Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Side 17

Samvinnan - 01.08.1976, Side 17
Dröfn Farestveit, húsmæðrakennan m nn ö® í Urriði með hvítvínssósu frá Glasgow til Montreal. Björn var sjóveikur nær alla leiðina. Þetta var óheppilegt fyrir okk- ur báða, því að á skipinu voru tveir skákmeistarar, Ástraliu- maður og kanadíski meistar- mn James Mavor, prófessor við háskólann i Toronto. Þeir sátu sífellt yfir tafli í reyksalnum °g mönuðu mig við og við í skákir, sem ég tapaði flestum eða öllum. Ég hét þeim harðari keppni af hálfu vinar míns undir þiljum, en gat ekki kom- ið með hann fyrr en við vorum fyrir löngu farnir um Belle Isle-sund, því að þá tók við St. Lawrenceflói, sléttur eins °g bæjarlækur. Þá kom Björn Pálsson til skjalanna og vann hverja skák. Þegar eldri mennirnir spurðu um leikni hans í blindskák, svaraði Björn, að hann gæti sigrað hvern þann mann i blindskák, er hann ynni með venjulegum hætti, að því til- skildu, að rétt væri sagt til um leiki andstæðingsins. Hann stóð við þetta í tveim samtíma skákum.“ >.Pyrirætlanir okkar Shalers deildarforseta varðandi Björn Pálsson og skákklúbbinn höfðu ekki mikil áhrif á klúbbinn, ég sé ekki betur nú en að Pser hafi orsakað aðra mikil- vsega stefnubreytingu á ferli ^inum, því að nú beindist nann frá Afríku til norður- skautslandanna. Spurzt hafði um fyrirætlan- ir Shalers deildarforseta varð- andi skákframtíð Harvardhá- skóla — 0g vissi ég aldrei, bvort honum, mér eða ein- hverjum öðrum var þar um að enna. Líklega hefur enginn okkar reynt að ráði að halda Pessu leyndu. Það, sem gerð- lst’ virtist í fyrstu ógurleg ó- Síðar fannst mér það þó ekki. Við fréttum, að hinir reglulegu skákmenn skólans eldu enga þörf á glamrara frá slandi til að tryggja sig fyrir s akkaföllum í væntanlegri niiðsvetrarkeppni. Þeir skír- s otuðu til reglnanna um í- Prottakeppni milli háskóla til a setja hetju okkar Shalers Ul leik. Þar sem Björn var ó- neitanlega stúdent frá Kaup- jnannahöfn, sem flutzt hafði 1 Harvard, hafði hann ekki eimild til að keppa fyrir há- SKolann fyrr en að ári. Sagt hefur verið, að Björn Palsson hafi látið hugfallast við það, að draumur okkar varð Pannig að engu, en raunar féll Pe ta okkur Shaler enn þyngra. S veit ekki, hver áhrif þetta efSi haft á Björn, ef annað efði ekki bugað hann. Mér fannst það atriði fráleitt, en honum bókstaflega skelfilegt. Hann varð altekinn þeirri hugsun, að hann væri að missa vitið. Einmitt þegar við hinir töldum, að hann ætti að vera gramur eða reiður vegna þess, að einhverjar reglur hindruðu, að hann gæti keppt, kom hann á fund minn og tjáði mér, að hann væri að bila andlega. Hann hafði lesið einhvers stað- ar, að geðveiki væri algeng meðal skákmanna og því betri sem skákmaðurinn væri, þvi meiri væri hættan á geðveiki, og í mestri hættu væru snill- ingarnir, sem sú bölvun legðist á, að þeim væri um megn að gleyma skákum sínum. Ég held, að það hafi haft mest áhrif á Björn, að hon- um var ómögulegt að gleyma. Hann hafði sagt bæði mér og öðrum frá þessum þætti í fari sínu. Nær frá bernsku mundi hann hverja skák, sem hann hafði teflt; hann gat stillt skákum upp eftir minni og skilgreint í huganum mistök- in, sem honum eða andstæð- ingnum höfðu orðið á. Að lik- indum taldi ég þetta ekki nógu alvarlegt, þegar hann sagði mér frá því, þar eð ég hélt, að ég gæti fengið hann til að skipta um skoðun með því að hlæja að honum. En einum eða tveimur dögum síðar var hann horfinn. Til allrar ham- ingju rauk ég ekki á fund lögreglunnar með fyrstu hug- mynd mína, en hún var sú, að hann kynni að hafa ráðið sér bana. Þegar ég ræddi málið við Shaler, taldi hann að skróp- arinn mundi koma eftir fáeina daga harla skömmustulegur. Nokkru síðar barst bréf frá Winnipeg. Ættingi Björns hafði útvegað honum starf við múrsteina- og kalkburð. Björn var þá staðráðinn í að tefla aldrei skák framar, og með því að strita, þar til hann yrði dauðuppgefinn og dytti út af í draumlausan svefn á hverju kvöldi, gæti hann kannski haldið vitinu. Allir, sem voru kunnugir honum, voru mér sammála um, að bezt væri fyrir mig að hafast ekki að. Mavor prófessor við háskól- ann í Toronto varð fyrir von- brigðum, þegar hann frétti, að hann gæti ekki lagt á ráðin um að afla Birni fjár og frama með þvi að efna til sýniskáka um Kanada þvert og endilangt. Þótt okkur lánaðist ekki neitt af því, sem við reyndum að gera fyrir Björn, þokaði sam- eiginlegur ósigur okkur Mavor saman, svo að þessi áhrifa- Framhald á bls. 22. Fyrir 4 er áætlað: 4 smáurriðar eða 2 stærri 2 msk. salt fyrir líter af vatni 5 piparkorn 1 lítill laukur steinseljuleggir Hvítvínssósa: 1 msk. smjör 2 msk. hveiti 1 dl. fisksoð og 1 dl. vatn 1 dl. þurrt hvítvín eða safi úr 1 sítrónu og 1 dl. vatn. hvítur pipar 1—2 eggjarauður. Hreinsið fiskinn. Sjóðið vatn með kryddi og salti. Setjið fiskinn á rist sem látin er síðan niður í vatn og látið fiskinn hyljast af vatninu. Látið sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur. Látið vatn- ið ekki bullsjóða, þá verður fiskurinn þurr. Prófið með beittum hnífi við hryggbein- ið hvort fiskurinn er soðinn. Útbúið sósuna á meðan fiskurinn síður. Bræðið smjörið og hrærið hveitinu saman við. Þynnið út með vökvanum. Takið dálítið af fiskurinn sýður. Bræðið anum fer að vera lokið. Látið sósuna sjóða í 5 mín- útur. Kryddið með pipar, og e. t. v. salti, hafi soðið ekki verið nógu salt. Þeytið eggjarauðurnar útí sósuna rétt áður en bera á fram, en sósan má ekki sjóða eítir að rauðurnar eru komnar útí. Setjið fiskinn á heitt fat og berið hann fram með sósunni, soðnum kart- öflum og salati. 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.