Samvinnan - 01.08.1976, Síða 5
sólarhringinn; þarf að reyna
að leysa ýmiss konar vanda-
mál eiginlega á hvaða tíma
dags sem er. Þrátt fyrir það
er þetta skemmtilegt starf og
lífrænt — og ég kann vel við
það.
• UMFANGSMIKIL
STARFSEMI
Um starfsemi kaupfélagsins
er það að segja, að við rekum
fyrst og fremst verzlun. Hér
er nýleg kjörbúð á Vikurbraut
þar er almenn matvöru- og
vefnaðarvöruverzlun. Síðan er
búsáhaldaverzlun, járnvöru-
deild og visir að bókabúð i
eldra verzlunarhúsnæði að Vík-
braut 28. Þá rekum við vara-
hlutaverzlun i bila- og land-
búnaðartæki. Loks er útibú á
Kirkjubæjarklaustri, þar sem
rekin er alhliða verzlun eins og
gengur til sveita.
■úuk þessarar verzlunarstarf-
senii rekum við bilaverkstæði
hér i vik, litla járnsmiðju,
renniverkstæði og litla þjón-
nstutrésmiðju. Við rekum
einnig nokkuð stóra trésmiðju
1 samvinnu við trésmiðjur ann-
arra kaupfélaga á Suðurlandi
7" °g það samstarf hefur geng-
ið mjög vel. Hér er smurstöð
°S dekkjaverkstæði; við önn-
Umst umfangsmikla flutninga,
bæði vöruflutninga og oliu-
Uutninga og náttúrlega vöru-
ufgreiðslu i sambandi við þá.
A skrá hjá félaginu eru tiu bíl-
ar: fjórir stórir flutningabilar,
Sem ganga milli Reykjavíkur
Vestur-Skaftafellssýslu,
veir oliubílar og síðan minni
ilar, sem notaðir eru við út-
ueyrslu innanhéraðs.
Þá rekum við frystihús. Við
sláum um alla frystingu á
slaturafurðum hér i Vik fyrir
áturfélag Suðurlands, leigj-
um hólf og seljum ýmsar kjöt-
°S fiskafurðir. Hins vegar er-
dm við ekki sláturleyfishafi.
að' er Sláturfélag Suðurlands,
ei t stærsta samvinnufélag á
fslandi, sem hefur leyfi til
s atrunar á svæðinu frá Lóma-
uup og upp í Borgarfjörð. Aft-
r a móti er allnáin samvinna
„ milli Kaupf. Skaítfellinga og
a urfél. Suðurlands. Margir
sendur ávisa sauðfjárafurðum
i num tál dæmis til kaupfélags-
s- Við rekum heldur ekki
Jolkurbú hér i Skaftafells-
rek ^ ^í^^hurbú Flóamanna
fvr-Ur sameiginlegt mjólkurbú
RJr allt Suðurland á Selfossi.
n ur ávísa þó flestir tekj-
t , Slnum 1:11 kaupfélagsins og
a siðan vörur út á þær.
MATTHÍAS:
__Ungt fólk lítur ekki á kaupfélagið sem pólitíska stofnun.
• BÆTT ÞJÓNUSTA VIÐ
FERÐAMENN
Við höfum rekið veitinga- og
gistihús i tvo áratugi. Oddur
Sigurbergsson, kaupfélags-
stjóri, keypti það á sinum tima
af Brandi Stefánssyni, sem
annaðist áætlunarferðir hing-
að. Þetta er gamalt hús og tek-
ur ekki nema 19 manns i gist-
ingu. Ef til vill þjónar það
ekki nema að takmörkuðu
leyti tilgangi sínum nú á tim-
um, þótt það hafi gert það
áður fyrr. En hótelreksturinn
hefur aldrei verið baggi á fél-
aginu. Reksturinn hefur verið
i góðum höndum allan tímann;
frú Gróa Þorsteinsdóttir hefur
rekið það með myndarbrag.
En með tilkomu hringvegar-
ins 1974 hófum við byggingu
nýs veitingaskála, sem við köll-
um Vikurskála. Þar er venjuleg
ferðamannaverzlun, benzinaf-
greiðsla, góð hreinlætisaðstaða
og síðast en ekki sizt veitinga-
sala. Hún er opin yfir sumar-
mánuðina, en á gamla gist-
húsinu er eingöngu um að ræða
gistingu og morgunverð. Vik-
urskáli var að hluta til opnað-
ur i ágúst 1974, síðan tók veit-
ingasalan til starfa i júli 1975
— en i ár opnuðum við skál-
ann loks fullfrágenginn.
Ég vona, að Víkurskáli bæti
þjónustu okkar við ferðafólk.
Það var orðið nauðsynlegt að
byggja hann, þar sem umferð
um staðinn hefur aukizt veru-
lega, ekki aðeins á sumrin,
heldur líka á veturna. Horn-
firðingar og þeir sem búa á
suðurfjörðunum og alla leið
austur að Egilsstöðum virðast
aka gjarnan suðurleiðina yfir
vetrarmánuðina, enda er sú
leið snjóléttari en norðurleið-
in.
í gamla verzlunarhúsinu er bús-
áhaldaverzlun, járnvörudeild, vísir
að bókabúð, skrifstofur og sitthvað
fleira.
wmSMm
_____________________________________________________________________________________:
1 i ! _í