Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1976, Blaðsíða 13
SVIPMYND eftir Önnu Maríu Þórisdóttur Þorpskýmar Ekki minnist ég þess að hafa þekkt neina þeirra með nafni né verið henni Persónulega kunnug. Þó er ég fædd í húsi, þar sem fjósið var í kjallaranum, undir eldhúsinu. Ég man óljóst eftir því, en betur eftir búrinu, sem líka var Þar niðri, með glansandi troðnu moldargólfi, slátur- tunnum, hvítskúruðum við- arhillum á hvítkölkuðum veggjum og fannhvítum blúndugardínum fyrir gluggaborunni, þar sem sjá uiátti græn grasstrá bær- ast fyrir utan. En kýrnar voru í þorpinu langt frameftir árum og fjós og hlöður inni á milli íbúðarhúsanna. Við börn- in sóttum mjólk á milli húsa í bláar emaléraðar fötur eða silfurglansandi brúsa. Við horfðum á, hvernig mjólkin var mæld með merkurmáli, sem sökkt var í stóran mjólkurdall og síð- an hellt upp í föturnar eða brúsana og talið samvizku- samlega, því að hver keypti vissan markafjölda á dag. Börn kýreigendanna skiptust á að reka þær á morgnana, hver bæjarhluti rak á vissan stað: Þeir sem bjuggu upp með Búðará ráku upp á Kúamel, upp- fyrir kúagirðinguna, og Bönj kýreigendanna skiptust á að reka þær; hver bæjarhluti rak a vissan stað. Við horfðum á, hvernig mjólkin var mæld með merkurmáli. alltaf skyldi þess vel gætt að hliðið á henni væri harð- lokað, þegar farið var í skemmtiferðir gangandi upp að Botnsvatni. Fólkið á Stangarbakka rak suður að Þorvaldsstöðum (að mig minnir) og af Beinabakkan- um var rekið upp á Vall- móa, norðan við Húsavíkur- fjall. Ég minnist þess a. m. k. einu sinni að hafa fengið að slást í för með þeim embættiskonum, sem höfðu þennan starfa á Beina- bakkanum. Þetta var merk- isferðalag og langt í mín- um augum. Afarmerkilegar samræður fóru fram á leið- inni, en ég minnist þó að- eins eins atriðis úr um- ræðunum, sem sé þess, að maður gæti fengið barna- veikina af því að eta kræki- berjagrænjaxla. Á kyrrum, sólhlýjum sum- arkvöldum, þegar kýrnar komu heim, fyllti værðar- legt baul þeirra bikar frið- sældarinnar, sem ríkti í þorpinu. Það endurómaði í hugan- um og fylgdi okkur inn í svefninn, eftir að við höfð- um þvegið af okkur ryk sumardagsins úr volgu vatni í vaskafati á eldhús- bekknum. ugsaði með mér, að ég skyldi ara til hennar og segja henni, a ég væri í þeim í kvöld, af Pvi að ég ætlaði með bræðrum minum til Queens. Ég hljóp út 08 Upp stigann í næsta húsi og s yrktist við hvert skref í þeirri ru. að mamma hefði ekki sagt enni neitt. Ég hljóp, reif upp urðina og sagði: „Ungrú Mc, Ungfrú Mc, Rory og Sean og ®g erum að f ara til Queens . . .“ Uh beygði sig yfir sauma- e ína og allt, sem ég sá, var gamla, gráa höfuðið hennar og hún öll skjálfandi af gráti og hendurnar krepptar undir and- litinu utan um efnisbút, þar sem hún hafði verið að enda við að sauma i stafina IHS. Ég hljóp aftur niður stigann og út og síðan inn til okkar og mamma sat við eldinn, hrygg og döpur, en sagði ekkert. Ég hefði ekki þurft að hafa áhyggjur af því, að fötin ent- ust til eilífðarnóns. Ungfrú McCann gerði það nefnilega ekki. Næsti vetur var fremur harður og hún tórði ekki fram að áramótum. Við kistulagn- inguna var fólk að fárast yfir því, að hún væri í klæðum, sem hún hafði saumað sjálf, en pabbi sagði, að hún hefði litið einkennilega út í ein- hverju öðru, þar sem hún hefði nú séð öllum hinum dauðu í hverfinu fyrir líkklæðum í fjörutíu ár og ekki fengið kvörtun frá einum einasta við- skiptavini. Við jarðarförina skildi ég frakkann eftir í vagninum og gekk í dynjandi rigningunni á eftir kistunni hennar. Fólk sagði, að ég gerði út af við mig á þessu, en ég hélt áfram að gröfinni og þar stóð ég í ferm- ingarfötunum mínum, holdvot- ur. Ég hugsaði með mér, að það væri þó það minnsta, sem ég gæti gert. 4 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.