Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 7
í trésmiöjunni: Matthías Einarsson, fyrv. verkstæðisformaður. Pakkhúsinu: Hákon Einarsson. útibú hér í Vík. Þessir bankar hafa stutt okkur á þessum síð- ustu og verstu timum. Reyndar hefðum við þurft mun meiri fyrirgreiðslu, en bankarnir eru háðir sínum takmörkunum. Ég Set ekki annað en þakkað þeim hyggan stuðning. Ég hef reynt að fá bændur fil að notfæra sér betur banka- kerfið. Þeir geta tekið út vöru sína og þjónustu í kaupfélag- inu, en notað bankana sem lánsaðila. Sá hugsunarháttur að kaupfélagið sé sá aðili sem getur lánað — hann verður að breytast. Við höfum sem sagt átt við örðugleika að etja, sérstaklega síðastliðið ár. En rétt er að Vr hókhaldEdeild: Ingólfur Sæmundsson, Guðlaugur Ólafsson, Olöf Árnadóttir og Jóhannes Steinsson. taka fram, að þeir erfiðleikar eru ekki eingöngu verðbólgunni að kenna og því að bændur skuldi, því að við höfum staðið i óvenju miklum framkvæmd- um. Á árunum 1974 og 1975 byggjum við Víkurskálann, sem er 350 fermetra hús og kostar rúmar 20 milljónir. Síð- an tekur við nýbygging á Kirkjubæjarklaustri, en þar er- um við að byggja nýtt verzl- unarhús, sem er 630 fermetrar að stærð, en gamla húsið er fyrir löngu orðið of lítið og þröngt. Ennfremur má geta þess, að á árinu 1974 endur- nýjuðum við bilaflotann og keyptum nýjar vélar í sam- bandi við iðnaðinn. Það er þvi um tímabundna erfiðleika að ræða hjá okkur fyrir utan hina almennu erfið- leika. Ég horfi að sumu leyti bjartsýnn til framtíðarinnar. Ég tel, að við séum komnir yfir örðugasta hjallann í þessum fjárfestingarmálum. Á næstu tveimur eða þremur árum eig- um við ekki að þurfa að verja ýkja miklu fé til framkvæmda. • HEILBRIGT VIÐHORF UNGS FÓLKS — Virðist þér ungt fólk gera sér síður grein fyrir gildi sam- vinnustefnunnar en eldra fólk- ið ? — Nei einmitt ekki. Víða hér í Mýrdalnum eru ungir bænd- ur að taka við af feðrum sín- um og hefja búskap. Ég hef kynnzt þessum mönnum og sem betur fer getað hjálpað þeim sumum hverjum við að byggja upp búin. Þetta eru frjálshuga bændur, sem á- nægjulegt hefur verið að kynn- ast. Og mér finnst þeir einmitt hafa góðan skilning á gildi samvinnu. Ungt fólk litur til dæmis ekki á kaupfélagið sem pólitíska stofnun, eins og oft vildi brenna við hér áður fyrr — heldur aðeins nauðsynlega þjónustu- og verzlunarstofnun, sem það á sjálft hlutdeild í. Þetta heilbrigða viðhorf kom mér skemmtilega á óvart. — Að lokum: Vík væri kannski ekki stór staður án kaupfélagsins? — Nei. Ef Kaupfélag Skaft- fellinga hætti starfsemi sinni, mundi staðurinn hreinlega fara í eyði. Stundum er sagt, að verðgildi húseigna hér í Vík fari eftir því hvernig kaup- félagið gangi — og það er mik- ið til í því. Það má því með sanni segja, að fólkið efli eig- inn hag með því að standa sameinað og einhuga um þetta fyrirtæki. ♦ 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.