Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1976, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.08.1976, Qupperneq 19
Örlítið brot úr sögunni Manntafl eftir Stefan Zweig i þýðingu Þórarins Guðnasonar, læknis ann í heimi hugarflugsins, varð ég — fyrirgefið mér, að ég skuli ætlast til þess af yður, aö þér fylgizt til hlitar með þessari sturlun — varð ég að reikna út fjóra eða fimm leiki sem hvítur og einnig sem svart- nr, það er að segja reyna að síá fyrir og samræma allar taflstöður, sem upp kynnu að koma á næstunni, og gera það nreð tveimur heilum, ef svo naætti segja, bæði hvíta heilan- um og þeim svarta. En sjálfs- klofninginn var þó ekki það hættulegasta í þessari furðu- ^egu tilraun minni, heldur hitt, nð með þvi að hugsa skákirnar UPP sjálfur, missti ég allt í einu fótfestuna og hrapaði í botnlaust hyldýpi. Sú list, sem ég hafði leikið undanfarnar vikur, að fara yfir skákir ým- issa taflmeistara, var, þegar á alit var litið, ekkert annað en föndur eftir forskrift, hrein npptalning gefins efnis og af Þeim sökum ekki meiri andleg áreynsla en þótt ég hefði lært kvæði utan að eða lagt laga- greinar á minnið. Það var at- höfn, sem átti sér ákveðin tak- rnörk og laut ákveðnum aga og þess vegna með afbrigðum góð hugþjálfun. Skákirnar tvær, sem ég tefldi að morgni, og aðrar tvær eftir hádegið voru Witt fyrirfram setta dagsverk, því lauk ég með öllu æsinga- aust. Þær bættu mér einnig UPP aðgerðaleysið, og auk þess Sat ég alltaf gripið til bókar- urnar, ef ég lék rangt eða leýpti í strand. Þegar ég tefldi UPP skákir annarra manna, var eB sjálfur ekki virkur þátttak- andi, og einmitt þess vegna var su iðja mér holl og gerði frem- Ur að draga úr uppnáminu, Sem taugar mínar voru í, en aiika á það. Mig gilti einu, lvort hvítur eða svartur báru S1gur úr býtum, því að það voru Aljechin og Bogoljubow, sem börðust um meistaratitil- mn, en ég sjálfur, skynsemi nun og sál, nutu leiksins aðeins sem áhorfendur og dáðust að hugkvæmninni og snillibrögð- unum. En upp frá þeirri stund, þegar ég reyndi fyrst að tefla gegn sjálfum mér, fór ég ósjálf- rátt að skora á sjálfan mig. Þá urðu báðir aðilarnir í mér, sá hvíti og sá svarti, að keppa hvor við annan og fylltust hvor um sig metnaðargirni, löngun til þess að vinna, bera sigurorð af hinum. Svartur minn var allur á nálum eftir hvern leik, meðan hann beið þess, hvað hvítur minn mundi gera næst. Hvor um sig varð hinn kampa- kátasti, þegar hinn lék af sér, og að sama skapi gramdist honum, þegar hann gerði skyssu sjálfur. Allt virðist þetta ein hringa- vitleysa og í rauninni væri svona tilbúin brjálsemi, svona sálklofningur með hættuleg- an hugaræsing í kjölfarinu, ó- hugsandi hjá heilbrigðum manni við heilbrigðar og eðli- legar aðstæður. En þér megið ekki gleyma því, að ég hafði verið hrifsaður með valdi út úr öllu heilbrigðu og eðlilegu lífi, ég var bandingi, saklaus fangelsaður, lævíslega pyndað- ur mánuð eftir mánuð með ein- veru, maður sem var troðfull- ur af innibyrgðri reiði og þráði að láta hana bitna á einhverj- um eða einhverju. Og þar sem engu öðru var til að dreifa en þessum brjálaða leik gegn sjálfum mér, flæddi reiði min og hefndarhugur eins og fljót inn í leikinn. Eitthvað í mér heimtaði rétt sinn, og við eng- an var að berjast nema hinn teflandann í mér, enda varð ég svo æstur, meðan á taflinu stóð að nærri stappaði æði. í fyrstu hafði ég hugsað mig um í ró og næði og tekið mér hvíldir milli skáka til þess að jafna mig eftir áreynsluna, en þar kom, að uppnámið, sem tauga- kerfi mitt var í, leyfði enga bið. „Ég hvítur" var ekki fyrr bú- inn að leika en „ég svartur" ruddist fram i ofboði; einni skákinni var ekki fyrr lokið en ég skoraði mig í aðra, því að ævinlega hafði annar helming- urinn beðið lægri hlut og krafðist hefndar. Ekki hef ég minnstu hugmynd um, hversu margar skákir ég tefldi við sjálfan mig í þessu vitstola, ó- seðjandi kappi siðustu mánuð- ina, sem ég dvaldi í klefanum — sjálfsagt þúsund eða meir. Þetta var árátta, sem ég gat ekki staðið gegn. Frá morgni til kvölds hugsaði ég ekki um annað en biskup og peð og hrók og kóng og a og b og c og mát og hrókun; öll mín vit- und og tilvera snerist án afláts um reitina á taflborðinu. Tafl- gleðin varð að taflfýsn, tafl- fýsnin að taflsýki, ástriðu, æði, sem ég var ekki einungis hald- inn i vökunni, heldur áður en varði í svefninum líka. Ég hugsaði allt í skákum, leikjum, mótleikjum og taflþrautum. Þráfaldlega vaknaði ég í svita- baði og fann á mér, að ég hlaut að halda áfram að tefla í svefninum, og þegar mig dreymir fólk, þá gekk það æv- inlega eins og biskup eða hrók- ur eða hoppaði fram og aftur eins og riddari. Jafnvel þegar ég var kallaður til yfirheyrslu, gat ég ekki lengur hugsað skýrt um, hverju svara skyldi. Mig grunar, að í síðustu yfirheyrsl- unum hafi framburður minn verið heldur óskipulegur, því að dómararnir litu tíðum und- arlega hver á annan. En í raun og veru beið ég þess eins í kval- ræði og eftirvæntingu. meðan þeir spurðu og ráðguðust,. að komast aftur í klefann minn til þess að halda áfram mín- um brjálaða leik, til þess að byrja á nýrri skák og síðan annarri og enn annarri. Mér var meinilla við allar tafir; jafnvel sá fjórðungur stundar, þegar vörðurinn þreif fanga- klefann og þær tvær mínútur, þegar hann færði mér matinn, voru þolinmæði minni um megn. Einatt var matarskálin mín ósnert að kvöldi; ég var of niðursokkinn í taflið til þess að muna eftir að borða. Sú eina líkamlega tilfinning, sem stundum lét á sér bæra, var óslökkvandi þorsti; þessi stöð- ugu heilabrot hafa án efa vald- ið eins konar hitasótt; og ég tæmdi vatnsflöskuna i tveimur teygum og nauðaði svo á verð- inum að gefa mér meira, en samt fannst mér í næstu and- rá tungan loða við góminn. Að lokum var ég orðinn svo æst- ur við taflið — og ég gerði nú ekkert annað frá morgni til kvölds en tefla — að ég gat ekki lengur kyrr verið eitt andartak. Ég gekk viðstöðu- laust um gólf, meðan ég hugs- aði um skákirnar, æ hraðar, aftur og fram, og varð þvi ólmari sem úrslit hverrar skák- ar nálguðust. Fýknin að vinna, sigrast á sjálfum sér, breytt- ist smám saman í æði. Ég nötraði af ákefð og óþolin- mæði, því að alltaf þótti öðr- um helmingnum hinn of svifa- seinn og rak miskunnarlaust á eftir. Yður kann að virðast það broslegt, en ég fór að skamma sjálfan mig — „flýttu þér, flýttu þér!“ eða „áfram, áfrarn!" — þegar annar hvor teflandinn var ekki nógu fljót- ur að leika. Vitaskuld er mér það ljóst nú, að þetta hugar- ástand mitt var andleg of- þensla á mjög svo sjúklegu stigi, og get ég ekki gefið því annað nafn en skákeitrun, sem hvergi mun þó getið í bókmenntum læknisfræðinnar. Að því rak að lokum, að þessi einóða trylling framdi ekki hervirki sitt einvörðungu á sál- inni, heldur einnig á líkaman- um. Ég lagði af, svaf órótt og illa og varð að taka á öllum kröftum til þess að opna aug- un á morgnana. Oft á tíðum var ég svo máttfarinn og skjálfhentur, að ég ætlaði varla að geta lyft vatnsglasi upp að vörunum, en ekki var ég fyrr tekinn til við skákina en fítonskrafturinn hljóp í mig aftur. Þá æddi ég um gólfið með kreppta hnefa og heyrði oft og einatt rödd mína eins og gegnum rauða þoku, þegar hún öskraði hás og reiðileg til sjálfrar sín „Skák!“ eða „Mát!“ * 19

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.