Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Side 18

Samvinnan - 01.08.1976, Side 18
Mér var nauðugur einn kostur að flytja þessi einvígi gegn sjálfum mér eða við sjálfan mig, ef þér viljið heldur orða það þannig, út í eitt- hvert ímyndað rúm, og af þeim sökum varð ég að festa mér vel í minni afstöðuna á öllum sextíu og fjór- um reitunum hverju sinni. LaJ di i. Hér birtist ofurlítill kafli úr smá- sögu Zweigs, sem gaman er að rifja upp vegna frásagnar Jóns Ólafssonar hér að framan. Nú veit ég ekki, hvað mikið þér hafið hugsað um andlegu hliðina á þessari íþrótt íþrótt- anna. En það ætti að vera hverjum manni auðskilið, að í skák, sem er hrein hugaríþrótt og öllum tilviljunum óháð, er það alger rökleysa og fjarstæða að ætla sér að tefla gegn sjálf- um sér. Aðdráttarafl skákar- innar á nefnilega einvörðungu rót sína í því, að í þessari and- legu styrjöld er herjunum stjórnað af tveim ólíkum heil- um: svartur veit aldrei, hvaða herbrögðum hvítur býr yfir hverju sinni, en reynir sífellt að geta sér til um þau og koma í veg fyrir þau, og hvítur leit- ast á hinn bóginn við að hindra og ónýta ráðabrugg svarts. Ef nú einn og sami maðurinn ætti að tefla með bæði hvítum og svörtum, þá yrði sú reginvit- leysa uppi á teningnum, að sami heilinn ætti að vita eitt- hvað og þó um leið vita það ekki. Þegar hann væri hvítur, ætti hann að gera svo vel og gleyma, hvað hann hugsaði sér og ætlaðist fyrir einni mínútu áður, meðan hann var svartur. Slík tvöfeldni í hugsun krefst í raun og veru algerrar tví- skiptingar vitundarlífsins, svo að hægt sé að stífla eða hleypa heilastarfseminni fram eftir vild, líkt og loku sé skotið frá og fyrir. Það lætur því álika fjarstætt í eyrum að ætla sér að tefla skák gegn sjálfum sér og hlaupa yfir skuggann sinn. Ég skal nú fara fljótt yfir sögu. Ég reyndi mánuðum sam- an i örvæntingu minni að framkvæma þetta, sem ómögu- legt var og öllu lagi fjarri. En ég átti engan úrkost annan en þessa fásinnu til að verða ekki hreinni vitfirringu að bráð eða leggjast að fullu og öllu i and- lega kör. Aðstæðurnar neyddu mig að minnsta kosti til þess að reyna að tvískipta mér í svartan og hvítan, ef verða mætti til þess að tómið hrylli- lega tæki mig ekki.“ Dr. B. hallaði sér aftur á bak í legustólnum og lokaði aug- unum um stund. Það var engu líkara en hann ætlaði að bæla óþægilega minningu niður með valdi. Enn einu sinni komu þessar einkennilegu viprur, sem hann réði ekkert við, i annað munnvikið á honum. Svo reis hann upp við dogg i stóln- um. ,,Nú — ég vona, að mér hafi tekizt að segja nokkurn veg- inn skilmerkilega frá því, sem gerðist allt til þessa. En því miður er ég alls ekki viss um, að ég geti gert yður framhald- ið jafnljóst. Því að það, sem ég nú tók mér fyrir hendur, krafð- ist svo skilyrðislausrar einbeit- ingar heilans, að um enga sjálfstjórn gat lengur verið að ræða. Ég drap á það áðan sem skoðun mína, að hrein fásinna sé að ætla að tefla skák gegn sjálfum sér. En jafnvel þessi fjarstæða mundi þó ef til vill hugsanleg, ef raunverulegt skákborð væri haft fyrir aug- unum, því að skákborðið er þó áþreifanlegt og lætur tefland- ann skynja ákveðna fjarlægð, gerir honum kleift að flytja skákina að nokkru út úr höfð- inu á sjálfum sér. Með borð og menn fyrir framan sig getur hann tekið sér hvíldir og hugs- að sig um, hann getur meira að segja setzt hinum megin við borðið til þess að átta sig á stöðu svarts, þegar hann er búinn að leika fyrir hvítan hérna megin. En mér var nauð- ugur einn kostur að flytja þessi einvígi gegn sjálfum mér eða við sjálfan mig, ef þér viljið heldur orða það þannig, út í eitthvert ímyndað rúm, og af þeim sökum varð ég að festa mér vel í minni afstöðuna á öllum sextíu og fjórum reit- unum hverju sinni, og ekki einungis hverju sinni, heldur einnig skyggnast fram í tím- ann og reikna út næstu leiki beggja aðila. Ég reyndi meira að segja — já, ég veit, að þetta lætur allt í eyrum eins og fjar- stæða — ég reyndi að ímynda mér tvo og þrjá, nei, sex, átta og tólf möguleika fyrir hvorn, hvítan og svartan, eina fjóra eða fimm leiki fram í tímann. í þessu tafli, sem tróð marvað- 18

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.