörgum þungur kvalakross, ef kemst hann nokkuð telj- andi yfir þrítugt. Sú var tíðin, að menn sendu gjarnan hver öðrum ljóðabréf til skemmtunar og upplyftingar. Nú er sá siður að mestu fyrirbí, svo sem fleiri góðir og gamlir. En það var sunnlenzka konan, sem verið hafði á ferða- flakki um Þingeyjarsýslur eitt sólarsumar og hafði lát- ið þar fjúka í hendingum. Undir veturnætur barst henni ljóðabréf. Þar var þetta m. a.: Braga engjablómi skin; býður drengjum glcesta sýn. Hugsar lengi hlýtt til þín hnausaþengill vina mín. Um þig verður minning mér mild og hrein sem vera ber. Ást í meinum fjarri fer. Fylkir steina heilsar þér. Varalitar blómgrund blíð, bros þín hita stafa. Áttu og nytjar alla tið ástar Vitaðsgjafa. Orlontvinna eikin þá öðru sinni valla, ef hún finnur baldursbrá í brekkum Kinnarfjalla. Sviki kinnar blómsturblað brúðarkinn að mœta, önnur kynni á öðrum stað úr þvi kynnu að bœta. Konan var, svo sem allar konur af Evu komnar, for- vitin úr hófi. Hún leitaði til leyniþjónustumanna og rit- handasérfræðinga, ef hún mætti finna þann felu- mann, sem svo fagurt kvað til hennar. Þeir, sem rit- handir rýndu, töldu skrifara vera skáld, bónda item lax- veiðimann. Þóttist konan þá kenna þar Steingrím í Nesi og sendi honum bréf. Heyr- andi var í holtinu þá og heyrði Steingrím lesa það á vökunni. En svo nam heyr- andi bréfið: Kona á Suðurlandi fékk að haustnóttum nafnlaust bréf að norðan. Sendir hún á þorra höfundi þess vísur þessar: Þakkarstrengi þér ég spinn, þig skal lengi muna. Hnausaþengill þú ert minn, en það má engan gruna. Um þig syngur ástarljóð ópalhringa sunna. Alltaf þráir þingeyskt blóð þessi glingurnunna. Sem áar kaldan öngulbít óf þitt vald mig snœri, þó að baldursbráin hvít búin galdri vœri. Dráttarvélar drottinn á drósar þel i banni. Kveðju velur veðragná vísnaf elumanni. Hafirðu ekki skrifað bréf- ið hefurðu tvær gátur að ráða. Hver skrifaði bréfið og hver fékk það. Steingrímur duldist ekki lengur og svaraði: / svölum kyljum sumar- minning sólar hylji klaka ver. Stundum yljar örstutt kynning; ei skal dyljast fyrir þér. Þegar Askja fór að gjósa um árið kvað Egill á Húsa- vík: Örœfanna undur stór ég heyri, Askja leikur þar við hvern sinn fingur. Hún er orðin Heklu krafta- meiri, hún er nefnilega Þingeying- ur. Þá varð Páli Bergþórssyni að orði: Víst er Askja enginn vesa- lingur, einnig mun hún vita hvað hún syngur. Hitt er ekki að undra fyrst hún springur, að hún skuli vera Þingey- ingur. Um fallinn hest, sem hét Helmingur, er þetta kveðið: Líður enn á œvidag, enn er hrokkinn strengur, þegar Helmings hófaslag heyrist ekki lengur. Eitt sinn þegar dómnefnd- in í vísnakeppni Samvinn- unnar kom saman var þar og stödd kona sú, sem taldi sig hafa fengið „hlutverk hundsins“ í hreppsnefnd- inni forðum. Hún kvað nú: Hógvœrlega að höndum ber hugsjón mikilsverða, hvaða nefndar hundur mér hlotnast nœst að verða. Veiðimenn voru á ferð. Hagyrðingur að nafni Hall- dór orti mikið. T. d. fékk fararstjórinn þessa vísu: Vökult auga veldur því, að veiðin brást ei honum, hann á víða ítök í íðilgóðum konum. Er Halldór hafði um sinn látið gamminn geysa varð einum úr hópnum að orði: Þegar Halldór þylur óðinn þagna hinir við ótœmandi orðasjóðinn, ómelt brjóstvitið. Þá þagnaði Halldór í bili. Og að lokum: Megni ei lengur lággeng sól langa skugga að buga, óort staka aukajól alltaf veitir huga. Þá herðir frost og haustar að, hefjast nýjar vökur. Komið ykkar kímni á blað og kveðið á skjáinn stökur. KVEÐIÐ Á SKJÁINN Vísur, sem heyrandi í holti hefur tínt saman J2 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.