Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 10
Smásaga eftir Brendan Behan Potturinn með nærandi súpunni var alltaf á gasinu, þó svo að Jack frænka kæmi niður um reykháfinn eins og sálir heilagra um mið- nætti. Amma mín sagðist ekki sjá eftir peningunum fyrir gasinu. Ekki þegar hún myndi eftir augnaráðinu, sem sviðahusinn sendi henni. . . D) < □□ i c □ n Uu Vikum saman töluðum við ekki um annað er verzlun með kirkjuleg embætti, helgispjöll og syndir, sem æptu á hefnd himnanna, þegar við gengum heim eftir Nyrðri-Hringbraut og héldum á stóra, græna kver- inu okkar. Og eftir tetíma héld- um við til handan við ölgerð- ina með sígarettustubb til þess að hressa upp á andagiftina og töluðum um, hvað væri heilag- ur andi „og slökktu ekki strax í henni, Billser á eftir að fá sér reyk“ og hvað væri átt við með frávillingi, helvíti, himnaríki, örvæntingu, ofdirfsku og von. Stóru strákarnir, sem voru nú orðnir þrettán ára og fermd- ust í fyrra, hræddu okkur og sögðu, að biskupinn ræki okk- ur út úr kirkjunni, ef við svör- uðum ekki spurningum hans og við yrðum svo að flækjast um göturnar í nýjum fötum og yfirfrakka til einskis, allir uppdubbaðir og gætum ekkert farið. Fullorðna fólkið sagði okkur að taka þá ekki alvar- lega. Þeir væru bara að skrökva, væru afbrýðisamir yf- ir að vera þegar fermdir og fá aldrei að lifa það upp aftur. í skólanum vorum við hafðir í sérstofu allrasíðustu dagana og gengum um eins og sérstakur þjóðflokkur. Þær kvíðastundir komu, að ég fór að hugsa um, að biskupinn tæki mig upp og ég gæti ekki svarað spurning- um hans. Stundum heyrði ég líka á kvennatal, þar sem kvartað var yfir verðinu á drengjafötum. „Tuttugu og tvo sjillinga og sex pens fyrir tvídföt, ég gæti eignast hlut í búðinni fyrir það. Mig langar mest til að láta hann bara vera í buxum og peysu.“ „Alveg rétt, frú,“ segja þær hver við aðra og snúa bökum saman. „Ég hef nú alltaf sagt, að það skipti engu máli, ef föt- in eru góð og hrein.“ Hvað var nú varið í það, ef maður yrði að fara í kirkjuna í buxum og peysu og allir aðr- ir strákar yrðu í nýjum fötum og með geitarskinnshanzka og á brúnum skóm og með skóla- húfur. Cowanbræðurnir voru dauðhræddir. Þeir voru tvíbur- ar og tólf ára og allt gamla fólkið í götunni virtist óska þess, að þeir yrðu í buxum og peysum og sagði, að ekki væri hægt að búast við því, að veslings móðir þeirra gæti dubbað þá báða upp á sama árinu og hún ætti bara að fara niðureftir til systur Moníku og fá fermingu annars þeirra frestað. Það gekk svo langt, að Cowanstrákarnir samþykktu að slást um þetta handan við ölgerðarvegginn og sá sem tap- aði átti að bíða með ferming- una. Ég hafði ekki sérstakar á- hyggjur af þessu. Pabbi gamli var verzlunarmaður og vann oftast fyrir kaupi. Þar að auki var amma mín, sem átti heima uppi á hanabjálka í næsta húsi, mjög gefin fyrir veizl- ur og tilstand. Hún átti pen- inga og lá í rúminu allan dag- inn og drakk porteröl eða maltbjór og tók i nefið og tal- aði við nágrannana, sem komu upp til hennar og sögðu henni nýjustu fréttir. Hún hreyfði sig ekki úr rúminu nema til þess að ganga niður stigann og heimsækja konuna í bakíbúð- inni, ungfrú McCann. Ungfrú McCann saumaði lík- klæði á saumavél. Stundum komu stúlkur úr hverfinu og fengu hana til að sauma kjóla og dragtir, en oftast hélt hún sig við líkklæðin. Þau voru svo örugg, sagði hún, og maður þurfti ekki alltaf að vera að kaupa snið; tízkan breyttist ekki á þeim, jafnvel ekki frá sumri til vetrar. Þau líktust mest síðri, brúnni skyrtu með áfastri hettu, sem var dregin niður yfir andlit líksins, áður en lokið var skrúfað á kistuna. Á annarri erminni var eins konar smáfáni með fjórum silkirósum í hornunum og stöf- unum IHS í miðjunni, sem ungfrú McCann sagði að þýddu: Ég hef þjáðst (á ensku: I have suffered). Amma mín og ungfrú Mc- Cann höfðu meira dálæti á mér en nokkrum öðrum krakka sem þær þekktu. Mér líkaði það vel og gat ekki annað en dáðst að smekk þeirra. Jack frænka mín, sem líka var frænka hans pabba, kom stundum í heimsókn ofan frá Þró, en þaðan fékk fólk vatn- ið áður en þeir fóru að taka það í Wicklow. Jack frænka mín sagði, að vatnið þarna uppfrá væri miklu betra en hjá okkur. Jack frænka var skrýt- in. Hún drakk hvorki porter- öl né maltbjór né tók í nefið og faðir minn sagði, að hún hefði heldur ekki mikið álit á karlmönnum. Hún gætti þess líka strengilega að þvo sér oft. Amma min fór í bað á hverju ári, hvort sem hún var skitug eða ekki, en henni var lítið gefið um vatnsþvott þess á milli. Jack frænka gerði hræðileg- ar skyndiárásir á okkur öðru hverju, skipaði okkur að hætta að taka í nefið og drekka og lét ömmu fara á fætur á morgnana og þvo sér og elda mat og borða almennilega. Amma mín var gyllari að at- vinnu og vann á sínum tíma hjá beztu verkstæðunum í bænum og var komin á karl- mannskaup sextán ára. Henni fannst góður matur frá svína- slátraranum og líka úr dós- um, en henni leiddist að sjóða kartöflur og hún sagðist ekki vera nein vinnukona og þeir> sem steiktu frönsku kartöfl- urnar væru miklu lagnari við kartöflumatreiðslu. Þegar hún fékk að vera í friði, var gam- an að borða með henni. Hún var alltaf með svo góðan dósa- mat og kryddaði og súrsað kjöt og alls konar krydd úr búð Þjóðverjans upp með götunni. En þegar Jack frænka hafði verið í heimsókn, þurfti hún að fara á fætur og þvo sér í heila viku og elda kjötkássu og kál og grísakjamma. Jack frænka var líka mjög hrifin 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.