Samvinnan - 01.08.1976, Qupperneq 11
af kindasviðum. Þau voru svo
°dýr og nærandi.
En amma bragðaði þau að-
eins einu sinni. Hún hafði ver-
13 fyrsta flokks gyllari í Eust-
acestræti, en aldrei haft af
kindasviðum að segja fyrr.
egar hún tók hausinn úr pott-
*u® og setti hann á fat, sát-
Um vi®> hún og ég, og horfð-
Urn a hann, hrædd og skjálf-
andi. Það var svo sem nógu
s semt að setja hann í pottinn,
en að sjá soðið streyma úr aug-
nnum á honum og hvernig
ann gnísti tönnum eins og i
rosöi> t>að gerði okkur vægast
sagt bumult. Amma mín hvísl-
n 1 að mér, hvort kind gæti
ookkurntíma orðið svona illi-
eS> sér findist þetta frekar
1 iast höfði af gömlum manni
S ivort ég vildi nú ekki fyrir
suðs skuld fara með það og
enda því út um gluggann.
iléit áfram að stara á
Kkur, en ég kom aftan að
enni 0g þaut með hana út að
i gganum °g fleygði henni út
snarhasti. Amma sá ekki ann-
rað vænna en að fá sér
tsaby-Power-viskí, því að henni
ieio svo ilia.
Seinna setti hún kraftsúpu-
pott yfir gasið, heilmikið af
beinum og alls konar drasli
eins og hún sagði sjálf, sem
var svo þægilegt að hafa
kraumandi yfir smáglóð allan
sólarhringinn. Hún og ég, við
átum hæstánægð soðna skinku,
lax og ananas frá Kaliforníu
og potturinn með nærandi súp-
unni var alltaf á gasinu, þó
svo að Jack frænka kæmi nið-
ur um reykháfinn eins og sálir
heilagra um miðnættið. Amma
mín sagðist ekki sjá eftir pen-
ingunum fyrir gasinu. Ekki,
þegar hún myndi eftir augna-
ráðinu, sem sviðahausinn
sendi henni. Og allt, sem hún
þurfti að gera við kraftsúpu-
pottinn, var að hella í hann
vatnsdreitli við og við og lófa-
fylli af gömlu drasli, sem svína-
slátrarinn sendi henni, bein-
um og einhverju léttmeti. Jack
frænka mín hafði líka trölla-
trú á byggi, svo að við höfð-
um poka af því standandi við
hliðina á gasvélinni og fleygð-
um slatta af því út í pottinn,
þegar við heyrðum fótatak
hennar í stiganum. Það
kraumaði í kraftsúpupottin-
um á gasinu svo árum skipti
og það var ekki fyrr en amma
mín var dáin, sem einhver tók
eftir því. Fólk smakkaði á
þessu og spýtti því jafnskjótt
út úr og velti fyrir sér, hvað
þetta væri. Sumir sögðu, að
þetta væri deig, aðrir héldu því
fram, að það væri lím. En öll-
um kom saman um, að hættu-
legt væri að hafa þessa kvoðu
á glámbekk, þar sem smábörn
kynnu að vera á ferli og því
var samstundis hent út um
sama gluggann og sviðahausn-
um.
Ungfrú McCann sagði ömmu
minni að skeyta engu um Jack
frænku og sofa eins lengi og
hana langaði til á morgnana.
Þær komu því svo fyrir, að
ungfrú McCann hefði auga
með stigaganginum. Hún átti
svo að kalla á Jack frænku
inn til sín andartak og gefa
merki með því að lemja í arin-
ristina, þykjast vera að skara
i eldinn og tala síðan svolítið
við Jack frænku um kjóla og
dragtir, hatta og föt. Það var
einn þennan morgun, þegar
ungfrú McCann var að slá
rifrildi á frest og gefa ömmu
ráðrúm til að þjóta fram úr
rúminu og í fötin og strjúka
yfir andlitið með handklæði,
að Jack frænka og ungfrú
McCann fóru að tala um ferm-
ingarfötin mín.
Þegar ég gekk i fyrsta sinn
til altaris, gróf amma djúpt
undir rúmdýnuna sína og við
Jack frænka vorum send í fín-
ar verzlanir og ég kom til baka
svo uppdubbaður, að augun
ætluðu út úr höfðinu á þeim,
sem sáu. En nú sagði McCann
að það hefði orðið svo litil
breyting á fatatízkunni sökum
hins góða vetrar, að hún skyldi
með mestu ánægju sauma á
mig föt, ef Jack frænka vildi
útvega efnið. Ég var gráti nær
af ótta við, hvað þessar gömlu
konur kynnu að troða mér í,
en ég varð að láta sem ég
væri hæstánægður, ungfrú
McCann var svo ákveðin í
þessu. Hún spurði Jack frænku,
hvort hún myndi eftir ferm-
ingarfötum föður mins. Hann
mundi eftir þeim. Hann sagði,
að þeim mundi hann aldrei
gleyma. Þær sendu hann af
stað í plómulitum flauelsföt-
um með knipplingakraga. Mér
rann kalt vatn á milli skinns
og hörunds, þegar hann sagði
mér þetta.
Efnið, sem þær fengu handa
11