Samvinnan


Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.01.1966, Blaðsíða 22
/ ma hans, og lagðist gætilega á hann, mjög gætilega. Hann svaf óvært, því að það var hrollur í honum. í dögun reis hann á fætur og lædd- ist að herbergi sínu. Hann gægðist inn. Leðurblakan var farin. Herra Monroe skreið uppí og fór að sofa. H. P. þýddi. Að þykja vænt um Framh. af bls. 7. hagkvæma sitja í fyrirrúmi, en þó ekki á kostnað þess fagra og ekki eingöngu ein- blínt á auðinn." Hilmar Frímannsson á Fremsta-Gili sagði: „Unga fólkið er framtíðin. En sannleikurinn er sá, að fram- tíðin byggist á fortíðinni og til þess að unga fólkið geti starf- að skynsamlega, má það ekki slíta sambandið á milli fortíð- ar og framtíðar. Góður sam- vinnumaður getur aldrei orðið til', nema að hann sé kunnugur þeim jarðvegi, sem samvinnu- félögin eru vaxin upp úr.“ Þorsteinn Matthíasson, skóla- stjóri, sagði: „Mitt erindi hingað í ræðu- stólinn er aðeins það, að þakka ykkur, sem gert hafið þetta átak hér, fyrir hönd þessa unga fólks, sem á eftir að taka við af ykkur, og sem ég starfa með. Sennilega kemur það margt til ykkar út í búð í fyrramálið. Og þá er það eitt, sem ég ætla að biðja ykkur fyrir: Gerið því strax grein fyrir, að það á að ganga vel um, það á að sýna fulla kurteisi, sem er samboðin því umhverfi sem það nú er komið í. Því það vita engir bet- ur en þið og enginn betur en ég, hve umhverfið hefur mikil áhrif á unga fólkið. Það er sagt að heimilin móti æskuna og að skólinn móti æskuna, en þriðji aðilinn má heldur ekki gleymast, en það er umhverf- ið. Nú hafið þið boðið unga fólkinu hér á Blönduósi upp á nýtt umhverfi til að verzla í, nýtt umhverfi sem á að kenna því að koma kurteislega fram, ganga um með háttvísi og sýna, að það er vaxandi fólk, sem er fært um að taka við því, sem fyrir það hefur verið gert.“ Séra Þorsteinn Bjarnason prófastur í Steinnesi, sagði: „Fyrir nokkrum áratugum var ég á aðalfundi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem þá var haldinn á Laugarvatni. Fundurinn stóð þar eins og venja er til í tvo daga, og að kvöldi annars dagsins var fundinum slitið og þá fórum við fulltrúarnir austur að Gull- fossi. Það var ekki skemmti- legt veður, þoka, og maður sá ekki nógu vel í kring um sig, en samt sem áður var það skemmtileg ferð. Við komum að Gullfossi og skoðuðum foss- inn, sem að vísu ekki skartaði sínu bezta skrúði, en við stóð- um þarna á gilbarminum og ég veit að okkur fannst öllum til um hið tröllaukna afl, sem þarna var að verki. Og mér datt þá í hug hve þessi foss var í rauninni gott tákn um samvinnuhreyfinguna í land- inu. Fossinn var aflmikill eins og við vitum, en hann saman- stóð af mörgum smá lækjum, eða lækjarsytrum á afréttum og heiðum, sem að lokum mynd- uðu Hvítá, sem svo aftur mynd- aði fossinn og það mikla afl, sem þar birtist. Ég talaði svo- lítið í þessu sambandi og minntist þá á hve gott tákn mér fyndist Gullfoss vera fyr- ir samvinnuhreyfinguna í landinu. Það eru ekki aðeins forustumennirnir einir sem myndað hafa þann kraft, sem býr í samvinnuhreyfingunni, það eru hinir mörgu sem dreifðir eru út um byggðir landsins, sem standa þar að baki, alveg eins og lækirnir, sem mynduðu Hvítá- Þess vegna vil ég, þó ég geti þakk- að þessar framkvæmdir hér fyrir mitt leyti sem stjórnar- nefndarmaður Kaupfélags Húnvetninga, fyrst og fremst minnast hinna mörgu sem þetta hvílir á herðum. . . . Að öðru leyti fannst mér þetta vera táknrænt — Gullfoss — fagur foss og nafnið fagurt. Og samvinnuhreyfingin hefur verið að mínum dómi eins kon- ar Gullfoss fyrir þetta þjóðfé- lag. Og ég vona að sú hug- sjón, sem að baki samvinnu- hreyfingarinnar stendur breyt- ist aldrei, að hún verði Gullfoss íslenzku þjóðarinnar um alla framtíð. Ég óska kaupfélaginu og framtíðinni og unga fólk- inu til hamingju með þetta nýja glæsilega verzlunarhús, sem hér hefur verið reist. Megi Kaupfélag Húnvetninga ævin- lega vera Gullfoss fyrir þetta hérað. Og nú skal ég ekki hafa orð mín fleiri, en vænti þess, 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.