Samvinnan - 01.08.1976, Side 9
um yfir Skeiðarársand vor og
haust, enda þótt allar ár þar
væru óbrúaðar á þeim tíma.
Þeim flutningum var svo
haldið áfram, þar til flutn-
higaleiðin úr Öræfum austur
á Höfn opnaðist um það leyti
sem Jökulsá á Breiðamerk-
ursandi var brúuð. Þegar fyr-
lr lá, að sú leið mundi opn-
ast, var óhjákvæmilegt að
Örsefingar beindu viðskiptum
sínum þangað austur, og um
leið gerðust þeir félagsmenn
1 Kaupfélagi Austur-Skaft-
fellinga á Höfn i Hornafirði.
Þar með minnkaði félags-
svæði Kaupfélags Skaftfell-
lnga, og hefur það siðan náð
aðeins yfir Vestur-Skafta-
fellssýslu. Að vísu hefur síð-
an einnig opnast leiðin yfir
Skeiðarársand, eins og kunn-
ugt er, en Öræfingar munu
samt halda áfram að sækja
austur á Höfn að mestu leyti,
þótt fyrir komi að þeir bregði
sér hingað út að Klaustri
líka.
~~ Samgönguerfiðleikar
hafa sem sagt verið eitt
mesta vandamálið hér um
slóðir. En hvað viltu segja
um aðstöðumuninn i dreif-
hýli og þéttbýli nú á dögum?
' Vegna fjarlægðar frá
hafnarstað er aðstöðumun-
urinn að sjálfsögðu mikill hjá
°kkur Vestur-Skaftfellingum.
h-Ö vísu hefur verið komið til
móts við okkur bændur og
reyndar aðra íbúa sýslunnar
meS verðjöfnun flutnings á
U'ikilvægum vörutegundum,
Þ- e. a. s. áburði og sementi
~~ °S bensíni og oliu. Hið sið-
urnefnda komst reyndar á
Jrir nærri aldarfjórðungi,
einmitt fyrir forgöngu þá-
verandi alþingismanns okk-
Jóns Gíslasonar. Þetta eru
ÞEer vörur, sem fluttar eru i
mestu magni, en af öðrum
vorutegundum verðum við að
estu leyti að bera einir
ostnaðinn vegna hinnar
longu flutningaleiðar.
h °g gefur að skil:ia er
a drjúgur baggi fyrir okk-
r» en erfitt mun reynast og
°kieifi; aS jafna að-
stoðumuninn til fulls.
• FARSÆLIR
___KaUPFÉLAGSSTJ(JRAR
, Þegar litið er yfir sögu
jjaupfélagsins, hverju má þá
e z þakka velgengnina að
Wnum dómi?
~ Þetta er vissulega orðin
löng baráttusaga og sem bet-
ur fer happasæl til þessa. Ef
til vill stendur kaupfélagið
nú fastari fótum en nokkurn
tíma áður. Að mínum dómi
fer skilningur á mikilvægi
þess vaxandi. Það er okkur
ómissandi; við verðum að
standa saman um það, vegna
þess hve þessi sýsla er strjál-
byggð og fámenn. Ég er sann-
færður um, að ómögulegt
hefði verið að búa hér, nema
því aðeins að beita samtaka-
mætti fólksins til að standa
undir þeirri nauðsynlegu
þjónustu, sem kaupfélagið
veitir. Sláturfélag Suðurlands
var stofnað 1907, ári siðar en
kaupfélagið, og það hefur
slátrunina með höndum. Og
við erum einnig félagar i
Mjólkurbúi Flóamanna. En
Kaupfélag Skaftfellinga hafði
forgöngu um að mjólkursala
hófst, að minnsta kosti aust-
an yfir Mýrdalssand. Félagið
sá lengstaf um flutningana,
eða allt þar til tankvæðing-
in hófst. Ég held, að það
hefði að minnsta kosti orðið
mikill dráttur á að mjólkur-
sala hæfist á því svæði með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum
fyrir búskapinn — ef forustu
kaupfélagsins hefði ekki not-
ið við. Afkoma bænda var þá
víða svo slæm, að ekki veitti
af að fá þann stuðning sem
mjólkurframleiðslan veitti.
Þannig ber allt að sama
brunni: Samvinnustarfið var
vegna erfiðra aðstæðna enn
nauðsynlegra hér en víða
annars staðar á landinu.
En þú spurðir hverjum vel-
gengnin væri að þakka.
Kaupfélagið hefur átt þvi
láni að fagna að hafa far-
sæla kaupfélagsstjóra, og
vitanlega veltur mest á
manninum, sem fyrir félag-
inu stendur. Og ekki má
gleyma öðru starfsliði félags-
ins. Starfsmaður i fyrirtæki,
sem ekki er stærra en Kaup-
félag Skaftfellinga hefur
meiri áhrif á rekstur félags-
ins en til dæmis einstakur
stjórnarmaður þess. Hann er
i nánum tengslum við fólkið,
og ef til vill ræður úrslitum,
hvernig hann stendur sig í
starfinu . . .
— 0 —
Það er ónæðisamt i gömlu
búðinni að Klaustri. Síminn
hringir í sífellu; stöðugur er-
ill, ys og þys.
Kaupfélagsstjórinn, Matthías Gíslason, og stjórnarformaðurinn, Jón
Helgason, ræðast við á Klaustri.
Við spyrjum Jón Helgason
að lokum almæltra tíðinda,
en hann rekur allstórt bú i
Seglbúðum; hefur á fjórða
hundrað fjár og nokkrar kýr.
— Hvernig eru heyskapar-
horfur á þessu sumri?
— Ég held, að horfur séu á
góðri grassprettu, og það er
nú alltaf fyrsta skilyrði til að
fá hey að grasið spretti. Ég
þori ekki að spá um tíðar-
farið. En ætli sé ástæða til
að kvíða þvi, að það verði
verra en i meðalári núna?
Það var afleitt í fyrra, og
sjaldan koma mjög slæm ár
mörg í senn.
— Hvernig lízt þér á lands-
málin?
— Það er ekki hægt að gera
litið úr þeim erfiðleikum, sem
við eigum við að etja. Eyðsla
þjóðarinnar hefur verið meiri
tvö siðustu árin en tekjurnar
hafa leyft. Þar af leiðandi
höfum við safnað skuldum.
Það hlýtur að sjálfsögðu að
vera alvarlegt mál, jafnt fyr-
ir þjóð sem einstakling, að
eyða meiru en aflað er.
Hins vegar virðast efna-
hagsmálin heldur þokast í
rétta átt. Vonandi verður
framhald á því. Við erum i
þann veginn að fá einir yf-
irráð yfir fiskimiðum okkar,
og væntanlega fáum við þar
aukinn feng með skynsam-
legri nýtingu. Iðnaður hefur
farið vaxandi, ekki síst úr
landbúnaðarafurðum; sumir
spá jafnvel ört vaxandi gengi
okkar á þeim vettvangi næstu
árin.
Ef við höldum rétt á mál-
um, ættum við þvi ekki að
þurfa að kvíða framtíðinni.
Möguleikarnir eru miklir, og
við höfum aldrei haft betri
aðstæður til að hagnýta okk-
ur þá. 4
tá