Samvinnan - 01.08.1976, Qupperneq 15
,
Vilhjálmur Stefánsson
Hann kom til íslands árið 1905 og
sá ungan skólapilt, Bjöm Pálsson,
sigra skákmeistara Englands, Napier
að nafni, sem hér var þá staddur.
Björn Pálsson
Honum var boðið að stunda nám
við Harvard-háskóla, svo að skól-
inn fengi að njóta hinnar óvenju-
legu leikni hans í skákíþróttinni.
Stefan Zweig
Er hugsanlegt, að hann hafi heyrt
um skákævintýri Bjöms í Harvard
og fengið þá hugmynd að hinni frá-
bæru smásögu, Manntafi?
^hyggjulaust líf. Björn hvarf
t- d- frá starfi vel metins
hsestaréttarlögmanns til starfs
sem kokkur á fiskibátum i
Vestmannaeyjum. Björn dó ár-
*
Eg hafði ekki hugsað til
Björns í fjöldamörg ár, en svo
Berist það fyrir nokkru síðan,
Þegar ég er á morgungöngu
hiður i miðbæ, að ég rekst á
unningja minn, sem á sínum
ihia hafði verið nemandi
íörns í Verzlunarskóla ís-
ians (um 1911). Tókum við tal
suhian og barst talið að Birni.
vað hann Björn hafa verið
mÍ°B góðan kennara og
s ernmtilegan í samræðum og
baetti svo við, að talið væri að
Björn væri fyrirmyndin að
taflmanninum í sögunni
”Manntafl“ eftir Stefan Zweig.
a svaraði ég af bragði:
”Hvaða endemis vitleysa er
e *'a; Ég held að Björn hafi
f drei teflt og aldrei orðaði
ann tafl eða taflmennsku svo
eB heyrði.“
Þa segir vinur minn:
alri að 6r rétt' Hann vildi
ef,rei tala um skák eða tefla
n að ég kynntist honum.
VHh .efUrðu lesið sjálfsævisögu
ekk-',almS Stefánssonar, sem
ia huns gaf út að honum
iatnum?“
Hei, það hafði ég ekki. Hann
hVa.st Þá mundu lána mér
°kina einhvern tíma.
Hú leið alllangur tími, og
hugsaði ég ekki meira um
þetta. Þá mæti ég sama kunn-
ingja mínum enn á morgun-
göngu í miðbænum og segir
hann þá:
„Ég hef oft verið að reyna
að ná í þig til að lána þér bók-
ina, en það hefur ekki tekizt.
Hún hefur alltaf legið á borð-
inu hjá mér.“
Skömmu síðar heimsótti ég
hann og fékk bókina lánaða.
Endurtók hann þá það sem
hann hafði áður vikið að, sem
sé að skákafrek Björns, saga
þeirra og endalok, eins og Vil-
hjálmur Stefánsson lýsir þeim,
væru sennilega kveikjan að
hinni meistaralegu sögu Stef-
an Zweigs, „Manntafl", sem
hann skrifaði skömmu fyrir
andlát sitt.
Vilhjálmur Stefánsson var
fæddur í Ameríku 1879. Hann
lagði stund á mannfræði við
Harvardháskóla og hafði feng-
ið styrk til að fara til íslands
til mannfræðirannsókna 1904.
Hann kom þá til íslands og
hóf rannsóknir sínar. í ævi-
minningum sínum, sem hann
lauk við rétt fyrir andlát sitt
1962 og eftirlifandi ekkja hans
gaf út 1964, segir hann frá
ferðum sínum hér á íslandi
árin 1904 og 1905 og þar á
meðal frá kynnum sínum af
Birni Pálssyni og sambandi
sínu við hann. Björn tók sér
síðar ættarnafnið Kalman.
Ég hóf nú lesturinn, og satt
að segja varð ég undrandi, ekki
hvað sízt vegna þess að það
sem ég las kom mér svo alger-
lega á óvart. Það er svo margt,
sem er forvitnilegt að athuga
við frásögn Vilhjálms, að ég
leyfi mér að taka saman þau
frásagnarbrot, sem um þetta
fjalla, hugleiða þau nokkuð og
gera athugasemdir við þau.
Frásögn Vilhjálms fer hér á
eftir, og leyfi ég mér að nota
þýðingu þeirra Hersteins Páls-
sonar og Ásgeirs Ingólfssonar
á æviminningunum:
„Þessar uppgötvanir vöktu
ánægju mína, því að ég vissi,
að þær mundu auka á forvitni
Putnams og möguleikana á, að
ég gæti hrundið í framkvæmd
því, sem ég var nú farinn að
hugleiða — mannfræðileið-
angri Harvardháskóla til ís-
lands sumarið 1905. En annað
atvik reyndist málstað mínum
enn happadrýgra, þótt ég átt-
aði mig ekki í fyrstu á, að það
væri vatn á myllu mína.
Napier, skákmeistari Englands,
kom i heimsókn til íslands,
meðan ég var þar, og reyndi
leikni sína gegn Birni Pálssyni,
skólapilti, sem hafði sigrað alla
keppinauta sína undanfarið
eitt eða tvö ár. Þegar hann
sigraði Englendinginn, fannst
mér það staðfesting á því, sem
ég hafði alltaf heyrt sagt —
að íslendingar væru snillingar
í skák. Skák Björns og Napiers
Mér virtist hann
viðkvæmur í lund, og
minnti hann oft á
skáld eða listamenn.
Saga Vilhjálms um
skákleikni Björns er
ævintýri líkust.
Síðan hófst skákin
með venjulegum
hætti. Eftir nokkra
leiki virtist Marshall
forviða.
15