Samvinnan - 01.08.1976, Qupperneq 3
^ Samvinnan
o. naut o».o, i0, argoitgur.
Utgelandi; Samband Islenskra sam-
vinnuféloga. Ritstjórí; Sylii Grðndal, Af-
Srsiðsia 0g auglýsingar; Gunnar Guðna-
son. Rítstjórn og afgreiðsla: Suðurlands-
bfaut 32, slml 81255. Áskriftarverð: 2000
krdnur. I lausasölu 200 krónur hvert
hefti, Gerð myndamóta: Prentmyndastof-
arl hf. Lltgreining á forsíðu: Prentmynd
o'. Prentun: Prentsmiðjan Edda hf.
3 Porustugrein: Minning Hail-
gríxns Kristinssonar.
4 Ungt fólk hefur góöon skiln-
ing á gildi samvinuu, rætt við
Matthías Gíslason, kaupfélags-
stjóra Kaupfélags Skaftfell-
inga. Vik i Mýrdal.
8 Punktar úr sögu Kaupfélags
Skaftfeilinga.
8 Þegar vörunum var skipaS
UPP á árabátimi, rætt við Jón
Helgason, alþingismann og
bónda i Seglbúðum.
10 Fermingarfötin, smásaga eftir
Brendan Behan.
13 Þorpskýrnar, svipmynd eftir
Önnu Mariu Þórisdóttur.
14 Söguleg skák, frásögn um ís-
lenzkan skáksnilling eftir Jón
Olafsson hrl.
36 Alþjóðleg samkeppni um
bamateiknhigar.
37 Urriði með hvítvinssósu, Rétt-
Ur mímaðarins, vaiinn af
Oröfn H. Farestveit, hús-
mEeðrakennara.
38 Manntafl. kafli úr hinni
frsegu sögu eftir Stefan Zweig
i þýðingu Þórarins GuSnason-
ar.
20 Handrit Hallgríms Pétursson-
í Britísli Museum eftir Ey-
stein Sigurðsson, cand. mag.
26 ^oi'öiaunakrossgáta.
PORSÍÐAN;
Sarnvmnan heimsækir Vik i Mýr-
c a 1 Þessu hefti og segir frá starf-
kaupfélagsins þar í máli og
>ndum. Vestur-Skaftafellssýsla
,,, ®°u um strjálbyggðan og
’ býlan hluta landsins, sem á
aó h. samvinnustarfi tilveru sina
‘ f ,,akka- ~~ Þe.ssa faUegu mynd
Vk 1 MjTclal tók Kristján Pét-
ur Guðnason.
Minning Hallgríms Kristinssonar
Þróun Sambandsins var hraðfara á fyrstu
starfsárum þess. Meginorsökin var, að löng
og skipuleg barátta tók að bera ávöxt. En
ekki var síður mikilvægt, að samvinnumenn
höfðu þá eignazt leiðtoga í sameiginlegum
framkvæmdum — mann, sem átti fáa sína
líka.
Hallgrímur Kristinsson telst fyrsti forstjóri
eða framkvæmdastjóri Sambandsins, en sjálf-
ur hirti hann aldrei um að velja sér starfs-
heiti. Ef unnt er að telja einn mann brautryðj-
anda samvinnuhreyfingarinnar á íslandi í nú-
verandi mynd sinni — þá verðskuldar Hall-
grimur það heiti.
Hinn 6. júlí síðastliðinn voru hundrað ár
liðin frá fæðingu Hallgríms Kristinssonar, og
er þess minnzt með ýmsu móti á árinu. Ber
þar fyrst að nefna, að í haust kemur út ævi-
saga hans eftir Pál H. Jónsson frá Laugum,
fyrrum ritstjóra Samvinnunnar.
í ávarpi, sem Jakob Frímannsson fyrrum
kaupfélagsstjóri flutti á hátíðafundi KEA —
félagsins sem Hallgrímur Kristinsson gerði að
stórveldi — vék hann að dómum samtíðar-
manna um hann:
Jónas Þorbergsson minntist Hallgríms svo-
felldum orðum í Degi: „Hann var lágur vexti,
kvikur í hreyfingum, mesti fjörmaður og starfs-
maður. Fríður sýnum, dökkhærður og dökk-
brýnn, augun snör og skutu eldi. Hvers manns
hugljúfi og vinsæll jafnt af skoðanabræðrum
sem andstæðingum“.
í íslendingi skrifar Gunnlaugur Tr. Jóns-
son: „í framgöngu var Hallgrímur hið mesta
prúðmenni og mjög vel til vina. Hann var
skemmtinn og fjörugur í viðræðum og höfð-
ingi að rausn. í baráttunni fyrir áhugamálum
sínum, og hún var oft hörð, sýndi hann þá
leiðtogahæfileika, sem ekki einasta komu
fylgismönnum hans til að trúa á hann. heldur
vöktu jafnframt virðingu andstæðinganna; þeir
fundu, að þar var við heiðarlegan andstæðing
að etja og góðan dreng".
Brynjólfur Árnason sagði í grein í Lögréttu:
„Það var líkast því sem einhverja birtu legði
af för hans, sem eyddi þokunni og sinnuleys-
inu í kring um hann. Það var líf og vinnugleði
og þróttur í starfinu í þá daga, meðan Hall-
grimur var að leggja undir sig Eyjafjörð."
Jónas frá Hriflu skrifaði í Tímann: „Hann
tók við Kaupfélagi Eyfirðinga með 8000 króna
ársveltu og skilaði því eftir 10 ár sem stærstu
verzlun á landinu. Hann hafði mikið skapandi
afl, eins konar listamannsgáfu, afkastamikla
samúð með mönnum, einkum þeim er áttu
erfitt, gæddur óbifanlegri festu og drengskap
til að vinna að því, sem hann áleit rétt og
gott.“
Og Jakob sjálfur, sem er annar af tveimur
þeirra starfsmanna KEA er voru fastráðnir á
þeim tíma sem Hallgrímur stjórnaði félaginu
og enn eru á lífi — segir í ávarpi sínu: „Hall-
grímur var og er lifandi tákn þeirra hugsjóna
sem við höfum barizt fyrir og menn munu
helga krafta sína í framtíðinni til gagns og
góða fyrir eyfirzkar byggðir og allt landið." ♦
,,Ég tel til bóta að reyna að
sameinast um eitt fyrirtæki
hér á staðnum. í sliku fá-
menni og sVrjálbýli er sam-
vinnan lífsnauðsyn. Við meg-
um ekki sóa kröftunum í
fánýtri baráttu um nokkrar
krónur. Ég er persónulega
hlynntur eðlilegri samkeppni.
En það verður að vera
grundvöllur fyrir henni, og
ég tel að hann sé ekki fyrlr
hendi hjá okkur.“ Sjá viðtal
við Matthías Gíslason kaup-
félagsstjóra bls. 4.
„Seglbúðir eru næsti bær
við vörugeymsluhús, sem
kaupfélagið lét reisa við
Skaftárós. Leiðir flestra, sem
fóru þangað til að verzla,
lágu því um hlaðið hjá okk-
ur. Oft var margt um mann-
inn, sérstaklega á vorin og
sumrin. Bændur komu með
ullina, lögðu hana inn og
tóku út vörur í staðinn,
stundum fyrir allt árið . . .“
Sjá viðtal við Jón Helgason
alþingismann og bónda i
Seglbúðum á bls. 8.
,,Við jarðarförina skildi ég
frakkann eftir í vagninum
og gekk í dynjandi rigning-
unni á eftir kistunni henn-
ar. Fólk sagði, að ég gerði
úr af við mig é þessu, en
ég hélt áfram að gröfinni og
þar stóð ég í fermingar-
fötunum mínum, holdvotur.
Ég hugsaði með mér, að
það væri þó það minnsta
sem ég gæti gert.“ Sjá smá-
söguna Fermingarfötin eftir
Brendan Behan á bls. 10.
,,Þá kom Björn Pálsson til
skjalanna og vann hverja
skák. Þegar eldri mennirnir
spurðu um leikni hans í
blindskák, svaraði Björn, að
hann gæti sigrað hvern þann
mann í blindskák, er hann
ynni með venulegum hætti,
að því tilskildu að rétt væri
sagt til um leiki andstæð-
ingsins. Hann sVóð við þetta
í tveim samtíma skákum.“
Sjá frásögn um íslenzkan
skáksnilling eftir Jón Ólafs-
son á bls. 14.
3