Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 8
Örstutt spjall
við Jón Helgason, alþingismann
og bónda í Seglbúðum
Þegar vörunum
var skipað
upp á árabátum
úr sögu
Kaupfélags
Skaftfellinga
• AUt fram að síðustu alda-
mótum var enginn verzl-
unarstaður í Skaftafells-
sýslu. Tveir staðir voru
reyndar löggiltir I Mýr-
dal, Dyrhólaey 1842 og
Jökulsá 1879, en þeir voru
ekki notaðir. Síðar varð
Vík fyrir valinu eða 1887
— og þar hefur verið rek-
in verzlun síðan.
• Hinn 23. janúar 1906 var
haldinn fyrsti undirbún-
ingsfundur undir stofn-
un kaupfélags. Annar
fundur var haldinn að
Deildará 1. júlí og sá
þriðji í Norðurhjáleigu í
Áiftaveri 14. júlí og á
þeim fundi var félagið
stofnað.
• Það sýndi sig svo að segja
strax og félagið fór að af-
greiða vörur, að verðið
hjá því var mun lægra en
hjá kaupmönnum í Vík.
Auk þess skilaði félagið
arði um áramót, sem
komst upp í 14% eitt af
fyrstu árunum.
• Kötlugosið 1918 og afleið-
ingar þess ollu félaginu
miklum erfiðleikum. Samt
bættust því við á því ári
tvær hjálparhellur, sem
segja má að hafi bjargað
því. Þá hóf félagið við-
skipti við Samband ís-
Ienzkra samvinnufélaga
og mb. Skaftfellingur var
keyptur.
• Kaupmenn reyndu eftir
mætti að klekkja á félag-
inu. Þegar fjárhagsörðug-
leikar steðjuðu að því, var
samábyrgðin óspart not-
uð sem grýla. Þessi áróð-
ur bar árangur og all-
margir sögðu sig úr fé-
laginu og kröfðu það um
stofnfjárinneign sína.
Þessir sömu menn létu
etja sér út í umfangs-
mikil málaferli við félag-
ið í sambandi við stofn-
féð. En félagið vann mál-
ið fyrir hæstarétti.
• Samhliða þessum mála-
ferlum var félagið dregið
inn í pólitískar deilur á
framboðsfundum til Al-
þingis og olli það verulegri
sundrungu innan þess. En
félagið stóð af sér þessi
gjörningaveður — og hef-
ur dafnað vel síðan.
• Þessir menn hafa verið
kaupfélagsstjórar Kaup-
félags Skaftfellinga frá
byrjun: Bjarni Kjartans-
son (1908-1927), Þórður
Pálmason (1928-1932) Sig-
urjón Kjartansson (1932-
1948). Oddur Sigurbergs-
son (1948—1964), Guð-
mundur Böðvarsson (1964-
1967), Gísli Jónsson (1967
-1974) og Matthías Gísla-
son frá 1. maí 1974.
Jón Helgason, alþingismaS-
ur og bóndi í Seglbúðum, er
stjórnarformaður Kaupfélags
Skaftfellinga. Við hittum
hann á Kirkjubæjarklaustri
og spjölluðum við hann ör-
stutta stund; brugðum okk-
ur afsíðis i gömlu kaupfélags-
búðinni, þar sem öllu ægir
saman eins og tiðkaðist hér
áður fyrr. Nýtt og glæsilegt
verzlunarhús er nú í smíðum
skammt frá, svo að þessi
skemmtilega búð heyrir senn
fortíðinni til.
Við spyrjum Jón um fyrstu
kynni hans af samvinnu-
hreyfingunni:
— Ég kynntist hreyfing-
unni strax í bernsku, sagði
hann. Faðir minn var lengi
endurskoðandi og síðan for-
maður Kaupf. Skaftfellinga.
En nánari urðu þau kynni
þó sennilega vegna þess, að
um tuttugu ára skeið var vör-
um hingað í austustu hreppa
sýslunnar skipað upp við
Skaftárós. Þær voru fluttar
þangað austur með mb.
Skaftfellingi og skipað upp á
árabátum við sandströndina.
Seglbúðir voru síðasti við-
komustaður á aðalleiðinni að
vörugeymsluhúsinu, sem
kaupfélagið lét reisa á þess-
um stað. Leiðir flestra, sem
fóru þangað til að verzla, lágu
þvi um hlaðið hjá okkur. Oft
var margt um manninn, sér-
staklega á vorin og sumrin,
þegar aðalverzlunin fór fram.
Bændur komu með ullina,
lögðu hana inn og tóku út
vörur í staðinn, stundum fyr-
ir allt árið.
Verzlun við Skaftárós og
uppskipun þar lagðist niður
rétt fyrir 1940, þegar fært
varð fyrir vöruflutningabíla
austur að Klaustri.
• VÖRUFLUTNINGAR
TIL ÖRÆFA
í Öræfum var svipaður
háttur hafður á, en Öræf-
ingar gerðust fljótlega þátt-
takendur í stofnun kaupfél-
agsins og urðu siðan hluthaf-
ar i mb. Skaftfellingi, þegar
hann var keyptur góðu heilli
árið 1918. Skaftfellingur hélt
einnig uppi flutningum til
þeirra staða, á meðan hann
var í förum. Þegar hann )
hætti, áttu Öræfingar i erfið-
leikum með flutninga sína
um tíma. En 1950 hóf kaup-
félagið að flytja vörur á bíl-
í gömlu búðinni á Kirkjubæjarklaustri ægir öllu saman eins og tíðk-
aðist áður fyrr. Nú er nýtt verzlunarhús í smíðum.
8