Samvinnan - 01.08.1976, Síða 6
• EKKI GRUNDVÖLLUR
FYRIR SAMKEPPNI
Þá eru upp taldir helztu
þættir í starfsemi félagsins.
Reksturinn gekk ágætlega ár-
in 1973 og 1974. En verðbólgan
bitnar illilega á allri verzlun,
sérstaklega i dreifbýlinu, og því
miður urðum við að gera félag-
ið upp með 2 milljón króna
tapi fyrir árið 1975.
En til þess að skýra lítillega
þátt Kaupfélags Skaftfellinga
í atvinnulífi hér um slóðir, má
geta þess, að félagið greiddi í
vinnulaun á siðasta ári 82,6
milljónir, sem er ekki svo lít-
ið. Það voru milli tVö og þrjú-
hundruð manns á launaskrá
hjá okkur á síðasta ári, þó að
fastráðnir starfsmenn um síð-
ustu áramót væru aðeins 61.
íbúar í Vik eru rúmlega 400.
Á félagssvæðinu öllu eru hins
vegar líklega um 1400—1500
manns. Félagsmenn i kaupfél-
aginu eru 483.
— Er áhugi félagsmanna
mikill?
— Um hann er það að segja,
að hér áður fyrr voru haldnir
deildarfundir í hverri deild, en
þær eru átta. Þessu var hætt
rétt áður en ég kom hingað.
Nú eru aðeins haldnir tveir
deildafundir, annar hér i Vík
fyrir vestursvæðið og hinn á
Kirkjubæjarklaustri fyrir aust-
ursvæðið. Það hafa mætt milli
50 og 60 manns á fundunum
síðan ég byrjaði — og það má
teljast þokkaleg aðsókn. Og
umræður á fundunum hafa
verið almennar. Mér hafa þótt
deildafundirnir yfirleitt mál-
efnalegir og liflegir. Þeir hafa
sýnt ótvirætt, að menn hafa
mikinn áhuga á félaginu og
málefnum þess.
Kaupfélag Skaftfellinga er
nú eini verzlunaraðilinn i allri
Vestur-Skaftafellssýslu. Hér
voru til skamms tíma tvö verzl-
unarfyrirtæki: Kaupfélag
Skaftfellinga, sem var stofnað
1906, og Verzlunarfélag Vestur-
Skaftfellinga, sem var stofnað
um 1950. Verzlunarfélagið var
stofnað upp úr Halldórsvérzl-
un, sem á sinum tima var
þekkt verzlun i eigu bændanna
hér í Suður-Vík. Þegar þeir
hugðust hætta í kringum 1950,
vildi hópur manna halda verzl-
uninni áfram og valdi þá leið
að stofna verzlunarfélag.
Þróunin hefur sannað, að í
svona miklu fámenni er alveg
út í hött að reka tvö stór sam-
vinnufyrirtæki með svipuðu
sniði. Hitt fyrirtækið hefur nú
hætt starfsemi sinni; það
hætti að fullu á síðasta ári.
Kaupfélag Skaftfellinga keypti
eignir þess hér i Vik, þar á
meðal nýja verzlunarhúsið, þar
sem kjörbúð okkar er. Um leið
og verzlunarfélagið hætti, var
aukið um, tvo menn í stjórn
Kaupfélags Skaftfellinga og
kosnir þeir menn, sem höfðu
verið i fyrirsvari fyrir hitt fél-
agið.
Ég tel til bóta að reyna að
sameinast um eitt fyrirtæki
hér á staðnum. í slíku fámenni
og strjáibýli er samvinnan lífs-
nauðsyn. Við megum ekki sóa
kröftunum i fánýtri baráttu
um nokkrar krónur.
Ég er persónulega hlynntur
eðlilegri samkeppni. En það
verður að vera grundvöllur fyr-
ir henni, og ég tel að hann sé
ekki fyrir hendi hjá okkur. Hér
væru sjálfsagt kaupmenn
starfandi, ef einhver von væri
um hagnað. Þegar harðnar á
dalnum, vill fara svo að allir
hætta — nema kaupfélagið.
Það situr eitt eftir — sem hinn
ábyrgi aðili. Kostir samvinnu-
verzlunar umfram einkaverzl-
un eru, að alit fjármagn sem
myndast í fyrirtækinu verður
kyrrt á staðnum. Því er varið
til uppbyggingar í héraðinu og
til að veita íbúunum atvinnu.
Þegar um einstakling er að
ræða, vofir sífellt yfir sú hætta,
að hann selji einn góðan veð-
urdag eignir sínar — og flytji
fjármagnið burt.
• ÓVENJU MIKLAR
FRAMKVÆMDIR
— Fara erfiðleikar við rekst-
ur kaupfélagsins vaxandi?
— Já, þvi miður. Ég var með
öllu reynslulaus, þegar ég kom
hingað fyrir tveimur árum.
Samt fannst mér leikur einn
að reka kaupfélagið árið 1974.
Þá var yfir 80% veltuaukning
frá árinu áður — og sagði til-
koma hringvegarins þar til sín.
Þótt við byggjum að sjálfsögðu
ekki verzlun okkar á ferða-
mönnum, er það engu að síður
staðreynd, að ferðamenn verzla
mikið. En síðan hafa miklir
erfiðleikar steðjað að. Lausa-
fjárstaða félagsins er slæm,
vegna þess að við þurfum að
fjármagna stórar sveitir; við
höfum átt útistandandi um
50— 80 milljónir um hver mán-
aðamót síðustu tvö árin.
Það gefur auga leið, að ekki
er til lengdar hægt að nota
kaupfélögin sem banka. Mér
lízt illa á, að það geti gengið
öllu lengur. Ég óttast, að við
neyðumst til að takmarka út-
lán verulega — til þess hrein-
lega að geta skrimt. Tvær pen-
ingastofnanir, Samvinnubank-
inn og Búnaðarbankinn, reka
6